Mjallhvít og dvergarnir sjö á sviði í Hveragerði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2014 13:30 Mjallhvít (Tanja Dögg Einarsdóttir) og dvergarnir vinir hennar. Mynd/Magnús Hlynur „Þetta er barnasöngleikur, mjög flott sýning og það voru margar hendur sem komu að uppsetningunni,“ segir Jóhann Tryggvi Sigurðsson, formaður Leikfélags Hveragerðis um nýjustu uppfærslu félagsins. Ævintýrið um Mjallhvíti og dvergana sjö. Leikgerðin er eftir Hvergerðinginn Hafstein Þór Auðunsson, sem einnig leikstýrir verkinu. Tónlistin er líka eftir Hafstein Þór en er útsett af Guðmundi Eiríkssyni, píanóleikara sýningarinnar. Leikararnir eru þrjátíu og tveir að sögn Jóhanns og eru á aldrinum átta til fimmtíu og fimm ára. „Langflestir eru undir sextán ára aldri,“ upplýsir hann og segir öflugt barna- og unglingastarf víða unnið hjá áhugaleikfélögum. Þar læri krakkarnir að koma fram á sviði og temja sér öguð vinnubrögð. Leikfélag Hveragerðis var stofnað 1947 og hefur sett upp sýningar á hverju ári síðan. Má þar nefna Jesus Christ Superstar, Sölku Völku, Mann og konu, Dýrin í Hálsaskógi, Kardimommubæinn, Skugga-Svein og Línu Langsokk. „Allt starf áhugaleikfélaga er unnið í sjálfboðavinnu,“ segir Jóhann. „Þannig að þeir sem leggja hönd á plóg eru mesti fjársjóður félaganna.“Gunnþóra Gunnarsdóttir Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er barnasöngleikur, mjög flott sýning og það voru margar hendur sem komu að uppsetningunni,“ segir Jóhann Tryggvi Sigurðsson, formaður Leikfélags Hveragerðis um nýjustu uppfærslu félagsins. Ævintýrið um Mjallhvíti og dvergana sjö. Leikgerðin er eftir Hvergerðinginn Hafstein Þór Auðunsson, sem einnig leikstýrir verkinu. Tónlistin er líka eftir Hafstein Þór en er útsett af Guðmundi Eiríkssyni, píanóleikara sýningarinnar. Leikararnir eru þrjátíu og tveir að sögn Jóhanns og eru á aldrinum átta til fimmtíu og fimm ára. „Langflestir eru undir sextán ára aldri,“ upplýsir hann og segir öflugt barna- og unglingastarf víða unnið hjá áhugaleikfélögum. Þar læri krakkarnir að koma fram á sviði og temja sér öguð vinnubrögð. Leikfélag Hveragerðis var stofnað 1947 og hefur sett upp sýningar á hverju ári síðan. Má þar nefna Jesus Christ Superstar, Sölku Völku, Mann og konu, Dýrin í Hálsaskógi, Kardimommubæinn, Skugga-Svein og Línu Langsokk. „Allt starf áhugaleikfélaga er unnið í sjálfboðavinnu,“ segir Jóhann. „Þannig að þeir sem leggja hönd á plóg eru mesti fjársjóður félaganna.“Gunnþóra Gunnarsdóttir
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira