Skammhlaup í Orkustofnun! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 27. mars 2014 07:00 Framlag Orkustofnunar á dögunum til frekari vinnu á sviði verndar annars vegar og mögulegrar nýtingar hins vegar á virkjunarkostum vekur furðu manns hvernig sem á það er litið. Reyndar er of veikt til orða tekið, a.m.k. í mínu tilviki, að tala um furðu. Mér er þetta frumhlaup óskiljanlegt og skapi næst að líta svo á að orðið hafi einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar sem er auðvitað neyðarlegt samanber nafnið. Tillögur Orkustofnunar um 27 nýja virkjanakosti inn í vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun í viðbót við kröfur virkjunaraðila um að halda til streitu svæðum sem þegar hafa verið flokkuð í vernd eru ekkert annað en tilræði. Tilræði við þá viðleitni undangenginna ára að þróa umræðu og aðferðir í þessum vandasama málaflokki í átt til aukinnar sáttar. Afrakstri vinnu að rammaáætlun undangengin ár, staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er einfaldlega gefið langt nef. Flokkun í verndarflokk sem hlotið hefur staðfestingu Alþingis hefur samkvæmt þessu ekkert gildi, ekki einu sinni þegar Orkustofnun á í hlut. Ef Orkustofnun er þeirrar skoðunar að hún geti, eða jafnvel að henni sé skylt eins og allt eins hefur mátt ráða af talsmönnum stofnunarinnar, sent að hennar dómi álitlega virkjunarkosti sem þegar hafa verið flokkaðir í vernd til mats eða endurmats hjá verkefnisstjórn, hvar dregur stofnunin þá mörkin? Af hverju er þá ekki bara allt sem virkjanlegt er alltaf til mats? Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað þá er orðið um einhverja sátt í þessum efnum.Hafralónsá efri og neðri Frumlegust er þó Orkustofnun þegar hún dregur fram tuttugu ára gamla hvítbók iðnaðarráðuneytisins um hvað sé mögulegt að virkja og gerir að biblíu dagsins eins og ekkert hafi breyst síðan (sjá; Innlendar orkulindir til vinnslu raforku, iðnaðarráðuneytið, 1994). Þaðan fær Orkustofnun þá snjöllu hugmynd að láta nú verkefnisstjórn meta kosti þess að hjóla í Vatnsdalsá, Hofsá og Hafralónsá. Hvað eru þrjár af perlum bergvatnsánna og rómaðar laxveiðiár milli vina? En, reyndar fleiri en þrjár ef betur er að gáð. Í tilviki Hafralónsár er talað um efri og neðri virkjunarkosti. Samkvæmt áðurnefndri hvítbók frá 1994 er Hafralónsá neðri ekki bara Hafralónsá. Nei; heldur var þá hugmyndin og er væntanlega enn, því mér er ekki kunnugt um neinar nýrri hugmyndir um útfærslu, að veita þvert á heiðar vatni úr þremur af fimm laxveiðiám Þistilfjarðar, þ.e. Svalbarðsá, Sandá og Hölkná austur til Hafralónsár ásamt vatni úr Miðfjarðará, helstu laxveiðiá á Langanesströnd um Litlu Kverká vestur til Hafralónsár og virkja þar allt saman. Færu þá fyrir lítið Stórifoss og Dimmugljúfur sem og Stórugljúfur Hafralónsár og laxveiðin, a.m.k. í ánum sem veitt yrði úr og sumar nánast þurrkaðar upp eins og Sandá. Að ógleymdu svo öllu raskinu sem yfir 40 ferkílómetra uppistöðu- og miðlunarlónum og gríðarlegum veituskurðum þvert á heiðarnar myndi fylgja. Virkjun kennd við Hofsá er svipuð steypa. Þannig átti að taka um 40% af rennsli Selár og þriðjung af rennsli Vesturdalsár og skutla austur í Hofsá samkvæmt hvítbókinni. Bilaðar sem þessar hugmyndir voru 1994 hljóta þær að teljast óðs manns æði 2014 og Orkustofnun til lítils sóma að reyna að vekja þær upp úr gröfinni. Er nema von að manni detti í hug skammhlaup. (Höfundur tekur fram að hann á rætur sínar á bökkum Hafralónsár.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Framlag Orkustofnunar á dögunum til frekari vinnu á sviði verndar annars vegar og mögulegrar nýtingar hins vegar á virkjunarkostum vekur furðu manns hvernig sem á það er litið. Reyndar er of veikt til orða tekið, a.m.k. í mínu tilviki, að tala um furðu. Mér er þetta frumhlaup óskiljanlegt og skapi næst að líta svo á að orðið hafi einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar sem er auðvitað neyðarlegt samanber nafnið. Tillögur Orkustofnunar um 27 nýja virkjanakosti inn í vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun í viðbót við kröfur virkjunaraðila um að halda til streitu svæðum sem þegar hafa verið flokkuð í vernd eru ekkert annað en tilræði. Tilræði við þá viðleitni undangenginna ára að þróa umræðu og aðferðir í þessum vandasama málaflokki í átt til aukinnar sáttar. Afrakstri vinnu að rammaáætlun undangengin ár, staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er einfaldlega gefið langt nef. Flokkun í verndarflokk sem hlotið hefur staðfestingu Alþingis hefur samkvæmt þessu ekkert gildi, ekki einu sinni þegar Orkustofnun á í hlut. Ef Orkustofnun er þeirrar skoðunar að hún geti, eða jafnvel að henni sé skylt eins og allt eins hefur mátt ráða af talsmönnum stofnunarinnar, sent að hennar dómi álitlega virkjunarkosti sem þegar hafa verið flokkaðir í vernd til mats eða endurmats hjá verkefnisstjórn, hvar dregur stofnunin þá mörkin? Af hverju er þá ekki bara allt sem virkjanlegt er alltaf til mats? Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað þá er orðið um einhverja sátt í þessum efnum.Hafralónsá efri og neðri Frumlegust er þó Orkustofnun þegar hún dregur fram tuttugu ára gamla hvítbók iðnaðarráðuneytisins um hvað sé mögulegt að virkja og gerir að biblíu dagsins eins og ekkert hafi breyst síðan (sjá; Innlendar orkulindir til vinnslu raforku, iðnaðarráðuneytið, 1994). Þaðan fær Orkustofnun þá snjöllu hugmynd að láta nú verkefnisstjórn meta kosti þess að hjóla í Vatnsdalsá, Hofsá og Hafralónsá. Hvað eru þrjár af perlum bergvatnsánna og rómaðar laxveiðiár milli vina? En, reyndar fleiri en þrjár ef betur er að gáð. Í tilviki Hafralónsár er talað um efri og neðri virkjunarkosti. Samkvæmt áðurnefndri hvítbók frá 1994 er Hafralónsá neðri ekki bara Hafralónsá. Nei; heldur var þá hugmyndin og er væntanlega enn, því mér er ekki kunnugt um neinar nýrri hugmyndir um útfærslu, að veita þvert á heiðar vatni úr þremur af fimm laxveiðiám Þistilfjarðar, þ.e. Svalbarðsá, Sandá og Hölkná austur til Hafralónsár ásamt vatni úr Miðfjarðará, helstu laxveiðiá á Langanesströnd um Litlu Kverká vestur til Hafralónsár og virkja þar allt saman. Færu þá fyrir lítið Stórifoss og Dimmugljúfur sem og Stórugljúfur Hafralónsár og laxveiðin, a.m.k. í ánum sem veitt yrði úr og sumar nánast þurrkaðar upp eins og Sandá. Að ógleymdu svo öllu raskinu sem yfir 40 ferkílómetra uppistöðu- og miðlunarlónum og gríðarlegum veituskurðum þvert á heiðarnar myndi fylgja. Virkjun kennd við Hofsá er svipuð steypa. Þannig átti að taka um 40% af rennsli Selár og þriðjung af rennsli Vesturdalsár og skutla austur í Hofsá samkvæmt hvítbókinni. Bilaðar sem þessar hugmyndir voru 1994 hljóta þær að teljast óðs manns æði 2014 og Orkustofnun til lítils sóma að reyna að vekja þær upp úr gröfinni. Er nema von að manni detti í hug skammhlaup. (Höfundur tekur fram að hann á rætur sínar á bökkum Hafralónsár.)
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun