Leikstjórinn sem smíðar gull Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. mars 2014 13:30 Erling gullsmiður: "Ég er að leika mér að því að setja það sem ég er að gera í annað samhengi, búa til aðra sögu.“ Vísir/Valli „Að því er mér skilst er það stefna í Póllandi að þeir sem geta komið á samstarfi út fyrir landamærin njóti forgangs í styrkveitingum. Þar þykir það nefnilega sniðugt að starfa með útlendingum og fá inn nýja strauma,“ segir Erling Jóhannesson, sem er heima í örstuttu hléi frá starfi sínu sem leikstjóri Sögunnar af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason í Gdansk, spurður hvernig það verkefni hafi komið til hans. „Við erum á fullu í æfingaferlinu og það verður frumsýning um miðjan maí þannig að ég fékk bara að skjótast heim til að sinna hlutverki mínu sem gullsmiður á HönnunarMars og halda sýningu.“ Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 á bryggjunni bak við Kaffivagninn á Grandagarði. Erling sýnir nýja skartgripi og er sýningin unnin í samstarfi við Þórarin Blöndal myndlistarmann.Hvernig kom það samstarf til? „Við Tóti erum búnir að vinna saman í leikhúsinu í tuttugu ár og partur af hans myndlist eru innsetningar af rýmum sem hann hefur einhverra hluta vegna heillast af. Innbyggðar í þessi rými eru oft alls kyns misskynjanir sem mér finnst mjög skemmtilegt. Ég fékk hann til að sýna með mér og við tökum skartgripina sem ég er að búa til núna og setjum þá á alls konar vinnslustigum inn í þessi rými. Þannig fá skartgripirnir líf sem einhvers konar abstrakt form frekar en beinlínis sem skartgripir. Ég er að leika mér að því að setja það sem ég er að gera í annað samhengi, búa til aðra sögu.“Þú nærð þá að sameina hlutverk gullsmiðsins og leikstjórans á einu bretti? „Já, og losna við leikarana, sem er mikill kostur,“ segir Erling sposkur.Sýningin verður einungis opin fram á sunnudag, milli 14 og 17 alla dagana. HönnunarMars Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Að því er mér skilst er það stefna í Póllandi að þeir sem geta komið á samstarfi út fyrir landamærin njóti forgangs í styrkveitingum. Þar þykir það nefnilega sniðugt að starfa með útlendingum og fá inn nýja strauma,“ segir Erling Jóhannesson, sem er heima í örstuttu hléi frá starfi sínu sem leikstjóri Sögunnar af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason í Gdansk, spurður hvernig það verkefni hafi komið til hans. „Við erum á fullu í æfingaferlinu og það verður frumsýning um miðjan maí þannig að ég fékk bara að skjótast heim til að sinna hlutverki mínu sem gullsmiður á HönnunarMars og halda sýningu.“ Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 á bryggjunni bak við Kaffivagninn á Grandagarði. Erling sýnir nýja skartgripi og er sýningin unnin í samstarfi við Þórarin Blöndal myndlistarmann.Hvernig kom það samstarf til? „Við Tóti erum búnir að vinna saman í leikhúsinu í tuttugu ár og partur af hans myndlist eru innsetningar af rýmum sem hann hefur einhverra hluta vegna heillast af. Innbyggðar í þessi rými eru oft alls kyns misskynjanir sem mér finnst mjög skemmtilegt. Ég fékk hann til að sýna með mér og við tökum skartgripina sem ég er að búa til núna og setjum þá á alls konar vinnslustigum inn í þessi rými. Þannig fá skartgripirnir líf sem einhvers konar abstrakt form frekar en beinlínis sem skartgripir. Ég er að leika mér að því að setja það sem ég er að gera í annað samhengi, búa til aðra sögu.“Þú nærð þá að sameina hlutverk gullsmiðsins og leikstjórans á einu bretti? „Já, og losna við leikarana, sem er mikill kostur,“ segir Erling sposkur.Sýningin verður einungis opin fram á sunnudag, milli 14 og 17 alla dagana.
HönnunarMars Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira