Eru börn dregin í dilka vegna fátæktar? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 26. mars 2014 07:00 „Þarna var stéttaskiptingin algjör. Þarna var búið að skipuleggja framtíðina fyrir börnin og ég var oft eins og illa klemmdur hlutur á milli stétta, komin af óregluheimili og átti stundum ekki fyrir nesti í skólann en samt í besta bekk með yfirstéttarbörnum.“ Þannig skrifar Anna Kristjánsdóttir í bloggfærslu 7. mars um veru sína í Laugarnesskóla árið 1963. Á þessum árum voru nemendur flokkaðir í bekki eftir námsgetu eða námsárangri, sem gjarnan fór saman við bakgrunn nemenda og þann stuðning og aðstæður sem þeir bjuggu við. Stéttaskipting og flokkun barna var augljós og þótti jafnvel eðlileg á þeim tíma. Þau börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður og fátækt voru berskjaldaðri fyrir ofbeldi og urðu gjarnan fórnarlömb ofbeldismanna, eins og dæmin sanna. Nú er árið 2014 og mikið vatn hefur runnið til sjávar hvað varðar réttindi barna og viðhorf til þeirra. Rúmum 25 árum eftir veru Önnu í Laugarnesskóla var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna undirritaður af flestum þjóðum heims þann 20. nóvember 1989. Samningurinn hefur verið lögfestur á Íslandi og er það mikil réttarbót fyrir börn. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um öll þau réttindi sem börn eiga að njóta og ekki má mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu eða athöfnum foreldra þeirra. Börn eiga rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga rétt á umönnun og vernd, menntun, heilsugæslu, hvíld og tómstundum. Það er mikið framfaraspor að til skuli vera sáttmáli sem á að tryggja börnum mannsæmandi líf og þroskavænleg lífsskilyrði. Sorglegur raunveruleiki En það þýðir því miður ekki að stéttaskipting barna sé ekki lengur til staðar á Íslandi. Það eru enn börn sem ekki eiga fyrir nesti í skólann. Staðreyndin er sú að árið 2014 er þetta sorglegur raunveruleiki of margra barna. Sökum fátæktar fá þessi börn ekki að njóta grundvallarmannréttinda. Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við barnafátækt og ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og verða niðurstöður verkefnisins kynntar í lok apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Þarna var stéttaskiptingin algjör. Þarna var búið að skipuleggja framtíðina fyrir börnin og ég var oft eins og illa klemmdur hlutur á milli stétta, komin af óregluheimili og átti stundum ekki fyrir nesti í skólann en samt í besta bekk með yfirstéttarbörnum.“ Þannig skrifar Anna Kristjánsdóttir í bloggfærslu 7. mars um veru sína í Laugarnesskóla árið 1963. Á þessum árum voru nemendur flokkaðir í bekki eftir námsgetu eða námsárangri, sem gjarnan fór saman við bakgrunn nemenda og þann stuðning og aðstæður sem þeir bjuggu við. Stéttaskipting og flokkun barna var augljós og þótti jafnvel eðlileg á þeim tíma. Þau börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður og fátækt voru berskjaldaðri fyrir ofbeldi og urðu gjarnan fórnarlömb ofbeldismanna, eins og dæmin sanna. Nú er árið 2014 og mikið vatn hefur runnið til sjávar hvað varðar réttindi barna og viðhorf til þeirra. Rúmum 25 árum eftir veru Önnu í Laugarnesskóla var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna undirritaður af flestum þjóðum heims þann 20. nóvember 1989. Samningurinn hefur verið lögfestur á Íslandi og er það mikil réttarbót fyrir börn. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um öll þau réttindi sem börn eiga að njóta og ekki má mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu eða athöfnum foreldra þeirra. Börn eiga rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga rétt á umönnun og vernd, menntun, heilsugæslu, hvíld og tómstundum. Það er mikið framfaraspor að til skuli vera sáttmáli sem á að tryggja börnum mannsæmandi líf og þroskavænleg lífsskilyrði. Sorglegur raunveruleiki En það þýðir því miður ekki að stéttaskipting barna sé ekki lengur til staðar á Íslandi. Það eru enn börn sem ekki eiga fyrir nesti í skólann. Staðreyndin er sú að árið 2014 er þetta sorglegur raunveruleiki of margra barna. Sökum fátæktar fá þessi börn ekki að njóta grundvallarmannréttinda. Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við barnafátækt og ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og verða niðurstöður verkefnisins kynntar í lok apríl.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun