Er vinnustaðurinn þinn Stofnun ársins 2014? Árni Stefán Jónsson skrifar 26. mars 2014 10:45 Síðastliðin níu ár hefur SFR stéttarfélag staðið fyrir vali á Stofnun ársins í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR sem velur Fyrirtæki ársins. Könnunin sem einnig er launakönnun er send til um 50.000 starfsmanna, bæði á almennum markaði og hinum opinbera. Val á Stofnun ársins er því byggt á svörum 10.000 opinberra starfsmanna og verða viðurkenningar veittar við hátíðlega athöfn í maí næstkomandi. Tilgangur könnunarinnar er að að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra með því m.a. að veita stjórnendum upplýsingar um viðhorf starfsmanna til stofnunar sinnar, hvort sem um er að ræða staðfestingu á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatningu til að gera betur. Niðurstöður hennar eru traustir mælikvarðar sem nauðsynlegir eru til að gera stjórnendum kleift að vinna markvisst að úrbótum þar sem þeirra er þörf og veitir þeim aðhald til að gera enn betur fyrir starfsfólk sitt. Í könnuninni er spurt um atriði á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Þessir þættir eru mældir og niðurstaðan gefur til kynna hvaða stofnun hlýtur titilinn Stofnun ársins 2014. Valið er um stofnanir í þremur stærðarflokkum en auk þess er sú stofnun sem bætir sig mest á milli ára tilnefnd Hástökkvari ársins. Niðurstöður könnunarinnar byggjast á svörum starfsmannanna sjálfra því í henni hafa þeir orðið og gefa stofnuninni og stjórnendum einkunn. Það er því afar mikilvægt að allir þeir sem fá könnunina senda á næstu dögum taki sér tíma til að svara því sem spurt er um. Stærsta vinnumarkaðskönnuninKönnunin um val á Stofnun ársins er óumdeilanlega stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun landsins og með niðurstöðum hennar hefur skapast verðmætur grunnur til samanburðar og rannsókna á launaþróun í landinu sem er afar mikilvægt, jafnt fyrir launafólk, stéttarfélögin og stjórnendur stofnana og fyrirtækja. Könnunin nær, eins og áður sagði, bæði til starfsmanna á almennum markaði (VR) og opinberum markaði og gefur þannig enn mikilvægari upplýsingar um samanburð á starfsumhverfi og launaþróun starfa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Upplýsingarnar geta starfsmenn notað til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki og stjórnendum gefst tækifæri til að kortleggja stöðu stofnunarinnar, hvort sem það er staðfesting á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatning til að gera betur. Þá veitir könnunin félagsmönnum kost á að bera laun og starfskjör sín saman á milli ára og fylgjast með launaþróun almennt eða í sinni starfsgrein auk þess sem fylgjast má með launaþróun, launamun kynjanna, vinnutíma, starfsöryggi o.fl. Afar ánægjulegt er að þær stofnanir sem trónað hafa á toppnum í könnuninni einu sinni eða oftar halda sigurtákninu vel á lofti. Vinningshafar fá afhentan glæsilegan verðlaunagrip og viðeigandi merkingar til að nota. Eftir níu ára sögu könnunarinnar má því víða sjá, t.d. í móttökum og á heimasíðum allra bestu stofnana, merki Stofnunar ársins og Fyrirmyndarstofnana. Það er ánægjulegt að ganga inn í slíkar stofnanir fyrir þá sem þangað sækja því stolt starfsmanna og stjórnenda yfir stofnuninni sinni og árangurinn endurspeglast í merkinu. Einnig hlýtur það að skipta viðskiptavininn máli að vita að þarna er á ferðinni stofnun sem gott er að vinna fyrir. Við vitum öll að það skiptir starfsmennina miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Síðastliðin níu ár hefur SFR stéttarfélag staðið fyrir vali á Stofnun ársins í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR sem velur Fyrirtæki ársins. Könnunin sem einnig er launakönnun er send til um 50.000 starfsmanna, bæði á almennum markaði og hinum opinbera. Val á Stofnun ársins er því byggt á svörum 10.000 opinberra starfsmanna og verða viðurkenningar veittar við hátíðlega athöfn í maí næstkomandi. Tilgangur könnunarinnar er að að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra með því m.a. að veita stjórnendum upplýsingar um viðhorf starfsmanna til stofnunar sinnar, hvort sem um er að ræða staðfestingu á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatningu til að gera betur. Niðurstöður hennar eru traustir mælikvarðar sem nauðsynlegir eru til að gera stjórnendum kleift að vinna markvisst að úrbótum þar sem þeirra er þörf og veitir þeim aðhald til að gera enn betur fyrir starfsfólk sitt. Í könnuninni er spurt um atriði á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Þessir þættir eru mældir og niðurstaðan gefur til kynna hvaða stofnun hlýtur titilinn Stofnun ársins 2014. Valið er um stofnanir í þremur stærðarflokkum en auk þess er sú stofnun sem bætir sig mest á milli ára tilnefnd Hástökkvari ársins. Niðurstöður könnunarinnar byggjast á svörum starfsmannanna sjálfra því í henni hafa þeir orðið og gefa stofnuninni og stjórnendum einkunn. Það er því afar mikilvægt að allir þeir sem fá könnunina senda á næstu dögum taki sér tíma til að svara því sem spurt er um. Stærsta vinnumarkaðskönnuninKönnunin um val á Stofnun ársins er óumdeilanlega stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun landsins og með niðurstöðum hennar hefur skapast verðmætur grunnur til samanburðar og rannsókna á launaþróun í landinu sem er afar mikilvægt, jafnt fyrir launafólk, stéttarfélögin og stjórnendur stofnana og fyrirtækja. Könnunin nær, eins og áður sagði, bæði til starfsmanna á almennum markaði (VR) og opinberum markaði og gefur þannig enn mikilvægari upplýsingar um samanburð á starfsumhverfi og launaþróun starfa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Upplýsingarnar geta starfsmenn notað til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki og stjórnendum gefst tækifæri til að kortleggja stöðu stofnunarinnar, hvort sem það er staðfesting á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatning til að gera betur. Þá veitir könnunin félagsmönnum kost á að bera laun og starfskjör sín saman á milli ára og fylgjast með launaþróun almennt eða í sinni starfsgrein auk þess sem fylgjast má með launaþróun, launamun kynjanna, vinnutíma, starfsöryggi o.fl. Afar ánægjulegt er að þær stofnanir sem trónað hafa á toppnum í könnuninni einu sinni eða oftar halda sigurtákninu vel á lofti. Vinningshafar fá afhentan glæsilegan verðlaunagrip og viðeigandi merkingar til að nota. Eftir níu ára sögu könnunarinnar má því víða sjá, t.d. í móttökum og á heimasíðum allra bestu stofnana, merki Stofnunar ársins og Fyrirmyndarstofnana. Það er ánægjulegt að ganga inn í slíkar stofnanir fyrir þá sem þangað sækja því stolt starfsmanna og stjórnenda yfir stofnuninni sinni og árangurinn endurspeglast í merkinu. Einnig hlýtur það að skipta viðskiptavininn máli að vita að þarna er á ferðinni stofnun sem gott er að vinna fyrir. Við vitum öll að það skiptir starfsmennina miklu máli.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar