Listamiðstöð opnuð í Tjarnarbíói Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. mars 2014 12:30 Guðmundur Ingi: "Þá verður hægt að koma hér hvenær sem er og eiga í einhvers konar samtali við listamenn hússins.“ Vísir/Vilhelm „Um áramótin var formlega ákveðið að Reykjavíkurborg gerði formlegan samning til þriggja ára við sjálfstæðu leikhúsin um rekstur Tjarnarbíós,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. „Sá samningur gerir okkur í fyrsta sinn kleift að hugsa til framtíðar. Nú er búið að fyrirbyggja hljóðmengun frá húsinu og við erum að fá rekstrar- og vínveitingaleyfi. Frá og með laugardeginum erum við því hætt að reka húsið á undanþágu upp á von og óvon heldur er hér komin í gang alvöru listamiðstöð.“ Það vekur athygli í auglýsingum um opnunarhátíðina á laugardaginn að talað er um listviðburði í mismundandi rýmum hússins, hvaða rými eru það? „Hér eru alls konar rými sem hingað til hafa helst verið nýtt sem dótageymslur,“ segir Guðmundur. „Við höfum undanfarið unnið hörðum höndum við að hreinsa út, taka til og flytja starfsemi og munum á laugardaginn tilkynna að frá og með 1. apríl verði hér fólk í vinnustofum allt árið um kring. Að minnsta kosti fjórir listamenn eða hópar munu á hverjum tíma hafa hér vinnuaðstöðu þannig að hér verður alvöru sköpunarmiðstöð. Eina kvöðin er sú að viðkomandi listamenn eða hópar þurfa einu sinni í viku að deila því sem þeir eru að gera með gestum kaffihússins og barsins.“ Þannig að þetta verður alhliða listamiðstöð, ekki bara tengd leiklist? „Já, nýaldan í leikhúsi á Íslandi, sem er reyndar 20-30 árum á eftir Evrópu, gengur út á það að vinna þvert á listgreinar og afmá mörkin á milli þeirra. Og við trúum því og treystum að það sem geti komið út úr þessu verði eitthvað stærra og stórkostlegra en við eigum að venjast. Við erum að hvetja fólk til að hjálpast að og vinna saman, vinna með þjóðfélaginu en ekki fyrir það.“ Á opnunarhátíðinni á laugardaginn kemur fram fjöldi listamanna, um 25 atriði að sögn Guðmundar, og dagskráin stendur í fjóra tíma, frá klukkan 19 til 23, er ekki hætta á að gestir eigi í erfiðleikum með að velja á milli þeirra atriða sem þeir vilja fylgjast með? „Nei, nei. Þetta er í sjöunda skiptið sem Vinnslan stendur fyrir svona uppákomu þannig að við erum orðin ansi sjóuð í þessari umferðarstjórnun,“ segir Guðmundur. „Gestir ættu allavega að ná því að sjá um níutíu prósent af því sem er í gangi. Frá og með 1. apríl er svo stefnt að því að allt verði komið á fullt og fólk að vinna hér í öllum hornum þannig að þá verður hægt að koma hér hvenær sem er og eiga í einhvers konar samtali við listamenn hússins.“ Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Um áramótin var formlega ákveðið að Reykjavíkurborg gerði formlegan samning til þriggja ára við sjálfstæðu leikhúsin um rekstur Tjarnarbíós,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. „Sá samningur gerir okkur í fyrsta sinn kleift að hugsa til framtíðar. Nú er búið að fyrirbyggja hljóðmengun frá húsinu og við erum að fá rekstrar- og vínveitingaleyfi. Frá og með laugardeginum erum við því hætt að reka húsið á undanþágu upp á von og óvon heldur er hér komin í gang alvöru listamiðstöð.“ Það vekur athygli í auglýsingum um opnunarhátíðina á laugardaginn að talað er um listviðburði í mismundandi rýmum hússins, hvaða rými eru það? „Hér eru alls konar rými sem hingað til hafa helst verið nýtt sem dótageymslur,“ segir Guðmundur. „Við höfum undanfarið unnið hörðum höndum við að hreinsa út, taka til og flytja starfsemi og munum á laugardaginn tilkynna að frá og með 1. apríl verði hér fólk í vinnustofum allt árið um kring. Að minnsta kosti fjórir listamenn eða hópar munu á hverjum tíma hafa hér vinnuaðstöðu þannig að hér verður alvöru sköpunarmiðstöð. Eina kvöðin er sú að viðkomandi listamenn eða hópar þurfa einu sinni í viku að deila því sem þeir eru að gera með gestum kaffihússins og barsins.“ Þannig að þetta verður alhliða listamiðstöð, ekki bara tengd leiklist? „Já, nýaldan í leikhúsi á Íslandi, sem er reyndar 20-30 árum á eftir Evrópu, gengur út á það að vinna þvert á listgreinar og afmá mörkin á milli þeirra. Og við trúum því og treystum að það sem geti komið út úr þessu verði eitthvað stærra og stórkostlegra en við eigum að venjast. Við erum að hvetja fólk til að hjálpast að og vinna saman, vinna með þjóðfélaginu en ekki fyrir það.“ Á opnunarhátíðinni á laugardaginn kemur fram fjöldi listamanna, um 25 atriði að sögn Guðmundar, og dagskráin stendur í fjóra tíma, frá klukkan 19 til 23, er ekki hætta á að gestir eigi í erfiðleikum með að velja á milli þeirra atriða sem þeir vilja fylgjast með? „Nei, nei. Þetta er í sjöunda skiptið sem Vinnslan stendur fyrir svona uppákomu þannig að við erum orðin ansi sjóuð í þessari umferðarstjórnun,“ segir Guðmundur. „Gestir ættu allavega að ná því að sjá um níutíu prósent af því sem er í gangi. Frá og með 1. apríl er svo stefnt að því að allt verði komið á fullt og fólk að vinna hér í öllum hornum þannig að þá verður hægt að koma hér hvenær sem er og eiga í einhvers konar samtali við listamenn hússins.“
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira