Valdimar spilar nýtt efni á Rosenberg Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. mars 2014 10:30 Valdimar Vísir/úr einkasafni „Það búa tveir meðlimir sveitarinnar úti og annar þeirra er á landinu og því ætlum við að nýta tækifærið og telja í tónleika,“ segir Valdimar Guðmundsson söngvari og básúnuleikari hljómsveitarinnar Valdimars. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg á laugardagskvöldið. Hljómsveitin hefur lítið komið fram hér á landi undanfarið og eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á árinu. „Við fáum Arnljót Sigurðsson til að hlaupa í skarðið hjá okkur og plokka bassann.“ Sveitin lauk nýverið við sína fyrstu tónleikaferð um Evrópu en þar lék hún á sjö tónleikum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss. Valdimar er nú á fullu að vinna í nýrri plötu. „Við erum búnir að taka upp grunnana að mestu leyti þannig að Guðlaugu bassaleikari og Þorvaldur trommari eru að mestu búnir að taka sína parta upp. Við stefnum svo á að reyna koma plötunni út seint í sumar,“ segir Valdimar um nýju plötuna. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund. Valdimar ætlar að leika nýtt efni á tónleikunum. „Við tökum eitthvað af nýjum lögum en er þó ekki alveg viss hversu mörg,“ segir Valdimar. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir á Café Rosenberg, klapparstíg og hefjast klukkan 22.00. Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það búa tveir meðlimir sveitarinnar úti og annar þeirra er á landinu og því ætlum við að nýta tækifærið og telja í tónleika,“ segir Valdimar Guðmundsson söngvari og básúnuleikari hljómsveitarinnar Valdimars. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg á laugardagskvöldið. Hljómsveitin hefur lítið komið fram hér á landi undanfarið og eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á árinu. „Við fáum Arnljót Sigurðsson til að hlaupa í skarðið hjá okkur og plokka bassann.“ Sveitin lauk nýverið við sína fyrstu tónleikaferð um Evrópu en þar lék hún á sjö tónleikum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss. Valdimar er nú á fullu að vinna í nýrri plötu. „Við erum búnir að taka upp grunnana að mestu leyti þannig að Guðlaugu bassaleikari og Þorvaldur trommari eru að mestu búnir að taka sína parta upp. Við stefnum svo á að reyna koma plötunni út seint í sumar,“ segir Valdimar um nýju plötuna. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund. Valdimar ætlar að leika nýtt efni á tónleikunum. „Við tökum eitthvað af nýjum lögum en er þó ekki alveg viss hversu mörg,“ segir Valdimar. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir á Café Rosenberg, klapparstíg og hefjast klukkan 22.00.
Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira