Þingmaður heimsækir kjúklingabú Elín Hirst skrifar 20. mars 2014 07:00 Mér var boðið í heimsókn í kjúklingabú fyrirtækisins Matfugls á Kjalarnesi fyrir skömmu. Ástæðan var skrif mín og ræða á Alþingi þar sem ég bað menn um að gæta að velferð dýra og fara eftir nýjum lögum í þeim efnum. Í kjölfarið höfðu forráðamenn Matfugls samband við mig og buðu mér að skoða fyrirtæki sitt, sem ég þáði með þökkum. Ég fékk að skoða öll húsin þeirra og fugl á mismunandi aldri til að kanna aðbúnaðinn í heild. Fuglinn hafði nægt rými samkvæmt stöðlum í lögum, lýsing var tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins var, loftskipti góð, gott aðgengi að mat og vatni fyrir fuglinn. Hreinlætiskröfur voru einnig gríðarlegar og engin ammóníakslykt eins og búið var að vara mig við. Ég ræddi ítarlega við eigendur, framkvæmdastjóra og dýralækni búsins. Eigendurnir sögðu mér að það væri þeim mikið metnaðarmál að gæta að velferð dýranna og allir sem hjá fyrirtækinu störfuðu fengju sömu fyrirmæli. Þetta þótti mér gott að heyra og greinilegt að talað var af einlægni og ég hvatti þá áfram á þessari braut. Áhugaverð þótti mér eftirfarandi saga sem þeir sögðu mér: Eftirlitsmenn frá EFTA komu í heimsókn í kjúklingabúið og báðu um að fá að sjá lyfjaskrána. Dýralæknir búsins svaraði því til að engin slík skrá væri til. Eftirlitsmennirnir urðu mjög þungir á brún og sögðu að það væri ófrávíkjanleg skylda að halda slíka skrá. Dýralæknir búsins svaraði því til að ekki væri hægt að halda lyfjaskrá því kjúklingurinn fengi engin lyf, hann væri alheilbrigður. Þetta höfðu eftirlitsmenn EFTA aldrei heyrt áður og töldu algert einsdæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mér var boðið í heimsókn í kjúklingabú fyrirtækisins Matfugls á Kjalarnesi fyrir skömmu. Ástæðan var skrif mín og ræða á Alþingi þar sem ég bað menn um að gæta að velferð dýra og fara eftir nýjum lögum í þeim efnum. Í kjölfarið höfðu forráðamenn Matfugls samband við mig og buðu mér að skoða fyrirtæki sitt, sem ég þáði með þökkum. Ég fékk að skoða öll húsin þeirra og fugl á mismunandi aldri til að kanna aðbúnaðinn í heild. Fuglinn hafði nægt rými samkvæmt stöðlum í lögum, lýsing var tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins var, loftskipti góð, gott aðgengi að mat og vatni fyrir fuglinn. Hreinlætiskröfur voru einnig gríðarlegar og engin ammóníakslykt eins og búið var að vara mig við. Ég ræddi ítarlega við eigendur, framkvæmdastjóra og dýralækni búsins. Eigendurnir sögðu mér að það væri þeim mikið metnaðarmál að gæta að velferð dýranna og allir sem hjá fyrirtækinu störfuðu fengju sömu fyrirmæli. Þetta þótti mér gott að heyra og greinilegt að talað var af einlægni og ég hvatti þá áfram á þessari braut. Áhugaverð þótti mér eftirfarandi saga sem þeir sögðu mér: Eftirlitsmenn frá EFTA komu í heimsókn í kjúklingabúið og báðu um að fá að sjá lyfjaskrána. Dýralæknir búsins svaraði því til að engin slík skrá væri til. Eftirlitsmennirnir urðu mjög þungir á brún og sögðu að það væri ófrávíkjanleg skylda að halda slíka skrá. Dýralæknir búsins svaraði því til að ekki væri hægt að halda lyfjaskrá því kjúklingurinn fengi engin lyf, hann væri alheilbrigður. Þetta höfðu eftirlitsmenn EFTA aldrei heyrt áður og töldu algert einsdæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar