Franskan er svo fjölbreytt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 11:00 „Calvet er mjög skemmtilegur og frægur fyrirlesari,“ segir Jóhanna Björk og hlakkar til morgundagsins. Fréttablaðið/GVA „Þetta er heilmikill viðburður,“ segir Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, formaður Félags frönskukennara á Íslandi um fertugsafmæli félagsins sem meðal annars er haldið hátíðlegt á morgun klukkan 17 með fyrirlestri Louis-Jean Calvet, rithöfundar í stofu 101 á háskólatorgi HÍ. „Calvet er mjög skemmtilegur og frægur fyrirlesari,“ segir Jóhanna Björk. „Hann hefur skrifað mikið um frönskuna í alþjóðasamhengi og líka innan Frakklands og túlkar allt út frá mannlegu sjónarhorni svo þetta verður ekki bara þurr málvísindafyrirlestur heldur fyrir alla sem skilja frönsku.“ Félagið ætlar svo að halda afmælisfögnuð um kvöldið í húsakynnum Alliance Française þar sem heiðursfélaginn, Vigdís Finnbogadóttir, mætir, frönsku sendiherrahjónin og að sjálfsögðu Louis-Jean Calvet. Jóhanna Björk segir Félag frönskukennara mjög virkt. „Við erum þrjátíu og fimm í félaginu núna af flestum skólastigum sem hittumst reglulega og ræðum um allt sem viðkemur frönskukennslu vítt og breitt. Mörg okkar hafa þekkst lengi og við erum í góðu samstarfi við Alliance Française og franska sendiráðið, það skiptir máli því allt styður hvað annað. Við fáum fundaraðstöðu í Alliance Française og það er auðvitað klisjukennt en við skálum stundum í rauðvíni til að lifa okkur inn í frönsku stemninguna!“ Jóhanna Björk hefur verið formaður félagsins í tvö ár en er búin að kenna frönsku með hléum síðan 1997. „Ég hef bæði kennt í Háskóla Íslands og í Kvennaskólanum og er bara heima hjá mér núna í verkfalli,“ segir hún. Hún kveðst hafa búið bæði í Frakklandi og frönskumælandi hluta Kanada. „Franskan er svo fjölbreytt eftir því hvar í heiminum hún er töluð,“ segir Jóhanna, sem kveðst hafa mikil samskipti í sínu daglega lífi á frönsku, bæði faglega og við vini úti um heim. En finnst henni íslensk ungmenni hafa áhuga á frönsku? „Já, mér finnst það. Þau eru náttúrulega vön enskri og amerískri menningu og það þarf svolítið að hafa fyrir því að opna fyrir þeim franska heiminn en þá eru þau spennt fyrir að læra tungumálið. Nú er líka farið að kenna frönsku á annan hátt en áður og lögð áhersla á talið en ekki að hamast í einhverri málfræði strax. Þannig brjótum við niður mýtuna um að það sé erfitt að tala frönsku.“ Sjálf lærði Jóhanna Björk frönsku í Menntaskólanum á Laugarvatni. „Mig langað strax að kynnast frönskunni,“ segir hún. „Ég fann að þar var leið fyrir mig að stækka minn heim.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er heilmikill viðburður,“ segir Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, formaður Félags frönskukennara á Íslandi um fertugsafmæli félagsins sem meðal annars er haldið hátíðlegt á morgun klukkan 17 með fyrirlestri Louis-Jean Calvet, rithöfundar í stofu 101 á háskólatorgi HÍ. „Calvet er mjög skemmtilegur og frægur fyrirlesari,“ segir Jóhanna Björk. „Hann hefur skrifað mikið um frönskuna í alþjóðasamhengi og líka innan Frakklands og túlkar allt út frá mannlegu sjónarhorni svo þetta verður ekki bara þurr málvísindafyrirlestur heldur fyrir alla sem skilja frönsku.“ Félagið ætlar svo að halda afmælisfögnuð um kvöldið í húsakynnum Alliance Française þar sem heiðursfélaginn, Vigdís Finnbogadóttir, mætir, frönsku sendiherrahjónin og að sjálfsögðu Louis-Jean Calvet. Jóhanna Björk segir Félag frönskukennara mjög virkt. „Við erum þrjátíu og fimm í félaginu núna af flestum skólastigum sem hittumst reglulega og ræðum um allt sem viðkemur frönskukennslu vítt og breitt. Mörg okkar hafa þekkst lengi og við erum í góðu samstarfi við Alliance Française og franska sendiráðið, það skiptir máli því allt styður hvað annað. Við fáum fundaraðstöðu í Alliance Française og það er auðvitað klisjukennt en við skálum stundum í rauðvíni til að lifa okkur inn í frönsku stemninguna!“ Jóhanna Björk hefur verið formaður félagsins í tvö ár en er búin að kenna frönsku með hléum síðan 1997. „Ég hef bæði kennt í Háskóla Íslands og í Kvennaskólanum og er bara heima hjá mér núna í verkfalli,“ segir hún. Hún kveðst hafa búið bæði í Frakklandi og frönskumælandi hluta Kanada. „Franskan er svo fjölbreytt eftir því hvar í heiminum hún er töluð,“ segir Jóhanna, sem kveðst hafa mikil samskipti í sínu daglega lífi á frönsku, bæði faglega og við vini úti um heim. En finnst henni íslensk ungmenni hafa áhuga á frönsku? „Já, mér finnst það. Þau eru náttúrulega vön enskri og amerískri menningu og það þarf svolítið að hafa fyrir því að opna fyrir þeim franska heiminn en þá eru þau spennt fyrir að læra tungumálið. Nú er líka farið að kenna frönsku á annan hátt en áður og lögð áhersla á talið en ekki að hamast í einhverri málfræði strax. Þannig brjótum við niður mýtuna um að það sé erfitt að tala frönsku.“ Sjálf lærði Jóhanna Björk frönsku í Menntaskólanum á Laugarvatni. „Mig langað strax að kynnast frönskunni,“ segir hún. „Ég fann að þar var leið fyrir mig að stækka minn heim.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira