Sjálfskipuð einangrun evrópsks smáríkis Magnús Árni Magnússon skrifar 18. mars 2014 07:00 Í alþjóðastjórnmálum er áhrifamikil kenning um smáríki að það sé í raun ekki valkostur fyrir þau að standa ein og óstudd á alþjóðavettvangi, enda takast þar á miklir hagsmunir og fátt fæst fyrir lítið þegar á hólminn er komið. Þess vegna geti smáríki eingöngu lifað af og tryggt hagsmuni sína með tvennum hætti; Annars vegar að halla sér þétt upp að stóru og voldugu nágrannaríki og láta það sjá um að vernda sig og styðja, ellegar að bindast samtökum, helst þar sem stóru ríkin eru innanborðs og flétta þau í net samninga og samskiptareglna sem tryggja að smáríkin geti átt við þau stóru á eins miklum jafnréttisgrundvelli og mögulegt er. Evrópusambandið er besta dæmið um svona samtök. Í Evrópusambandinu eru mjög mörg smáríki, en einungis fjögur stór ríki, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía. Það að þau eru þarna fjögur kemur í veg fyrir að eitthvert þeirra geti í reynd stýrt sambandinu og innan Evrópusambandsins mynda ríki bandalög þvers og kruss þegar kemur að því að gæta hagsmuna sinna. Þau vita það öll – stór sem smá – að leikurinn heldur áfram og það getur komið að því að þau þurfi á næsta ríki að halda í næstu samningalotu og þar af leiðandi forðast þau í lengstu lög að svíkja hvert annað þegar kemur að samningaborðinu. Þau standa líka saman út á við gagnvart ríkjum sem ekki tilheyra klúbbnum. Fyrir ríki – og þá sérstaklega smáríki – sem standa utan þessa bandalags gilda ekki sömu reglur. Það hefur litlar sem engar afleiðingar fyrir Evrópusambandið, eða ríki þess að koma mjög harkalega fram gagnvart svoleiðis ríkjum. Ríkjum eins og Íslandi, sem eiga allt sitt undir góðum tengslum við Evrópusambandið, en hafa engin tök á að verja hagsmuni sína með öðru en að höfða til manngæsku og sanngirni. En manngæska og sanngirni koma mönnum bara ákveðið langt í alþjóðastjórnmálum. Þannig er það bara. Þegar hinir grimmu hagsmunir taka við þurfa ríki að staldra við aðra þætti. Einangrað með Svartapétri Þetta er ástæðan fyrir því að enn á ný stendur Ísland uppi einangrað með Svartapétur í alþjóðastjórnmálum, nú í makríldeilunni. Meira að segja Færeyingar – sem vita sem er að þeir eiga miklu meira undir góðu sambandi við Evrópusambandið og Noreg en Ísland – sáu ekki ástæðu til að standa með Íslendingum í þetta skipti, hvað þá Norðmenn, sem eru það ríki sem Ísland hefur kosið að halla sér þéttast upp að í alþjóðastjórnmálum þessi misserin með nánast algeru trausti á þá varðandi mikilvægasta þátt íslenskra alþjóðahagsmuna, EES-samninginn. Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að voldugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfirgáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar. Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heillaskref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri einangrun Íslands á alþjóðavettvangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Í alþjóðastjórnmálum er áhrifamikil kenning um smáríki að það sé í raun ekki valkostur fyrir þau að standa ein og óstudd á alþjóðavettvangi, enda takast þar á miklir hagsmunir og fátt fæst fyrir lítið þegar á hólminn er komið. Þess vegna geti smáríki eingöngu lifað af og tryggt hagsmuni sína með tvennum hætti; Annars vegar að halla sér þétt upp að stóru og voldugu nágrannaríki og láta það sjá um að vernda sig og styðja, ellegar að bindast samtökum, helst þar sem stóru ríkin eru innanborðs og flétta þau í net samninga og samskiptareglna sem tryggja að smáríkin geti átt við þau stóru á eins miklum jafnréttisgrundvelli og mögulegt er. Evrópusambandið er besta dæmið um svona samtök. Í Evrópusambandinu eru mjög mörg smáríki, en einungis fjögur stór ríki, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía. Það að þau eru þarna fjögur kemur í veg fyrir að eitthvert þeirra geti í reynd stýrt sambandinu og innan Evrópusambandsins mynda ríki bandalög þvers og kruss þegar kemur að því að gæta hagsmuna sinna. Þau vita það öll – stór sem smá – að leikurinn heldur áfram og það getur komið að því að þau þurfi á næsta ríki að halda í næstu samningalotu og þar af leiðandi forðast þau í lengstu lög að svíkja hvert annað þegar kemur að samningaborðinu. Þau standa líka saman út á við gagnvart ríkjum sem ekki tilheyra klúbbnum. Fyrir ríki – og þá sérstaklega smáríki – sem standa utan þessa bandalags gilda ekki sömu reglur. Það hefur litlar sem engar afleiðingar fyrir Evrópusambandið, eða ríki þess að koma mjög harkalega fram gagnvart svoleiðis ríkjum. Ríkjum eins og Íslandi, sem eiga allt sitt undir góðum tengslum við Evrópusambandið, en hafa engin tök á að verja hagsmuni sína með öðru en að höfða til manngæsku og sanngirni. En manngæska og sanngirni koma mönnum bara ákveðið langt í alþjóðastjórnmálum. Þannig er það bara. Þegar hinir grimmu hagsmunir taka við þurfa ríki að staldra við aðra þætti. Einangrað með Svartapétri Þetta er ástæðan fyrir því að enn á ný stendur Ísland uppi einangrað með Svartapétur í alþjóðastjórnmálum, nú í makríldeilunni. Meira að segja Færeyingar – sem vita sem er að þeir eiga miklu meira undir góðu sambandi við Evrópusambandið og Noreg en Ísland – sáu ekki ástæðu til að standa með Íslendingum í þetta skipti, hvað þá Norðmenn, sem eru það ríki sem Ísland hefur kosið að halla sér þéttast upp að í alþjóðastjórnmálum þessi misserin með nánast algeru trausti á þá varðandi mikilvægasta þátt íslenskra alþjóðahagsmuna, EES-samninginn. Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að voldugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfirgáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar. Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heillaskref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri einangrun Íslands á alþjóðavettvangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun