Sveitalubbar í New York Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. mars 2014 11:00 Leikstjórinn Eyþór Jóvinsson er að vonum stoltur af framgangi kvikmyndarinnar Skers. Stuttmyndinni Skeri eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tveimur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. „Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar starf, sveitalubbanna að vestan, að komast í hóp þeirra bestu með Óskarsverðlaunastjörnum og öðru fagfólki úti í hinum stóra heimi,“ segir Eyþór stoltur. „Þetta er fyrsta mynd sem ég leikstýri og geri handrit að einn, en Gláma kvikmyndafélag er fimm manna hópur sem hefur gert nokkrar stuttmyndir saman.“ Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirðinum og fjallar um ferðamann sem siglir út í Gíslasker, en fljótlega áttar hann sig á því að það var kannski ekki svo góð hugmynd. Það er vestfirska kvikmyndafélagið Gláma sem stendur á bak við myndina, en Eyþór skrifaði handritið og leikstýrði eins og áður sagði. Aðalhlutverk er í höndum Ársæls Níelssonar. Kvikmyndafélagið Gláma sérhæfir sig í vestfirskri kvikmynda- og heimildarmyndagerð og hefur áður gefið út vestfirskan stuttmynda-hryllings-þríleik ásamt því að vera með nokkrar heimildarmyndir í vinnslu, meðal annars um Fjallabræður og Act Alone. Myndin var aðeins eina helgi í tökum og útlagður kostnaður var undir 1.500 dollurum, eða innan við 200.000 krónur. Hópurinn á bak við myndina var aðeins skipaður sex mönnum, þá eru með taldir leikarar, leikstjórn, tökumaður, eftirvinnsla og tónlist. Athyglisverð staðreynd er einnig að enginn í hópnum hefur neina menntun á sviði kvikmyndagerðar, aðeins brennandi áhuga, að sögn Eyþórs. Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stuttmyndinni Skeri eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tveimur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. „Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar starf, sveitalubbanna að vestan, að komast í hóp þeirra bestu með Óskarsverðlaunastjörnum og öðru fagfólki úti í hinum stóra heimi,“ segir Eyþór stoltur. „Þetta er fyrsta mynd sem ég leikstýri og geri handrit að einn, en Gláma kvikmyndafélag er fimm manna hópur sem hefur gert nokkrar stuttmyndir saman.“ Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirðinum og fjallar um ferðamann sem siglir út í Gíslasker, en fljótlega áttar hann sig á því að það var kannski ekki svo góð hugmynd. Það er vestfirska kvikmyndafélagið Gláma sem stendur á bak við myndina, en Eyþór skrifaði handritið og leikstýrði eins og áður sagði. Aðalhlutverk er í höndum Ársæls Níelssonar. Kvikmyndafélagið Gláma sérhæfir sig í vestfirskri kvikmynda- og heimildarmyndagerð og hefur áður gefið út vestfirskan stuttmynda-hryllings-þríleik ásamt því að vera með nokkrar heimildarmyndir í vinnslu, meðal annars um Fjallabræður og Act Alone. Myndin var aðeins eina helgi í tökum og útlagður kostnaður var undir 1.500 dollurum, eða innan við 200.000 krónur. Hópurinn á bak við myndina var aðeins skipaður sex mönnum, þá eru með taldir leikarar, leikstjórn, tökumaður, eftirvinnsla og tónlist. Athyglisverð staðreynd er einnig að enginn í hópnum hefur neina menntun á sviði kvikmyndagerðar, aðeins brennandi áhuga, að sögn Eyþórs.
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira