Verður Seðlabankinn aftur pólitíkinni að bráð ? Þröstur Ólafsson skrifar 12. mars 2014 07:00 Einhvers staðar las ég að meginhlutverk seðlabanka væri það að vernda gjaldmiðilinn fyrir gráðugum stjórnmálamönnum. Við höfum af því bitra reynslu að þetta hefur íslenska seðlabankanum ekki tekist. Allt fram á þessa öld var það ein af skyldum hans að styðja við efnahagsstefnu ríkisstjórna á hverjum tíma. Mikið pólitískari getur ein stofnun varla verið. Til að tryggja þetta voru settir þrír bankastjórar yfir bankann. Oft var bróðurlega skipt. Einn frá Framsókn, annar úr Sjálfstæðisflokki og sá þriðji úr öðrum flokkum. Þetta átti að tryggja aðkomu allra flokka að stjórn bankans. Niðurstaðan hvað varðaði gjaldmiðilinn var ætíð sú sama. Verðgildi krónunnar rýrnaði stöðugt. Engu breytti þótt markmiði bankans hafi verið breytt í því skyni að styrkja krónuna. Að lokum hrundi bankinn í höndum þriggja bankastjóra, en það teymi var undir strangri stjórn annars öflugasta stjórnmálamanns landsins. Bankanum var bjargað frá gjaldþroti með hundraða milljarða aðstoð ríkissjóðs. Þetta „gjaldþrot“ er endurreisn fjármálalífsins enn mikill fjötur um fót. Þótt þríeykið hafa vissulega einnig verið skipað fagmönnum, var pólitískum tökum stjórnmálamanna aldrei sleppt. Þegar hrunið kom var bankinn svo rúinn öllu trausti, að hann sótti í örvæntingu sinni um lán frá Moskvu! Erlend matsfyrirtæki settu landið í eins konar ruslflokk. Ekki var traustið meira innanlands. Spilin stokkuð upp Í eftirleikum hrunsins voru spilin stokkuð upp. Bankinn tekinn úr daglegri umsjón stjórnmálamanna og hann efldur til sjálfstæðis. Fagráð sett til að ákveða peningastefnuna og bankastjórum fækkað í einn með annan til vara. Settar voru strangar hæfiskröfur til umsækjenda, m.a. um alþjóðlega reynslu á sviði peningamála. Á síðustu misserum hefur tekist að róa krónuna og smá styrkja. Til þess hefur þurft að einangra landið á sviði gjaldeyris- og peningamála. Sett voru bæði belti og axlabönd á krónuna. Engum sem vill horfa glýjulaust á framtíðina dylst, að meðan við notum krónuna sem gjaldmiðil, munum við til frambúðar þurfa að styðjast við all umfangsmikil höft, hvað varðar gjaldeyrismál og fjármagnsflutninga. Það verður nægt viðfangsefni að glíma við afleiðingar haftanna, þegar kemur að ákvæðum í EES-samningnum eða gagnvart starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis, svo ekki sé talað um erlenda fjárfesta. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarumsóknarinnar verða þessi mál enn snúnari og erfiðari úrlausnar, því hún lokar á valkosti í gjaldmiðilsmálum, sem okkur eru lífsnauðsynlegir. Færa til fyrra horfs? Í þessu samhengi er vart hægt að hugsa sér óheppilegri tímasetningu til að fikta við seðlabankalögin. Næg verður athygli umheimsins á landinu eftir daginn stóra, svo ekki verði farið að færa stjórnskipan bankans til fyrra horfs, svo auðveldara verði að handstýra honum. Það fer ekki saman að fjölga bankastjórum og segjast ætla að styrkja sjálfstæði bankans. Það eitt að skipta bankastjóranum út fyrir einhvern annan í því andrúmslofti vantrausts og tortryggni sem ríkir, gæti kostað þjóðina tugi milljarða í verri lánskjörum. Klaufaleg viðbrögð formanna stjórnarflokkanna við spurningum fréttamanna um væntanlega lagabreytingu, bættu ekki úr skák. Engin stofnun lýðveldisins er jafn viðkvæm gagnvart hnattrænum fjármálaheimi og seðlabankinn. Því minna sem við honum er rjátlað þeim mun betra. Annað væri feigðarflan. Þau frændsystkinin heift og hatur eru ekki góðir ráðgjafar. Ég sé að lausmálgir orðhákar eru strax byrjaðir að brýna. Látið þar við sitja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Einhvers staðar las ég að meginhlutverk seðlabanka væri það að vernda gjaldmiðilinn fyrir gráðugum stjórnmálamönnum. Við höfum af því bitra reynslu að þetta hefur íslenska seðlabankanum ekki tekist. Allt fram á þessa öld var það ein af skyldum hans að styðja við efnahagsstefnu ríkisstjórna á hverjum tíma. Mikið pólitískari getur ein stofnun varla verið. Til að tryggja þetta voru settir þrír bankastjórar yfir bankann. Oft var bróðurlega skipt. Einn frá Framsókn, annar úr Sjálfstæðisflokki og sá þriðji úr öðrum flokkum. Þetta átti að tryggja aðkomu allra flokka að stjórn bankans. Niðurstaðan hvað varðaði gjaldmiðilinn var ætíð sú sama. Verðgildi krónunnar rýrnaði stöðugt. Engu breytti þótt markmiði bankans hafi verið breytt í því skyni að styrkja krónuna. Að lokum hrundi bankinn í höndum þriggja bankastjóra, en það teymi var undir strangri stjórn annars öflugasta stjórnmálamanns landsins. Bankanum var bjargað frá gjaldþroti með hundraða milljarða aðstoð ríkissjóðs. Þetta „gjaldþrot“ er endurreisn fjármálalífsins enn mikill fjötur um fót. Þótt þríeykið hafa vissulega einnig verið skipað fagmönnum, var pólitískum tökum stjórnmálamanna aldrei sleppt. Þegar hrunið kom var bankinn svo rúinn öllu trausti, að hann sótti í örvæntingu sinni um lán frá Moskvu! Erlend matsfyrirtæki settu landið í eins konar ruslflokk. Ekki var traustið meira innanlands. Spilin stokkuð upp Í eftirleikum hrunsins voru spilin stokkuð upp. Bankinn tekinn úr daglegri umsjón stjórnmálamanna og hann efldur til sjálfstæðis. Fagráð sett til að ákveða peningastefnuna og bankastjórum fækkað í einn með annan til vara. Settar voru strangar hæfiskröfur til umsækjenda, m.a. um alþjóðlega reynslu á sviði peningamála. Á síðustu misserum hefur tekist að róa krónuna og smá styrkja. Til þess hefur þurft að einangra landið á sviði gjaldeyris- og peningamála. Sett voru bæði belti og axlabönd á krónuna. Engum sem vill horfa glýjulaust á framtíðina dylst, að meðan við notum krónuna sem gjaldmiðil, munum við til frambúðar þurfa að styðjast við all umfangsmikil höft, hvað varðar gjaldeyrismál og fjármagnsflutninga. Það verður nægt viðfangsefni að glíma við afleiðingar haftanna, þegar kemur að ákvæðum í EES-samningnum eða gagnvart starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis, svo ekki sé talað um erlenda fjárfesta. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarumsóknarinnar verða þessi mál enn snúnari og erfiðari úrlausnar, því hún lokar á valkosti í gjaldmiðilsmálum, sem okkur eru lífsnauðsynlegir. Færa til fyrra horfs? Í þessu samhengi er vart hægt að hugsa sér óheppilegri tímasetningu til að fikta við seðlabankalögin. Næg verður athygli umheimsins á landinu eftir daginn stóra, svo ekki verði farið að færa stjórnskipan bankans til fyrra horfs, svo auðveldara verði að handstýra honum. Það fer ekki saman að fjölga bankastjórum og segjast ætla að styrkja sjálfstæði bankans. Það eitt að skipta bankastjóranum út fyrir einhvern annan í því andrúmslofti vantrausts og tortryggni sem ríkir, gæti kostað þjóðina tugi milljarða í verri lánskjörum. Klaufaleg viðbrögð formanna stjórnarflokkanna við spurningum fréttamanna um væntanlega lagabreytingu, bættu ekki úr skák. Engin stofnun lýðveldisins er jafn viðkvæm gagnvart hnattrænum fjármálaheimi og seðlabankinn. Því minna sem við honum er rjátlað þeim mun betra. Annað væri feigðarflan. Þau frændsystkinin heift og hatur eru ekki góðir ráðgjafar. Ég sé að lausmálgir orðhákar eru strax byrjaðir að brýna. Látið þar við sitja.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun