Túlkar árstíðirnar í orðum og litum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2014 13:00 „Flestir þekkja mig sem konuna sem hefur málað tónlistarmenn og dansandi konur,“ segir Rut Rebekka. Fréttablaðið/Valli „Ég er búin að vera að mála í 40 ár. Er að verða sjötug og í staðinn fyrir að halda veislu ákvað ég að setja upp sýningu og gefa út bók með tuttugu og einu ljóði og tuttugu og einu myndverki,“ segir Rut Rebekka listmálari. Hún opnar sýninguna Í garðinum á laugardaginn klukkan 14 í sal Íslenskrar grafíkur í Tryggvagötu 17 (gengið inn hafnarmegin.) „Ég byrjaði á teikningunum. Dvaldi í fögrum garði Ríkharðs Valtingojers austur á Stöðvarfirði og teiknaði og teiknaði. Var svo innblásin að síðar málaði ég stór málverk eftir teikningunum, um einn og hálfan metra á kant. Laufblöðin á myndunum eru ýmist lokuð eða að springa út með miklum krafti,“ lýsir Rut Rebekka og segir tveggja ára vinnu liggja að baki sýningunni. Bókin hennar Rutar Rebekku heitir Málverk og ljóð – Paintings and Poems, ljóðin eru bæði á íslensku og ensku. Skyldi hún alltaf hafa ort? „Nei,“ svarar hún glaðlega. „Þetta er frumraun mín í þeim efnum. Ég hef alltaf skrifað eitthvað en nú var ég undir svo sterkum áhrifum af gróðrinum, litunum og kraftinum í jörðinni að ég tók meðvitaða ákvörðun um að yrkja.“ Sýningin og ljóðin túlka vorið, sumarið, haustið og veturinn bæði í litum og orðum. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18 og endar sunnudaginn 23. mars. Rut Rebekka Sigurjónsdóttir er fædd og uppalin á Lindargötunni í Reykjavík. Gekk í Hjúkrunarskólann og fór að vinna við hjúkrun en teiknaði og málaði sér til yndisauka. Þrítug ákvað hún að næra listþörfina og hóf nám við Handíða- og myndlistarskólann, þá komin með þrjú börn, minnkaði starfið við hjúkrun í 40% og málaði daglega. Hún hefur haldið einkasýningar í Hafnarborg, á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu, í Kaupmannahöfn, Hamar í Noregi, Piteå í Svíþjóð og víðar. Þessi sýning er sú 20. í röðinni. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er búin að vera að mála í 40 ár. Er að verða sjötug og í staðinn fyrir að halda veislu ákvað ég að setja upp sýningu og gefa út bók með tuttugu og einu ljóði og tuttugu og einu myndverki,“ segir Rut Rebekka listmálari. Hún opnar sýninguna Í garðinum á laugardaginn klukkan 14 í sal Íslenskrar grafíkur í Tryggvagötu 17 (gengið inn hafnarmegin.) „Ég byrjaði á teikningunum. Dvaldi í fögrum garði Ríkharðs Valtingojers austur á Stöðvarfirði og teiknaði og teiknaði. Var svo innblásin að síðar málaði ég stór málverk eftir teikningunum, um einn og hálfan metra á kant. Laufblöðin á myndunum eru ýmist lokuð eða að springa út með miklum krafti,“ lýsir Rut Rebekka og segir tveggja ára vinnu liggja að baki sýningunni. Bókin hennar Rutar Rebekku heitir Málverk og ljóð – Paintings and Poems, ljóðin eru bæði á íslensku og ensku. Skyldi hún alltaf hafa ort? „Nei,“ svarar hún glaðlega. „Þetta er frumraun mín í þeim efnum. Ég hef alltaf skrifað eitthvað en nú var ég undir svo sterkum áhrifum af gróðrinum, litunum og kraftinum í jörðinni að ég tók meðvitaða ákvörðun um að yrkja.“ Sýningin og ljóðin túlka vorið, sumarið, haustið og veturinn bæði í litum og orðum. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18 og endar sunnudaginn 23. mars. Rut Rebekka Sigurjónsdóttir er fædd og uppalin á Lindargötunni í Reykjavík. Gekk í Hjúkrunarskólann og fór að vinna við hjúkrun en teiknaði og málaði sér til yndisauka. Þrítug ákvað hún að næra listþörfina og hóf nám við Handíða- og myndlistarskólann, þá komin með þrjú börn, minnkaði starfið við hjúkrun í 40% og málaði daglega. Hún hefur haldið einkasýningar í Hafnarborg, á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu, í Kaupmannahöfn, Hamar í Noregi, Piteå í Svíþjóð og víðar. Þessi sýning er sú 20. í röðinni. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga.
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira