Ísland og Japan: Tækifæri í jarðhita Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Mörg ríki reyna nú að draga úr bruna jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu, sem er helsta orsök skaðlegra loftslagsbreytinga á heimsvísu. Japan er þar engin undantekning og býr raunar við meiri vanda en mörg önnur ríki, því dregið hefur mjög úr notkun kjarnorku eftir slysið í Fukushima-verinu. Japan nýtur þess hins vegar að óvíða er meiri gnótt jarðhita. Hann er þó vannýttur og japönsk stjórnvöld hafa nýlega ákveðið að grípa til ýmissa aðgerða til að efla jarðhitanýtingu. Meðal annars er litið til Íslendinga og þekkingar okkar í þessu sambandi. Nobuteru Ishihara, umhverfisráðherra Japans, kom síðastliðið sumar til Íslands í vinnuheimsókn að kynna sér jarðhitamál og sýndi reynslu Íslendinga mikinn áhuga. Í fyrri viku var heimsókn Ishihara endurgoldin og var tækifærið notað til að ræða efld samskipti ríkjanna við hann og fleiri ráðamenn og talsmenn atvinnulífs í Japan. Í heimsókninni til Japans ávarpaði undirritaður málþing í Tókýó um möguleika á samstarfi í jarðhitamálum, sem nær 100 þátttakendur sóttu. Þar kom fram mikill áhugi á nýtingu jarðhita og mögulegu samstarfi. Japönsk fyrirtæki framleiða meirihluta af hverflum í jarðhitaverum á heimsvísu og eru framarlega í allri tækni á þessu sviði. Nýting jarðhita til rafmagnsframleiðslu er þó takmörkuð og nær engin til húshitunar. Þar liggja tækifæri fyrir okkur, því hvergi í heiminum er jafn víðtæk og fjölbreytt nýting á jarðhita og á Íslandi. Reynsla okkar þar er verðmæti.Grálúða, æðardúnn og norðurljós Viðskiptatækifæri í Japan eru ekki einungis á sviði jarðhita. Japan er annað helsta viðskiptaland Íslands utan Evrópu og þangað fara yfir 2% af útflutningi okkar að verðmæti um 12-15 milljarða króna árlega. Þar ber hæst ýmsar sjávarafurðir, sem eru 80% af útflutningi okkar til Japans, s.s. grálúða, karfi og loðnuafurðir. Líklega hefur engin þjóð ríkari og fjölbreyttari hefðir í matreiðslu sjávarfangs og Japanar og þar er mikil eftirspurn eftir hágæðafiski og hvers kyns sjávarfangi. Eftirspurn eftir íslenskri gæðavöru er þó ekki bundin við sjávarafurðir, því Japan er stærsti markaður fyrir æðardún, sem er seldur þangað fyrir um 300 milljónir króna. Japanskir ferðamenn koma til Íslands í stórauknum mæli, ekki síst á veturna, meðal annars til að sjá norðurljós. Áhugavert er að reyna að efla enn frekar samgöngur og viðskipti við Japan og kom áhugi Japana á því skýrt fram í heimsókninni. Meðal annars er áhugi á norðursiglingum, en Japan fékk á fyrra ári áheyrnaraðild í Norðurskautsráðinu. Ef siglingaleið opnast yfir norðurpólinn myndi það stytta vöruflutninga milli Yokohama og Rotterdam um 40%. Japan opnar nú í vor fullmannað sendiráð með sendiherra staðsettum í Reykjavík. Teikn um aukin samskipti Íslands og Japans eru því víða á lofti, sem er vel, því þessar tvær eyþjóðir eiga margt sameiginlegt þótt siðir og saga séu ólík og höf og heimsálfur beri í milli.Jarðhiti – lausn á heimsvísu Auk tvíhliða samskipta Íslands og Japans er áhugavert að skoða hvort ríkin geti eflt samstarf í umhverfismálum á alþjóðavettvangi, svo sem með að styrkja græn verkefni í þróunarríkjum. Mögulega geta legið tækifæri í samstarfi Japana og Íslendinga við að auka útbreiðslu jarðhitanýtingar þar, enda er víða að finna jarðvarmaver sem byggja á japanskri tækni og íslenskri þekkingu. Loftslagsvandinn er að langmestu leyti til kominn vegna bruna kola, olíu og gass til orkuframleiðslu. Endurnýjanleg orka er ekki laus við vandamál, en er þó margfalt betri lausn á heimsvísu í ljósi loftslagsváarinnar. Í jarðhitanum liggja gífurleg tækifæri. Sérfræðingur á fyrrnefndu málþingi taldi að e.t.v. væru aðeins um 6% jarðhita á heimsvísu nýtt nú. Þarna getur Ísland beitt sér til góðra verka og ekki er verra ef við getum unnið að þeim í samvinnu við Japan og önnur ríki sem vilja efla veg loftslagsvænnar orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Mörg ríki reyna nú að draga úr bruna jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu, sem er helsta orsök skaðlegra loftslagsbreytinga á heimsvísu. Japan er þar engin undantekning og býr raunar við meiri vanda en mörg önnur ríki, því dregið hefur mjög úr notkun kjarnorku eftir slysið í Fukushima-verinu. Japan nýtur þess hins vegar að óvíða er meiri gnótt jarðhita. Hann er þó vannýttur og japönsk stjórnvöld hafa nýlega ákveðið að grípa til ýmissa aðgerða til að efla jarðhitanýtingu. Meðal annars er litið til Íslendinga og þekkingar okkar í þessu sambandi. Nobuteru Ishihara, umhverfisráðherra Japans, kom síðastliðið sumar til Íslands í vinnuheimsókn að kynna sér jarðhitamál og sýndi reynslu Íslendinga mikinn áhuga. Í fyrri viku var heimsókn Ishihara endurgoldin og var tækifærið notað til að ræða efld samskipti ríkjanna við hann og fleiri ráðamenn og talsmenn atvinnulífs í Japan. Í heimsókninni til Japans ávarpaði undirritaður málþing í Tókýó um möguleika á samstarfi í jarðhitamálum, sem nær 100 þátttakendur sóttu. Þar kom fram mikill áhugi á nýtingu jarðhita og mögulegu samstarfi. Japönsk fyrirtæki framleiða meirihluta af hverflum í jarðhitaverum á heimsvísu og eru framarlega í allri tækni á þessu sviði. Nýting jarðhita til rafmagnsframleiðslu er þó takmörkuð og nær engin til húshitunar. Þar liggja tækifæri fyrir okkur, því hvergi í heiminum er jafn víðtæk og fjölbreytt nýting á jarðhita og á Íslandi. Reynsla okkar þar er verðmæti.Grálúða, æðardúnn og norðurljós Viðskiptatækifæri í Japan eru ekki einungis á sviði jarðhita. Japan er annað helsta viðskiptaland Íslands utan Evrópu og þangað fara yfir 2% af útflutningi okkar að verðmæti um 12-15 milljarða króna árlega. Þar ber hæst ýmsar sjávarafurðir, sem eru 80% af útflutningi okkar til Japans, s.s. grálúða, karfi og loðnuafurðir. Líklega hefur engin þjóð ríkari og fjölbreyttari hefðir í matreiðslu sjávarfangs og Japanar og þar er mikil eftirspurn eftir hágæðafiski og hvers kyns sjávarfangi. Eftirspurn eftir íslenskri gæðavöru er þó ekki bundin við sjávarafurðir, því Japan er stærsti markaður fyrir æðardún, sem er seldur þangað fyrir um 300 milljónir króna. Japanskir ferðamenn koma til Íslands í stórauknum mæli, ekki síst á veturna, meðal annars til að sjá norðurljós. Áhugavert er að reyna að efla enn frekar samgöngur og viðskipti við Japan og kom áhugi Japana á því skýrt fram í heimsókninni. Meðal annars er áhugi á norðursiglingum, en Japan fékk á fyrra ári áheyrnaraðild í Norðurskautsráðinu. Ef siglingaleið opnast yfir norðurpólinn myndi það stytta vöruflutninga milli Yokohama og Rotterdam um 40%. Japan opnar nú í vor fullmannað sendiráð með sendiherra staðsettum í Reykjavík. Teikn um aukin samskipti Íslands og Japans eru því víða á lofti, sem er vel, því þessar tvær eyþjóðir eiga margt sameiginlegt þótt siðir og saga séu ólík og höf og heimsálfur beri í milli.Jarðhiti – lausn á heimsvísu Auk tvíhliða samskipta Íslands og Japans er áhugavert að skoða hvort ríkin geti eflt samstarf í umhverfismálum á alþjóðavettvangi, svo sem með að styrkja græn verkefni í þróunarríkjum. Mögulega geta legið tækifæri í samstarfi Japana og Íslendinga við að auka útbreiðslu jarðhitanýtingar þar, enda er víða að finna jarðvarmaver sem byggja á japanskri tækni og íslenskri þekkingu. Loftslagsvandinn er að langmestu leyti til kominn vegna bruna kola, olíu og gass til orkuframleiðslu. Endurnýjanleg orka er ekki laus við vandamál, en er þó margfalt betri lausn á heimsvísu í ljósi loftslagsváarinnar. Í jarðhitanum liggja gífurleg tækifæri. Sérfræðingur á fyrrnefndu málþingi taldi að e.t.v. væru aðeins um 6% jarðhita á heimsvísu nýtt nú. Þarna getur Ísland beitt sér til góðra verka og ekki er verra ef við getum unnið að þeim í samvinnu við Japan og önnur ríki sem vilja efla veg loftslagsvænnar orku.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar