Ísland klæðir mig illa Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Hjarta mitt slær fyrir Manchester United í enska boltanum. Síðan ég byrjaði að halda með liðinu hef ég varið það út í rauðan dauðann. Ég varði Hargreaves þegar hann gat varla geispað án þess að meiðast. Ég varði Berbatov þegar lá við að hann keðjureykti á hliðarlínunni. Og ég ver elsku, besta Nani í hvert sinn sem hann tekur upp á því að einspila – sem er oft! En nú er þolinmæði mín á þrotum. Líkt og ég nenni varla lengur að kalla mig Íslending. United og Ísland eiga nefnilega margt sameiginlegt. Það helsta er að við stjórnvölinn á báðum stöðum eru menn sem ég get varla horft framan í þessa dagana. Menn sem ég hef trú á að viti ekkert hvað þeir eru að gera. Menn sem vilja helst sigla skipinu í strand án þess að viðurkenna að þeir hafi gert mistök. Ég hef nefnilega alltaf tekið upp hanskann fyrir Ísland. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur. Í mínum huga hefur Íslendingurinn verið hlutgervingur þess að allir vegir séu færir. Ég get allt, því ég er Íslendingur. Við erum hörð af okkur, við líðum ekkert múður og við göngum hreint til verks. Já, ég veit. Þjóðernisremba par exellence. Nú líður mér hins vegar eins og ég sé fangi í eigin landi. Ég má ekki taka þátt í að móta framtíð þjóðarinnar. Ég má ekki einu sinni hugsa um það. Og Guð forði mér frá því að kaupa ost frá löndum sem kunna að búa til eitthvað annað en skærgula, bragðlausa drullu. Það er minnsta mál í heiminum að skipta um félagslið í enska boltanum. Ein ferð í Jóa útherja og málið er dautt. Það er hins vegar talsvert meira mál að skipta um þjóðerni. Ég myndi samt frekar leggja það á mig en að klæðast einhverju öðru en þessum dýrðlegu United-búningum. Og það er ekki út af því að rautt klæði mig svo vel. Það er vegna þess að það að vera Íslendingur klæðir mig afar illa þessa dagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Hjarta mitt slær fyrir Manchester United í enska boltanum. Síðan ég byrjaði að halda með liðinu hef ég varið það út í rauðan dauðann. Ég varði Hargreaves þegar hann gat varla geispað án þess að meiðast. Ég varði Berbatov þegar lá við að hann keðjureykti á hliðarlínunni. Og ég ver elsku, besta Nani í hvert sinn sem hann tekur upp á því að einspila – sem er oft! En nú er þolinmæði mín á þrotum. Líkt og ég nenni varla lengur að kalla mig Íslending. United og Ísland eiga nefnilega margt sameiginlegt. Það helsta er að við stjórnvölinn á báðum stöðum eru menn sem ég get varla horft framan í þessa dagana. Menn sem ég hef trú á að viti ekkert hvað þeir eru að gera. Menn sem vilja helst sigla skipinu í strand án þess að viðurkenna að þeir hafi gert mistök. Ég hef nefnilega alltaf tekið upp hanskann fyrir Ísland. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur. Í mínum huga hefur Íslendingurinn verið hlutgervingur þess að allir vegir séu færir. Ég get allt, því ég er Íslendingur. Við erum hörð af okkur, við líðum ekkert múður og við göngum hreint til verks. Já, ég veit. Þjóðernisremba par exellence. Nú líður mér hins vegar eins og ég sé fangi í eigin landi. Ég má ekki taka þátt í að móta framtíð þjóðarinnar. Ég má ekki einu sinni hugsa um það. Og Guð forði mér frá því að kaupa ost frá löndum sem kunna að búa til eitthvað annað en skærgula, bragðlausa drullu. Það er minnsta mál í heiminum að skipta um félagslið í enska boltanum. Ein ferð í Jóa útherja og málið er dautt. Það er hins vegar talsvert meira mál að skipta um þjóðerni. Ég myndi samt frekar leggja það á mig en að klæðast einhverju öðru en þessum dýrðlegu United-búningum. Og það er ekki út af því að rautt klæði mig svo vel. Það er vegna þess að það að vera Íslendingur klæðir mig afar illa þessa dagana.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun