Arkitektar geta lært af Katrínu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 14:00 Listakonan Katrín mun sjálf lýsa verki sínu Undirstöðu á málþinginu, í spjalli við Julian E. Bronner, blaðamann hjá Artforum. Fréttablaðið/GVA „Þetta verður samræða milli hópsins um tengsl listaverka Katrínar og arkitektúrs. Þrjú okkar eiga það sammerkt að hafa unnið með Katrínu í einhverju af hennar verkum,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt um málþing Listasafns Reykjavíkur í tengslum við sýningu Katrínar Sigurðardóttur. „Katrín notar sömu miðla og arkitektar en á annan hátt því hún gerir það út frá sjónarhóli myndlistar,“ segir Pétur og segir um marga snertifleti að ræða milli listaverka Katrínar og arkitektúrs. „Hún notar til dæmis módelið sem tæki til að rannsaka og skrásetja staði og hvernig ákveðin tímabil skilja eftir sig spor í mismunandi stílum. Þetta er einn þátturinn. Síðan vinnur hún með hvernig maðurinn skynjar rýmið, mælikvarða og stærðarhlutföll. Verkið sem hún var með í Listasafni Íslands um árið þar sem maður þurfti að klifra upp í stiga og stinga höfðinu í gegnum gat til að sjá landslag og höfuðið á manni var hluti af landslaginu, það var dæmigert fyrir hana,“ segir Pétur. Hann telur spennandi fyrir arkitekta að skoða verk Katrínar því þeir geti margt af henni lært. Ásamt Pétri verða arkitektarnir Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir í pallborði, ásamt Sigrúnu Birgisdóttur, deildarforseta hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands sem stýrir umræðum. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, flytur inngang og Julian E. Bronner, blaðamaður hjá Artforum, ræðir verkið Undirstöðu við Katrínu sjálfa. Málþingið hefst klukkan 13 á laugardag og fer fram á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta verður samræða milli hópsins um tengsl listaverka Katrínar og arkitektúrs. Þrjú okkar eiga það sammerkt að hafa unnið með Katrínu í einhverju af hennar verkum,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt um málþing Listasafns Reykjavíkur í tengslum við sýningu Katrínar Sigurðardóttur. „Katrín notar sömu miðla og arkitektar en á annan hátt því hún gerir það út frá sjónarhóli myndlistar,“ segir Pétur og segir um marga snertifleti að ræða milli listaverka Katrínar og arkitektúrs. „Hún notar til dæmis módelið sem tæki til að rannsaka og skrásetja staði og hvernig ákveðin tímabil skilja eftir sig spor í mismunandi stílum. Þetta er einn þátturinn. Síðan vinnur hún með hvernig maðurinn skynjar rýmið, mælikvarða og stærðarhlutföll. Verkið sem hún var með í Listasafni Íslands um árið þar sem maður þurfti að klifra upp í stiga og stinga höfðinu í gegnum gat til að sjá landslag og höfuðið á manni var hluti af landslaginu, það var dæmigert fyrir hana,“ segir Pétur. Hann telur spennandi fyrir arkitekta að skoða verk Katrínar því þeir geti margt af henni lært. Ásamt Pétri verða arkitektarnir Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir í pallborði, ásamt Sigrúnu Birgisdóttur, deildarforseta hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands sem stýrir umræðum. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, flytur inngang og Julian E. Bronner, blaðamaður hjá Artforum, ræðir verkið Undirstöðu við Katrínu sjálfa. Málþingið hefst klukkan 13 á laugardag og fer fram á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira