Finnst tilganginum með samstarfi náð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 11:00 Elín og Margrét gerðu verkið heima á Íslandi út frá ljósmynd sem þær fengu af rýminu. Mynd/Hulda Sif „Við fengum beiðni frá safninu Den Frie um að sýna þar og nú er komið að því,“ segir Margrét Bjarnadóttir danshöfundur sem ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni opnar sýningu síðdegis í dag í Den Frie í Kaupmannahöfn. Safnið er gegnt Österport-járnbrautarstöðinni og er að halda upp á 100 ára afmæli sitt á þeim stað. „Þetta er fallegt safn með mjög sérstakan arkítektúr og við unnum verkið sérstaklega inn í rýmið sem við fengum. Þetta er stórt rými, átthyrnt og mjög hátt til lofts,“ lýsir Margrét. Hún segir verkið unnið úr fjarlægð. „Við gerðum verkið heima á Íslandi útfrá ljósmynd sem við fengum af rýminu. Myndin er semsagt grunnurinn.“ Þær stöllur hafa unnið saman tvívegis áður, í leikhúss- og myndlistarsamhengi. Þessi sýning þeirra samanstendur af myndböndum, ljósmyndum og prentuðu tjaldi að sögn Margrétar. „Þetta er samstarf alveg frá grunni og þó ég sé danshöfundur og hún myndlistarmaður þá mætumst við á einhverjum skurðpunkti þannig að útkoman er mjög ólík því sem ég hefði gert ein og líka langt frá því sem hún hefði gert ein,“ lýsir hún. „Þá finnst okkur tilganginum með samstarfi náð.“ Sýningin mun standa fram í miðjan apríl. Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við fengum beiðni frá safninu Den Frie um að sýna þar og nú er komið að því,“ segir Margrét Bjarnadóttir danshöfundur sem ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni opnar sýningu síðdegis í dag í Den Frie í Kaupmannahöfn. Safnið er gegnt Österport-járnbrautarstöðinni og er að halda upp á 100 ára afmæli sitt á þeim stað. „Þetta er fallegt safn með mjög sérstakan arkítektúr og við unnum verkið sérstaklega inn í rýmið sem við fengum. Þetta er stórt rými, átthyrnt og mjög hátt til lofts,“ lýsir Margrét. Hún segir verkið unnið úr fjarlægð. „Við gerðum verkið heima á Íslandi útfrá ljósmynd sem við fengum af rýminu. Myndin er semsagt grunnurinn.“ Þær stöllur hafa unnið saman tvívegis áður, í leikhúss- og myndlistarsamhengi. Þessi sýning þeirra samanstendur af myndböndum, ljósmyndum og prentuðu tjaldi að sögn Margrétar. „Þetta er samstarf alveg frá grunni og þó ég sé danshöfundur og hún myndlistarmaður þá mætumst við á einhverjum skurðpunkti þannig að útkoman er mjög ólík því sem ég hefði gert ein og líka langt frá því sem hún hefði gert ein,“ lýsir hún. „Þá finnst okkur tilganginum með samstarfi náð.“ Sýningin mun standa fram í miðjan apríl.
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira