Andi hans svífur yfir skólanum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 10:00 Ragnar hvatti unga listamenn til dáða „Ragnar í Smára hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir tónlistarlíf á Íslandi. Hann var fyrst og fremst listunnandi og athafnamaður og hafði hugsjón um að byggja upp menningarlíf á Íslandi,“ segir Freyja Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólan í Reykjavík. Skólinn og Tónlistarfélagið í Reykjavík standa fyrir hátíðartónleikum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 2. mars. Tónleikarnir eru haldnir til þess að heiðra minningu Ragnars í Smára en 110 ár eru liðin frá fæðingu hans nú í febrúar. Ragnar stofnaði Tónlistarfélagið árið 1932 og tók félagið að sér að reka Tónlistarskólann í Reykjavíkur fyrstu árin eftir að Hljómsveit Reykjavíkur, forveri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var komin í þrot með að reka skólann. Tónlistarskólinn tengist því Ragnari sterkum böndum að sögn Freyju og segir hún anda hans svífa yfir skólanum. „Þessi hugsjón hans lifir um að halda uppi hágæða og innihaldsríkari tónlistarmenntun þó það beinist spjót úr öllum áttum, þó það sé niðurskurður og þó að það sé erfitt árferði.“ Við Tónlistarskóla Reykjavíkur er starfrækt sinfóníuhljómsveit sem mun leika sjöundu sinfóníu Ludwig van Beethoven, Tragíska forleikinn eftir Johannes Brahms og Sellókonsert eftir Saint-Saëns á hátíðartónleikunum í Hörpu. „Við höldum tvenna hljómsveitartónleika á ári en það er aðeins meira lagt í þessa tónleika. Við erum með mjög sterka nemendur, bæði í strengja- og blásaradeild, og núna er hægt að flytja þessi stóru hljómsveitarverk. Það hafa staðið yfir strangar æfingar og við hlökkum mikið til. Þetta verða glæsilegir tónleikar,“ segir Freyja. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ragnar í Smára hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir tónlistarlíf á Íslandi. Hann var fyrst og fremst listunnandi og athafnamaður og hafði hugsjón um að byggja upp menningarlíf á Íslandi,“ segir Freyja Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólan í Reykjavík. Skólinn og Tónlistarfélagið í Reykjavík standa fyrir hátíðartónleikum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 2. mars. Tónleikarnir eru haldnir til þess að heiðra minningu Ragnars í Smára en 110 ár eru liðin frá fæðingu hans nú í febrúar. Ragnar stofnaði Tónlistarfélagið árið 1932 og tók félagið að sér að reka Tónlistarskólann í Reykjavíkur fyrstu árin eftir að Hljómsveit Reykjavíkur, forveri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var komin í þrot með að reka skólann. Tónlistarskólinn tengist því Ragnari sterkum böndum að sögn Freyju og segir hún anda hans svífa yfir skólanum. „Þessi hugsjón hans lifir um að halda uppi hágæða og innihaldsríkari tónlistarmenntun þó það beinist spjót úr öllum áttum, þó það sé niðurskurður og þó að það sé erfitt árferði.“ Við Tónlistarskóla Reykjavíkur er starfrækt sinfóníuhljómsveit sem mun leika sjöundu sinfóníu Ludwig van Beethoven, Tragíska forleikinn eftir Johannes Brahms og Sellókonsert eftir Saint-Saëns á hátíðartónleikunum í Hörpu. „Við höldum tvenna hljómsveitartónleika á ári en það er aðeins meira lagt í þessa tónleika. Við erum með mjög sterka nemendur, bæði í strengja- og blásaradeild, og núna er hægt að flytja þessi stóru hljómsveitarverk. Það hafa staðið yfir strangar æfingar og við hlökkum mikið til. Þetta verða glæsilegir tónleikar,“ segir Freyja.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira