Uppskeruhátíð Örvarpsins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 14:00 Harpa Fönn og Halldóra Rut hafa gert örmyndir saman í þrjú ár og vilja auka útbreiðslu þess listforms. Vísir/GVA „Við erum tvær og búnar að vinna saman í þrjú ár við að framleiða örmyndir sem við höfum verið að reyna að finna vettvang til að sýna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem ásamt Halldóru Rut Baldursdóttur stendur fyrir Örvarpinu, fyrstu örmyndahátíð á Íslandi. „Hér heima var hægara sagt en gert að finna slíkan vettvang þannig að við fórum að leita fyrir okkur erlendis og þar reyndist vera mikil gróska í framleiðslu og sýningu örmynda.“ Þessi uppgötvun gaf Hörpu og Halldóru byr undir báða vængi og í framhaldinu fengu þær þá hugmynd að halda örmyndahátíð þar sem fólk gæti sent inn myndir, þær bestu yrðu valdar úr og myndu keppa til verðlauna. „Við fórum með þessa hugmynd til RÚV fyrir um ári og þar var fólk mjög spennt fyrir þessu. Það var ákveðið að við gerðum þetta í samstarfi og örmyndahátíðin var formlega opnuð á vef RÚV hinn 19. september í fyrra og stóð í þrettán vikur.“ Fyrirkomulagið var þannig að úr 62 innsendum myndum var valin ein mynd á viku og sýnd á vefnum. Ísold Uggadóttir og Haukur Ingvarsson völdu myndirnar og á laugardaginn verða þær sýndar í Bíói Paradís ásamt ellefu myndum sem ekki voru í keppninni en hafa vakið sérstaka athygli Örvarpsins. Dómnefnd, skipuð þeim Baldvin Z, Marsibil Sæmundardóttur og Jóni Proppé, mun velja bestu myndina og hlýtur hún vegleg verðlaun. „Þetta er svona uppskeruhátíð,“ útskýrir Harpa. „Flestir listamannanna sem sendu inn myndir hafa aldrei séð verkin sín á breiðskjá í alvöru bíóhúsi og þykir þetta hrikalega spennandi.“ Hátíðin hefst klukkan 18 á laugardaginn, kynnir er Gunnar Sigurðsson og sérstakur gestur hátíðarinnar er Ragnar Bragason leikstjóri sem halda mun stutt erindi um eigin reynslu af kvikmyndagerð. „Svo vonandi heldur Örvarpið áfram á hverju ári héðan af,“ segir Harpa vongóð. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Við erum tvær og búnar að vinna saman í þrjú ár við að framleiða örmyndir sem við höfum verið að reyna að finna vettvang til að sýna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem ásamt Halldóru Rut Baldursdóttur stendur fyrir Örvarpinu, fyrstu örmyndahátíð á Íslandi. „Hér heima var hægara sagt en gert að finna slíkan vettvang þannig að við fórum að leita fyrir okkur erlendis og þar reyndist vera mikil gróska í framleiðslu og sýningu örmynda.“ Þessi uppgötvun gaf Hörpu og Halldóru byr undir báða vængi og í framhaldinu fengu þær þá hugmynd að halda örmyndahátíð þar sem fólk gæti sent inn myndir, þær bestu yrðu valdar úr og myndu keppa til verðlauna. „Við fórum með þessa hugmynd til RÚV fyrir um ári og þar var fólk mjög spennt fyrir þessu. Það var ákveðið að við gerðum þetta í samstarfi og örmyndahátíðin var formlega opnuð á vef RÚV hinn 19. september í fyrra og stóð í þrettán vikur.“ Fyrirkomulagið var þannig að úr 62 innsendum myndum var valin ein mynd á viku og sýnd á vefnum. Ísold Uggadóttir og Haukur Ingvarsson völdu myndirnar og á laugardaginn verða þær sýndar í Bíói Paradís ásamt ellefu myndum sem ekki voru í keppninni en hafa vakið sérstaka athygli Örvarpsins. Dómnefnd, skipuð þeim Baldvin Z, Marsibil Sæmundardóttur og Jóni Proppé, mun velja bestu myndina og hlýtur hún vegleg verðlaun. „Þetta er svona uppskeruhátíð,“ útskýrir Harpa. „Flestir listamannanna sem sendu inn myndir hafa aldrei séð verkin sín á breiðskjá í alvöru bíóhúsi og þykir þetta hrikalega spennandi.“ Hátíðin hefst klukkan 18 á laugardaginn, kynnir er Gunnar Sigurðsson og sérstakur gestur hátíðarinnar er Ragnar Bragason leikstjóri sem halda mun stutt erindi um eigin reynslu af kvikmyndagerð. „Svo vonandi heldur Örvarpið áfram á hverju ári héðan af,“ segir Harpa vongóð.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira