Bílaunnendur í Bandaríkjunum heillast af Kaleo Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 09:30 Hljómsveitin Kaleo hrífur bílaunnendur í Bandaríkjunum en liðsmenn sveitarinnar eru ekkert sérstaklega miklir bílaunnendur. Mynd/Raggi Óla „Við vissum ekkert af þessu og rákumst bara á þetta á netinu,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin og lag hennar Automoblie eru lofsömuð á virtri bandarískri bílavefsíðunni StreetLegaltv. Um er að ræða vefsíðu þar sem allt um bíla er að finna og bílaunnendur gera sig heimakæra. Síðan birti frétt um sveitina og lagið Automobile fyrir skömmu undir yfirskriftinni að íslensk hljómsveit sýndi og sannaði hversu almenn ást væri á bílum út um allan heim. „Þetta er auðvitað frekar amerískt lag en það er samið í sólinni á Spáni,“ segir Jökull. „Ég er ekki mikill bílakall og á ekki einu sinni bíl sjálfur,“ segir Jökull spurður út í bílaáhugann. Kaleo fjárfesti þó ekki alls fyrir löngu í bíl. „Við köllum hann Lárus, hann er að detta í sundur en er samt rúmgóður,“ segir Jökull. Sveitin er þó ekki á leiðinni til Bandaríkjanna þrátt fyrir áhugann frá bílaunnendunum. „Það er ekki planað eins og er að fara til Bandaríkjanna en við förum til Danmerkur í maí og svo förum við líklega til Grænlands í næsta mánuði.“ Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við vissum ekkert af þessu og rákumst bara á þetta á netinu,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin og lag hennar Automoblie eru lofsömuð á virtri bandarískri bílavefsíðunni StreetLegaltv. Um er að ræða vefsíðu þar sem allt um bíla er að finna og bílaunnendur gera sig heimakæra. Síðan birti frétt um sveitina og lagið Automobile fyrir skömmu undir yfirskriftinni að íslensk hljómsveit sýndi og sannaði hversu almenn ást væri á bílum út um allan heim. „Þetta er auðvitað frekar amerískt lag en það er samið í sólinni á Spáni,“ segir Jökull. „Ég er ekki mikill bílakall og á ekki einu sinni bíl sjálfur,“ segir Jökull spurður út í bílaáhugann. Kaleo fjárfesti þó ekki alls fyrir löngu í bíl. „Við köllum hann Lárus, hann er að detta í sundur en er samt rúmgóður,“ segir Jökull. Sveitin er þó ekki á leiðinni til Bandaríkjanna þrátt fyrir áhugann frá bílaunnendunum. „Það er ekki planað eins og er að fara til Bandaríkjanna en við förum til Danmerkur í maí og svo förum við líklega til Grænlands í næsta mánuði.“
Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira