Öfgar og ofríki segja mótmælendur Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 07:00 Rafn Baldursson. Fréttablaðið/Pjetur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. „Ég vil sýna samstöðu með þeim sem hér eru og mótmæla ofríki ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu. Ríkisstjórnin er að svíkja þau loforð sem hún gaf í kosningunum að fólk fengi að kjósa um framhald aðildarviðræðnanna. Því krefst ég þess að þingsályktunartillagan verði dregin til baka,“ sagði Rafn Baldursson.Jóhanna Arnórsdóttir. Fréttablaðið/Pjetur„Mér er nóg boðið af ofríki ríkisstjórnarinnar undanfarna daga, vikur og mánuði, það er komið nóg. Ég vil að það verði lagt fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu hvort við höldum áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ Jóhanna Arnórsdóttir.Gunnar A. Ólafsson. Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu. Ég held að það sé gjörsamlega galið að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Ég vil að þingsályktunartillagan verði dregin til baka og viðræðum verði haldið áfram. Menn skynja kannski tóninn í þessum mótmælum og skipa nýja samninganefnd og setji sér ný markið varðandi viðræður við Evrópusambandið,“ sagði Gunnar A. Ólafsson.Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu sem ég tel í megindráttum ranga. Hún er algjörlega á skjön við það sem talað var um fyrir kosningar. Fólkið sem situr á þingi situr þar í okkar umboði. Þegar þingmenn gefa út yfirlýsingar í aðdraganda kosninganna eiga þeir að standa við þær. Ég vil að þingsályktunartillagan verði tekin út af borðinu og málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Friðrik Þór Snorrason.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er á móti þessari þingsályktunartillögu um að hætta viðræðum. Það á að leggja málið í dóm þjóðarinnar en áður þarf að fara fram málefnaleg umræða um stöðu okkar. Umræðan um ESB-aðild er orðin afar skrýtin, farin að snúast um einhverja öfgakennda sjálfstæðishugsun,“ sagði Friðrik Þór Snorrason.Áslaug Einarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég vil fá að kjósa um áframhald samningaviðræðna. Ég vil fá samning við ESB, í framhaldinu vil ég fá að skoða hann, vega hann og meta og kjósa um hann. Ég stend í þeirri von að ríkisstjórnin hlusti og leyfi okkur að kjósa um samning, annars væri ég ekki hér, “ sagði Áslaug Einarsdóttir. ESB-málið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. „Ég vil sýna samstöðu með þeim sem hér eru og mótmæla ofríki ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu. Ríkisstjórnin er að svíkja þau loforð sem hún gaf í kosningunum að fólk fengi að kjósa um framhald aðildarviðræðnanna. Því krefst ég þess að þingsályktunartillagan verði dregin til baka,“ sagði Rafn Baldursson.Jóhanna Arnórsdóttir. Fréttablaðið/Pjetur„Mér er nóg boðið af ofríki ríkisstjórnarinnar undanfarna daga, vikur og mánuði, það er komið nóg. Ég vil að það verði lagt fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu hvort við höldum áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ Jóhanna Arnórsdóttir.Gunnar A. Ólafsson. Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu. Ég held að það sé gjörsamlega galið að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Ég vil að þingsályktunartillagan verði dregin til baka og viðræðum verði haldið áfram. Menn skynja kannski tóninn í þessum mótmælum og skipa nýja samninganefnd og setji sér ný markið varðandi viðræður við Evrópusambandið,“ sagði Gunnar A. Ólafsson.Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu sem ég tel í megindráttum ranga. Hún er algjörlega á skjön við það sem talað var um fyrir kosningar. Fólkið sem situr á þingi situr þar í okkar umboði. Þegar þingmenn gefa út yfirlýsingar í aðdraganda kosninganna eiga þeir að standa við þær. Ég vil að þingsályktunartillagan verði tekin út af borðinu og málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Friðrik Þór Snorrason.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er á móti þessari þingsályktunartillögu um að hætta viðræðum. Það á að leggja málið í dóm þjóðarinnar en áður þarf að fara fram málefnaleg umræða um stöðu okkar. Umræðan um ESB-aðild er orðin afar skrýtin, farin að snúast um einhverja öfgakennda sjálfstæðishugsun,“ sagði Friðrik Þór Snorrason.Áslaug Einarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég vil fá að kjósa um áframhald samningaviðræðna. Ég vil fá samning við ESB, í framhaldinu vil ég fá að skoða hann, vega hann og meta og kjósa um hann. Ég stend í þeirri von að ríkisstjórnin hlusti og leyfi okkur að kjósa um samning, annars væri ég ekki hér, “ sagði Áslaug Einarsdóttir.
ESB-málið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira