Heimildum safnað með aðstoð almennings Marín Manda skrifar 24. febrúar 2014 20:30 Krakkar í sveit Þjóðminjasafnið óskar eftir aðstoð við söfnun heimilda um þjóðhætti íslendinga. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera í góðu sambandi við fólk og ná til þeirra sem vilja taka þátt í þessu með okkur í sjálfboðastarfi. Við erum ekki að senda fólki einhvers konar skoðanakannanir heldur erum við að biðla til fólks að segja frá upplifunum sínum og þekkingu, bæði úr nútímanum og fortíðinni,“segir Ágúst Ó. Georgsson, fagstjóri Þjóðháttasafns. Þjóðminjasafn Íslands hefur nú safnað upplýsingum um þjóðhætti með spurningaskrám í meira en hálfa öld til að miðla upplýsingum og varðveita óáþreifanlegan menningararf. Nú leitar Þjóðháttasafnið að nýjum heimildarmönnum. „Næst á dagskrá er að safna heimildum um sundlaugarmenningu á Íslandi og því leitum við að heimildarmönnum á öllum aldri úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Hins vegar er mikill áhugi fyrir fólki í yngri kantinum að þessu sinni,“ segir Ágúst. Fyrstu heimildarmennirnir voru fólk sem sent hafði inn svör við fyrirspurnum í þættinum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu en síðar myndaðist hópur fróðleiksfúsra einstaklinga og áhugasamra um söfnun þjóðhátta. Þannig myndaðist fljótt ákveðinn kjarni fólks sem tók að sér að svara spurningaskrám Þjóðminjasafnsins. Hópurinn hefur að sjálfsögðu endurnýjast oftar en einu sinni á rúmlega 50 árum en nú sem fyrr hefur þjóðháttasöfnunin þörf fyrir stuðning frá almenningi og að bæta við yngra fólki í þennan hóp. Spurningaskrárnar eru aðgengilegar á heimasíðu safnsins, tjodminjasafn.is. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Ó. Georgsson í síma 530 2246 eða agust@thjodminjasafn.is. Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þjóðminjasafnið óskar eftir aðstoð við söfnun heimilda um þjóðhætti íslendinga. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera í góðu sambandi við fólk og ná til þeirra sem vilja taka þátt í þessu með okkur í sjálfboðastarfi. Við erum ekki að senda fólki einhvers konar skoðanakannanir heldur erum við að biðla til fólks að segja frá upplifunum sínum og þekkingu, bæði úr nútímanum og fortíðinni,“segir Ágúst Ó. Georgsson, fagstjóri Þjóðháttasafns. Þjóðminjasafn Íslands hefur nú safnað upplýsingum um þjóðhætti með spurningaskrám í meira en hálfa öld til að miðla upplýsingum og varðveita óáþreifanlegan menningararf. Nú leitar Þjóðháttasafnið að nýjum heimildarmönnum. „Næst á dagskrá er að safna heimildum um sundlaugarmenningu á Íslandi og því leitum við að heimildarmönnum á öllum aldri úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Hins vegar er mikill áhugi fyrir fólki í yngri kantinum að þessu sinni,“ segir Ágúst. Fyrstu heimildarmennirnir voru fólk sem sent hafði inn svör við fyrirspurnum í þættinum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu en síðar myndaðist hópur fróðleiksfúsra einstaklinga og áhugasamra um söfnun þjóðhátta. Þannig myndaðist fljótt ákveðinn kjarni fólks sem tók að sér að svara spurningaskrám Þjóðminjasafnsins. Hópurinn hefur að sjálfsögðu endurnýjast oftar en einu sinni á rúmlega 50 árum en nú sem fyrr hefur þjóðháttasöfnunin þörf fyrir stuðning frá almenningi og að bæta við yngra fólki í þennan hóp. Spurningaskrárnar eru aðgengilegar á heimasíðu safnsins, tjodminjasafn.is. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Ó. Georgsson í síma 530 2246 eða agust@thjodminjasafn.is.
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira