Lauk einleikaraprófi á píanó og fiðlu Ugla Egilsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 12:30 Jane Ade Sutarjo talar reiprennandi íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Ég gat ekki ákveðið hvort ég vildi verða fiðluleikari eða píanóleikari,“ segir Jane Ade Sutarjo, sem er eini nemandinn sem hefur lokið einleikaraprófi á bæði fiðlu og píanó við Listaháskólann. „Á tímabili, þegar ég var sautján eða átján langaði mig að taka pásu á fiðlunni. Það komu líka tímar þar sem ég snerti ekki píanóið. En ég hætti alltaf við að hætta.“ Jane er frá Djakarta í Indónesíu. „Ég flutti til Íslands árið 2008 til að byrja að læra í Listaháskóla Íslands. Ég kynntist Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum sumarið 2005. Það er eiginlega allt henni að þakka að ég kom hingað. Henni og Gunnari Kvaran. Ég bjó hjá þeim í svolítinn tíma.“ Jane var þriggja og hálfs árs þegar hún byrjaði að læra á píanó. „Síðan byrjaði ég að læra á fiðlu fjögurra ára.“ „Ég segi ekki að það sé auðvelt að læra á tvö hljóðfæri,“ segir Jane. „Í raun er maður alltaf að æfa sig og læra. Ég veit ekki hvernig ég gat þetta. Mjög margir hljóðfæraleikarar æfa sig mjög lengi á hverjum degi, kannski í sex eða sjö tíma á dag. Ég æfði mig ekki svo lengi. Ég æfði hins vegar mjög skipulega, með fókus á eitthvert ákveðið atriði á hverri æfingu. Einn daginn fókuseraði ég kannski meira á fiðluna, og hinn daginn meira á píanóið.“ Jane á íslenskan mann og er ekki á heimleið. „Ég hef ekki komið til Indónesíu síðan ég flutti hingað. Það er alltaf svo mikið að gera, og maður skreppur ekki beint til Indónesíu.“ Jane heldur píanótónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn klukkan 16.00. Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég gat ekki ákveðið hvort ég vildi verða fiðluleikari eða píanóleikari,“ segir Jane Ade Sutarjo, sem er eini nemandinn sem hefur lokið einleikaraprófi á bæði fiðlu og píanó við Listaháskólann. „Á tímabili, þegar ég var sautján eða átján langaði mig að taka pásu á fiðlunni. Það komu líka tímar þar sem ég snerti ekki píanóið. En ég hætti alltaf við að hætta.“ Jane er frá Djakarta í Indónesíu. „Ég flutti til Íslands árið 2008 til að byrja að læra í Listaháskóla Íslands. Ég kynntist Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum sumarið 2005. Það er eiginlega allt henni að þakka að ég kom hingað. Henni og Gunnari Kvaran. Ég bjó hjá þeim í svolítinn tíma.“ Jane var þriggja og hálfs árs þegar hún byrjaði að læra á píanó. „Síðan byrjaði ég að læra á fiðlu fjögurra ára.“ „Ég segi ekki að það sé auðvelt að læra á tvö hljóðfæri,“ segir Jane. „Í raun er maður alltaf að æfa sig og læra. Ég veit ekki hvernig ég gat þetta. Mjög margir hljóðfæraleikarar æfa sig mjög lengi á hverjum degi, kannski í sex eða sjö tíma á dag. Ég æfði mig ekki svo lengi. Ég æfði hins vegar mjög skipulega, með fókus á eitthvert ákveðið atriði á hverri æfingu. Einn daginn fókuseraði ég kannski meira á fiðluna, og hinn daginn meira á píanóið.“ Jane á íslenskan mann og er ekki á heimleið. „Ég hef ekki komið til Indónesíu síðan ég flutti hingað. Það er alltaf svo mikið að gera, og maður skreppur ekki beint til Indónesíu.“ Jane heldur píanótónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn klukkan 16.00.
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira