„Svona er víst fótboltinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 06:00 Yaya Touré hefur skorað 15 mörk í öllum keppnum fyrir Manchester City á leiktíðinni til þessa. Vísir/Getty Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld með risaleik þegar Manchester City tekur á móti Barcelona í uppgjöri tveggja af sigurstranglegri liðum keppninnar.Zlatan Ibrahimovic og félagar í Paris Saint-Germain heimsækja Bayer Leverkusen í hinum leik dagsins en Svíinn er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni.Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, mætir þarna sínum gömlu félögum í Barcelona en hann hefur spilað frábærlega á fyrsta tímabili Manuels Pellegrini hjá City og er allt annar leikmaður í dag en hann var á tíma sínum í Barcelona (2007-2010). „Þetta verður erfitt því ég vildi ekki mæta Barcelona. Þetta er félag sem ég ber mikla virðingu fyrir enda félag sem kenndi mér margt og þar eru margir góðir vinir sem hjálpuðu mér mikið,“ sagði Yaya Touré í viðtali á heimasíðu UEFA. „Ég mun spila á Camp Nou, á leikvangi þar sem ég vildi alltaf spila en núna kem ég til baka í annarri treyju. Ég vildi ekki spila fyrir framan stuðningsmenn sem gáfu mér svo mikið en svona er víst fótboltinn,“ sagði Touré en hann segist spila miklu frjálsara hlutverk hjá City en hjá Barca. „Hjá Barcelona var það mitt hlutverk að halda stöðunni og skipuleggja leik liðsins. Það snerist allt um að missa aldrei einbeitingu. Núna get ég farið niður í vörnina eða fram í sókn en hjá Barcelona varð ég bara að vera á miðjunni. Ég kann vel mig á Englandi af því að þar er spilaður opinn og hraður fótbolti,“ sagði Yaya Touré. Tölurnar tala sínu máli, hann er með 43 mörk og 31 stoðsendingu í 168 leikjum með City en var aðeins með 6 mörk og 8 stoðsendingar í 118 leikjum með Barcelona. Yaya Touré hefur unnið báðu stóru titlana á Englandi en lítið hefur gengið í Meistaradeildinni. Liðið er hins vegar komið áfram í útsláttarkeppnina og nú dreymir hann um að vinna Meistaradeildina eins og honum tókst árið 2009. Leikur Manchester City og Barcelona hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Leverkusen og PSG er sýndur á S2 Sport 3. Upphitun Hjartar Hjartarsonar hefst klukkan 19.10 og eftir leikinn mun hann síðan fara yfir leiki kvöldsins í Meistaramörkunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld með risaleik þegar Manchester City tekur á móti Barcelona í uppgjöri tveggja af sigurstranglegri liðum keppninnar.Zlatan Ibrahimovic og félagar í Paris Saint-Germain heimsækja Bayer Leverkusen í hinum leik dagsins en Svíinn er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni.Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, mætir þarna sínum gömlu félögum í Barcelona en hann hefur spilað frábærlega á fyrsta tímabili Manuels Pellegrini hjá City og er allt annar leikmaður í dag en hann var á tíma sínum í Barcelona (2007-2010). „Þetta verður erfitt því ég vildi ekki mæta Barcelona. Þetta er félag sem ég ber mikla virðingu fyrir enda félag sem kenndi mér margt og þar eru margir góðir vinir sem hjálpuðu mér mikið,“ sagði Yaya Touré í viðtali á heimasíðu UEFA. „Ég mun spila á Camp Nou, á leikvangi þar sem ég vildi alltaf spila en núna kem ég til baka í annarri treyju. Ég vildi ekki spila fyrir framan stuðningsmenn sem gáfu mér svo mikið en svona er víst fótboltinn,“ sagði Touré en hann segist spila miklu frjálsara hlutverk hjá City en hjá Barca. „Hjá Barcelona var það mitt hlutverk að halda stöðunni og skipuleggja leik liðsins. Það snerist allt um að missa aldrei einbeitingu. Núna get ég farið niður í vörnina eða fram í sókn en hjá Barcelona varð ég bara að vera á miðjunni. Ég kann vel mig á Englandi af því að þar er spilaður opinn og hraður fótbolti,“ sagði Yaya Touré. Tölurnar tala sínu máli, hann er með 43 mörk og 31 stoðsendingu í 168 leikjum með City en var aðeins með 6 mörk og 8 stoðsendingar í 118 leikjum með Barcelona. Yaya Touré hefur unnið báðu stóru titlana á Englandi en lítið hefur gengið í Meistaradeildinni. Liðið er hins vegar komið áfram í útsláttarkeppnina og nú dreymir hann um að vinna Meistaradeildina eins og honum tókst árið 2009. Leikur Manchester City og Barcelona hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Leverkusen og PSG er sýndur á S2 Sport 3. Upphitun Hjartar Hjartarsonar hefst klukkan 19.10 og eftir leikinn mun hann síðan fara yfir leiki kvöldsins í Meistaramörkunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira