„Svona er víst fótboltinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 06:00 Yaya Touré hefur skorað 15 mörk í öllum keppnum fyrir Manchester City á leiktíðinni til þessa. Vísir/Getty Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld með risaleik þegar Manchester City tekur á móti Barcelona í uppgjöri tveggja af sigurstranglegri liðum keppninnar.Zlatan Ibrahimovic og félagar í Paris Saint-Germain heimsækja Bayer Leverkusen í hinum leik dagsins en Svíinn er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni.Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, mætir þarna sínum gömlu félögum í Barcelona en hann hefur spilað frábærlega á fyrsta tímabili Manuels Pellegrini hjá City og er allt annar leikmaður í dag en hann var á tíma sínum í Barcelona (2007-2010). „Þetta verður erfitt því ég vildi ekki mæta Barcelona. Þetta er félag sem ég ber mikla virðingu fyrir enda félag sem kenndi mér margt og þar eru margir góðir vinir sem hjálpuðu mér mikið,“ sagði Yaya Touré í viðtali á heimasíðu UEFA. „Ég mun spila á Camp Nou, á leikvangi þar sem ég vildi alltaf spila en núna kem ég til baka í annarri treyju. Ég vildi ekki spila fyrir framan stuðningsmenn sem gáfu mér svo mikið en svona er víst fótboltinn,“ sagði Touré en hann segist spila miklu frjálsara hlutverk hjá City en hjá Barca. „Hjá Barcelona var það mitt hlutverk að halda stöðunni og skipuleggja leik liðsins. Það snerist allt um að missa aldrei einbeitingu. Núna get ég farið niður í vörnina eða fram í sókn en hjá Barcelona varð ég bara að vera á miðjunni. Ég kann vel mig á Englandi af því að þar er spilaður opinn og hraður fótbolti,“ sagði Yaya Touré. Tölurnar tala sínu máli, hann er með 43 mörk og 31 stoðsendingu í 168 leikjum með City en var aðeins með 6 mörk og 8 stoðsendingar í 118 leikjum með Barcelona. Yaya Touré hefur unnið báðu stóru titlana á Englandi en lítið hefur gengið í Meistaradeildinni. Liðið er hins vegar komið áfram í útsláttarkeppnina og nú dreymir hann um að vinna Meistaradeildina eins og honum tókst árið 2009. Leikur Manchester City og Barcelona hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Leverkusen og PSG er sýndur á S2 Sport 3. Upphitun Hjartar Hjartarsonar hefst klukkan 19.10 og eftir leikinn mun hann síðan fara yfir leiki kvöldsins í Meistaramörkunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld með risaleik þegar Manchester City tekur á móti Barcelona í uppgjöri tveggja af sigurstranglegri liðum keppninnar.Zlatan Ibrahimovic og félagar í Paris Saint-Germain heimsækja Bayer Leverkusen í hinum leik dagsins en Svíinn er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni.Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, mætir þarna sínum gömlu félögum í Barcelona en hann hefur spilað frábærlega á fyrsta tímabili Manuels Pellegrini hjá City og er allt annar leikmaður í dag en hann var á tíma sínum í Barcelona (2007-2010). „Þetta verður erfitt því ég vildi ekki mæta Barcelona. Þetta er félag sem ég ber mikla virðingu fyrir enda félag sem kenndi mér margt og þar eru margir góðir vinir sem hjálpuðu mér mikið,“ sagði Yaya Touré í viðtali á heimasíðu UEFA. „Ég mun spila á Camp Nou, á leikvangi þar sem ég vildi alltaf spila en núna kem ég til baka í annarri treyju. Ég vildi ekki spila fyrir framan stuðningsmenn sem gáfu mér svo mikið en svona er víst fótboltinn,“ sagði Touré en hann segist spila miklu frjálsara hlutverk hjá City en hjá Barca. „Hjá Barcelona var það mitt hlutverk að halda stöðunni og skipuleggja leik liðsins. Það snerist allt um að missa aldrei einbeitingu. Núna get ég farið niður í vörnina eða fram í sókn en hjá Barcelona varð ég bara að vera á miðjunni. Ég kann vel mig á Englandi af því að þar er spilaður opinn og hraður fótbolti,“ sagði Yaya Touré. Tölurnar tala sínu máli, hann er með 43 mörk og 31 stoðsendingu í 168 leikjum með City en var aðeins með 6 mörk og 8 stoðsendingar í 118 leikjum með Barcelona. Yaya Touré hefur unnið báðu stóru titlana á Englandi en lítið hefur gengið í Meistaradeildinni. Liðið er hins vegar komið áfram í útsláttarkeppnina og nú dreymir hann um að vinna Meistaradeildina eins og honum tókst árið 2009. Leikur Manchester City og Barcelona hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Leverkusen og PSG er sýndur á S2 Sport 3. Upphitun Hjartar Hjartarsonar hefst klukkan 19.10 og eftir leikinn mun hann síðan fara yfir leiki kvöldsins í Meistaramörkunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn