Róum öll í sömu áttina Svana Helen Björnsdóttir skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Glæsilegt Viðskiptaþing var haldið í síðustu viku og hafa því verið gerð góð skil í fjölmiðlum. Aðsókn að þinginu var góð og hvert sæti skipað. Margt fróðlegt var þarna reifað en segja má að meginumfjöllunin hafi verið um þau fjölmörgu tækifæri sem framundan eru í íslensku viðskiptalífi og leiðir til að nýta þau sem best. Það eru gömul og augljós sannindi að þegar viðskipta- og atvinnulífi í landinu vegnar vel reynist það samfélagi okkar til heilla.Stöðugleiki í stað kollsteypu Vissulega komu fram skiptar skoðanir á því hvaða stefnu skuli taka í nokkrum veigamiklum málum sem gætu haft áhrif á efnahagsþróun næstu ára og áratuga. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um bestu leiðir til að auka hagsæld á Íslandi, enda stöndum við á nokkrum tímamótum hvað varðar framtíð efnahagslífs í landinu. Við erum hægt og bítandi að verða búin að vinna okkur út úr óvenju þungu áfalli og landsframleiðsla er að nálgast það stig er hún reis sem hæst. Við höfum krufið til mergjar mistök sem gerð voru meðan geyst var farið, ekki síst í erlendri skuldsetningu. Nú horfum við fram á veginn. Við hjá Samtökum iðnaðarins erum sammála öðrum hagsmunasamtökum í íslensku efnahagslífi þegar við teljum stöðugleika vera eitt helsta markmið efnahagsstefnu næstu ára. Þarna er vísað til almenns rekstrarumhverfis og helstu hagvísa. Í raun óskum við þess aðeins að stjórnendur í íslensku atvinnulífi geti búið við þannig rekstrarumhverfi að hægt sé að gera áætlanir fram í tímann sem ekki er kollvarpað í óvæntum dýfum og kollsteypum. Ég er sannfærð um að markmið okkar í þessu efni eru í engu frábrugðin markmiðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.Kanna kostina til hlítar Ekki þarf að fjölyrða um þann ágreining sem ríkt hefur um framtíðarskipan peningamála hér á landi. Stór hluti þjóðarinnar er, eins og viðskiptalífið, áfram um að fá sem gleggsta sýn á þá kosti sem bjóðast í framtíðinni. Ekki verður leyst úr þessum ágreiningi í einni svipan. Samtök iðnaðarins hafa, í samráði við félagsmenn sína, markað þá stefnu að kanna til hlítar hvaða kostir bjóðast í raun. Um þetta takast menn á og fylgir þar hver sinni sannfæringu. Á meðan megum við ekki missa sjónar á því verkefni sem við blasir. Það er að auka arðbæra fjárfestingu á Íslandi, jafnt innlenda sem erlenda. Greina þarf tækifærin og nýta þau sem best. Þannig stuðlum við að hagvexti og aukinni velsæld. Markmið okkar er í raun það sama og nú þurfum við öll að róa í sömu átt. Fram hefur komið að stjórnvöld ríkisfjármála og peningamálastefnu greinir á um verðbólguhorfur næstu ára, en þar skakkar í raun ekki neinum ósköpum. Fremur mætti fagna því að spáð er ágætum hagvexti á næstu misserum og að doði og slaki hverfi úr hagkerfinu. Samtök iðnaðarins héldu nýlega árlegt útboðsþing þar sem kynntar voru framkvæmdaáætlanir stærstu opinberra aðila á árinu. Ljóst er af þeim áformum að fyrirtæki innan SI munu taka þátt í miklum og mikilvægum verkefnum í ár sem eru til þess fallin að stuðla að hagvexti án þess að skuldsetja þurfi ríkissjóð frekar. Takist að glæða fjárfestingu innlendra og erlendra aðila í samræmi við þau framkvæmdaáform sem kynnt voru á vettvangi SI, er ástæða til bjartsýni nú við upphaf helsta framkvæmdatíma ársins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Glæsilegt Viðskiptaþing var haldið í síðustu viku og hafa því verið gerð góð skil í fjölmiðlum. Aðsókn að þinginu var góð og hvert sæti skipað. Margt fróðlegt var þarna reifað en segja má að meginumfjöllunin hafi verið um þau fjölmörgu tækifæri sem framundan eru í íslensku viðskiptalífi og leiðir til að nýta þau sem best. Það eru gömul og augljós sannindi að þegar viðskipta- og atvinnulífi í landinu vegnar vel reynist það samfélagi okkar til heilla.Stöðugleiki í stað kollsteypu Vissulega komu fram skiptar skoðanir á því hvaða stefnu skuli taka í nokkrum veigamiklum málum sem gætu haft áhrif á efnahagsþróun næstu ára og áratuga. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um bestu leiðir til að auka hagsæld á Íslandi, enda stöndum við á nokkrum tímamótum hvað varðar framtíð efnahagslífs í landinu. Við erum hægt og bítandi að verða búin að vinna okkur út úr óvenju þungu áfalli og landsframleiðsla er að nálgast það stig er hún reis sem hæst. Við höfum krufið til mergjar mistök sem gerð voru meðan geyst var farið, ekki síst í erlendri skuldsetningu. Nú horfum við fram á veginn. Við hjá Samtökum iðnaðarins erum sammála öðrum hagsmunasamtökum í íslensku efnahagslífi þegar við teljum stöðugleika vera eitt helsta markmið efnahagsstefnu næstu ára. Þarna er vísað til almenns rekstrarumhverfis og helstu hagvísa. Í raun óskum við þess aðeins að stjórnendur í íslensku atvinnulífi geti búið við þannig rekstrarumhverfi að hægt sé að gera áætlanir fram í tímann sem ekki er kollvarpað í óvæntum dýfum og kollsteypum. Ég er sannfærð um að markmið okkar í þessu efni eru í engu frábrugðin markmiðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.Kanna kostina til hlítar Ekki þarf að fjölyrða um þann ágreining sem ríkt hefur um framtíðarskipan peningamála hér á landi. Stór hluti þjóðarinnar er, eins og viðskiptalífið, áfram um að fá sem gleggsta sýn á þá kosti sem bjóðast í framtíðinni. Ekki verður leyst úr þessum ágreiningi í einni svipan. Samtök iðnaðarins hafa, í samráði við félagsmenn sína, markað þá stefnu að kanna til hlítar hvaða kostir bjóðast í raun. Um þetta takast menn á og fylgir þar hver sinni sannfæringu. Á meðan megum við ekki missa sjónar á því verkefni sem við blasir. Það er að auka arðbæra fjárfestingu á Íslandi, jafnt innlenda sem erlenda. Greina þarf tækifærin og nýta þau sem best. Þannig stuðlum við að hagvexti og aukinni velsæld. Markmið okkar er í raun það sama og nú þurfum við öll að róa í sömu átt. Fram hefur komið að stjórnvöld ríkisfjármála og peningamálastefnu greinir á um verðbólguhorfur næstu ára, en þar skakkar í raun ekki neinum ósköpum. Fremur mætti fagna því að spáð er ágætum hagvexti á næstu misserum og að doði og slaki hverfi úr hagkerfinu. Samtök iðnaðarins héldu nýlega árlegt útboðsþing þar sem kynntar voru framkvæmdaáætlanir stærstu opinberra aðila á árinu. Ljóst er af þeim áformum að fyrirtæki innan SI munu taka þátt í miklum og mikilvægum verkefnum í ár sem eru til þess fallin að stuðla að hagvexti án þess að skuldsetja þurfi ríkissjóð frekar. Takist að glæða fjárfestingu innlendra og erlendra aðila í samræmi við þau framkvæmdaáform sem kynnt voru á vettvangi SI, er ástæða til bjartsýni nú við upphaf helsta framkvæmdatíma ársins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun