Saga mannsins með nærfatanafnið er lyginni líkust Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2014 07:00 Bruno Banani braut blað í sögu Kyrrahafseyjunnar Tonga þegar hann renndi sér í Sotsjí um síðustu helgi. Vísir/Getty Þegar hinn 26 ára gamli Bruno Banani frá Tonga renndi sér á baksleðanum niður brekkuna í Sotsjí um síðustu helgi rættist ósk Salote Mafile‘o Pilolevu Tuita, prinsessunnar af Tonga, um að eiga keppanda á Vetrarólympíuleikunum. Banani, sem keppt hefur á þremur heimsmeistaramótum, endaði í 32. sæti og stóð sig hreint með ágætum. Saga hans er lyginni líkust. Eiginlega bara hálfgerð lygi. Það er t.a.m. engin tilviljun að hann heitir það sama og þýski nærfataframleiðandinn Bruno Banani. Hann tók nefnilega upp nafn fyrirtækisins fyrir fimm árum í markaðsskyni og hefur síðan verið auglýsing fyrir fyrirtækið þar sem hann þýtur á baksleða niður brekkur heimsins á allt að 140 kílómetra hraða.Fundu glufu í regluverkinu Fuahea Semi, eins og hann heitir réttu nafni, mætti á hálfgert baksleðanámskeið sem þýski meistarinn Isabel Barschinski hélt á Tonga árið 2009 og í framhaldinu hafði markaðsfyrirtækið Makai samband við hann. Það viðraði þá hugmynd við Semi að byrja að æfa íþróttina af krafti og breyta nafni sínu í Bruno Banani. Reglur Ólympíunefndarinnar hvað varðar auglýsingar í kringum leikana eru mjög strangar og mega íþróttamenn ekki einu sinni birtast í þeim hvar sem er í heiminum á meðan á leikunum stendur. Ekki nema sé verið að auglýsa eitthvert af þeim fyrirtækjum sem styrkja Ólympíuleikana. „Ég virði Ólympíuleikana en við fundum þarna glufu í regluverkinu. Við fengum þá hugmynd að breyta nafni hans sem er ekki bannað,“ sagði Mathias Ihle, forstjóri Maikai, við ESPN í janúar. Hinum endurnefnda Banani var svo boðið til æfinga með þýska landsliðinu er hann reyndi að komast á Vetrarólympíuleikana í Vancouver 2010 en það tókst ekki. Hann hefur síðan keppt á þremur heimsmeistaramótum og er nú búinn að endurskrifa Ólympíusögu Tonga. Markaðsfyrirtækið breytti ekki bara nafni Semi heldur sögu hans. Faðir Semi fæðir og klæðir fjölskyldu sína með því að tína kassavarætur en þar sem þær þekkja ekki allir var frekar sagt að hann tíndi kókoshnetur. Sú setning fylgir svo alltaf Banani að hann „fái kraft úr kókoshnetum“. Þýska blaðið Der Spiegel kom upp um Banani fyrir tveimur árum en það stöðvaði hvorki nærfataframleiðandann né íþróttamanninn sjálfan. Hann hélt áfram ótrauður og tryggði sér keppnisrétt á ÓL 2014 í lok desember á síðasta ári. Prinsessan af Tonga var svo mætt til Sotsjí fyrir keppnina um síðustu helgi þar sem hún hoppaði og öskraði af gleði. „Áfram Bruno, áfram Tonga, áfram Tonga!“ hrópaði hún. Ekkert lítið ánægð með að draumur hennar rættist. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira
Þegar hinn 26 ára gamli Bruno Banani frá Tonga renndi sér á baksleðanum niður brekkuna í Sotsjí um síðustu helgi rættist ósk Salote Mafile‘o Pilolevu Tuita, prinsessunnar af Tonga, um að eiga keppanda á Vetrarólympíuleikunum. Banani, sem keppt hefur á þremur heimsmeistaramótum, endaði í 32. sæti og stóð sig hreint með ágætum. Saga hans er lyginni líkust. Eiginlega bara hálfgerð lygi. Það er t.a.m. engin tilviljun að hann heitir það sama og þýski nærfataframleiðandinn Bruno Banani. Hann tók nefnilega upp nafn fyrirtækisins fyrir fimm árum í markaðsskyni og hefur síðan verið auglýsing fyrir fyrirtækið þar sem hann þýtur á baksleða niður brekkur heimsins á allt að 140 kílómetra hraða.Fundu glufu í regluverkinu Fuahea Semi, eins og hann heitir réttu nafni, mætti á hálfgert baksleðanámskeið sem þýski meistarinn Isabel Barschinski hélt á Tonga árið 2009 og í framhaldinu hafði markaðsfyrirtækið Makai samband við hann. Það viðraði þá hugmynd við Semi að byrja að æfa íþróttina af krafti og breyta nafni sínu í Bruno Banani. Reglur Ólympíunefndarinnar hvað varðar auglýsingar í kringum leikana eru mjög strangar og mega íþróttamenn ekki einu sinni birtast í þeim hvar sem er í heiminum á meðan á leikunum stendur. Ekki nema sé verið að auglýsa eitthvert af þeim fyrirtækjum sem styrkja Ólympíuleikana. „Ég virði Ólympíuleikana en við fundum þarna glufu í regluverkinu. Við fengum þá hugmynd að breyta nafni hans sem er ekki bannað,“ sagði Mathias Ihle, forstjóri Maikai, við ESPN í janúar. Hinum endurnefnda Banani var svo boðið til æfinga með þýska landsliðinu er hann reyndi að komast á Vetrarólympíuleikana í Vancouver 2010 en það tókst ekki. Hann hefur síðan keppt á þremur heimsmeistaramótum og er nú búinn að endurskrifa Ólympíusögu Tonga. Markaðsfyrirtækið breytti ekki bara nafni Semi heldur sögu hans. Faðir Semi fæðir og klæðir fjölskyldu sína með því að tína kassavarætur en þar sem þær þekkja ekki allir var frekar sagt að hann tíndi kókoshnetur. Sú setning fylgir svo alltaf Banani að hann „fái kraft úr kókoshnetum“. Þýska blaðið Der Spiegel kom upp um Banani fyrir tveimur árum en það stöðvaði hvorki nærfataframleiðandann né íþróttamanninn sjálfan. Hann hélt áfram ótrauður og tryggði sér keppnisrétt á ÓL 2014 í lok desember á síðasta ári. Prinsessan af Tonga var svo mætt til Sotsjí fyrir keppnina um síðustu helgi þar sem hún hoppaði og öskraði af gleði. „Áfram Bruno, áfram Tonga, áfram Tonga!“ hrópaði hún. Ekkert lítið ánægð með að draumur hennar rættist.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira