Ár tónlistarfullnægingarinnar 13. febrúar 2014 11:30 Hvernig ætlar Frank Ocean að toppa Channel Orange? Ég fæ nánast fullnægingu þegar ég kíki yfir þær plötur sem væntanlegar eru á þessu ári. Margir af mínum eftirlætistónlistarmönnum bjóða upp á glænýtt efni árið 2014 og ég get ekki beðið eftir að sökkva mér í sófann með græjurnar í botni. Tónlistarmenn á borð við Adele, Chromeo, Death Cab for Cutie, Belle & Sebastian, Fleet Foxes, Modest Mouse, Lykke Li, My Morning Jacket, Frank Ocean og Pharrell gefa út plötur á árinu og ég á erfitt með að gera upp við mig yfir hverju ég er spenntust. Ég náttúrulega kolféll fyrir Channel Orange með Frank Ocean í hitteðfyrra – eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Sú plata komst næst því að vera fullkomin og því býst ég við miklu af Frank mínum. Ég veit ekki hvernig hann ætlar að toppa þessa frumraun sína en ég get ekki beðið eftir að heyra hann reyna – og vonandi takast. Adele er annað nafn sem kitlar mína tára- og tónlistarkirtla. Hún heillaði mig upp úr skónum þegar hún kom fram á sjónarsviðið og ef enn væri í tísku að hlusta á geisladiska hefði platan 21 verið spiluð í hengla í minni síðustu ástarsorg.Svo er það hann Pharrell. Elsku Pharrell sem virðist ekki getað stigið feilspor. Hann er óþolandi hæfileikaríkur. Svo ekki sé minnst á hve fagur hann er og skemmtilegur. Eins gott að hann geti drifið mig upp úr sófanum og látið mig dansa eins og enginn sé að horfa. Ég bið ekki um meira. Síðast ætla ég að nefna Death Cab for Cutie. Sú plata held ég að eigi eftir að koma mér mikið á óvart því sú síðasta, Codes and Keys, var miklu betri en ég þorði að vona. Biðin er erfiðust, eins og vitur maður sagði. Nú tekur hún víst við. Eins gott að allar þessar plötur verði biðarinnar virði. Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ég fæ nánast fullnægingu þegar ég kíki yfir þær plötur sem væntanlegar eru á þessu ári. Margir af mínum eftirlætistónlistarmönnum bjóða upp á glænýtt efni árið 2014 og ég get ekki beðið eftir að sökkva mér í sófann með græjurnar í botni. Tónlistarmenn á borð við Adele, Chromeo, Death Cab for Cutie, Belle & Sebastian, Fleet Foxes, Modest Mouse, Lykke Li, My Morning Jacket, Frank Ocean og Pharrell gefa út plötur á árinu og ég á erfitt með að gera upp við mig yfir hverju ég er spenntust. Ég náttúrulega kolféll fyrir Channel Orange með Frank Ocean í hitteðfyrra – eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Sú plata komst næst því að vera fullkomin og því býst ég við miklu af Frank mínum. Ég veit ekki hvernig hann ætlar að toppa þessa frumraun sína en ég get ekki beðið eftir að heyra hann reyna – og vonandi takast. Adele er annað nafn sem kitlar mína tára- og tónlistarkirtla. Hún heillaði mig upp úr skónum þegar hún kom fram á sjónarsviðið og ef enn væri í tísku að hlusta á geisladiska hefði platan 21 verið spiluð í hengla í minni síðustu ástarsorg.Svo er það hann Pharrell. Elsku Pharrell sem virðist ekki getað stigið feilspor. Hann er óþolandi hæfileikaríkur. Svo ekki sé minnst á hve fagur hann er og skemmtilegur. Eins gott að hann geti drifið mig upp úr sófanum og látið mig dansa eins og enginn sé að horfa. Ég bið ekki um meira. Síðast ætla ég að nefna Death Cab for Cutie. Sú plata held ég að eigi eftir að koma mér mikið á óvart því sú síðasta, Codes and Keys, var miklu betri en ég þorði að vona. Biðin er erfiðust, eins og vitur maður sagði. Nú tekur hún víst við. Eins gott að allar þessar plötur verði biðarinnar virði.
Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira