Gekk í allar gildrur höfundar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 12:00 Mest spennandi bók sem ég hef þýtt, segir þýðandinn Friðrik Rafnsson. Fréttablaðið/Daníel Bókin kom út haustið 2012 samtímis í Frakklandi og Sviss, en höfundurinn, Joël Dicker, er kornungur Svisslendingur, fæddur 1985,“ segir Friðrik Rafnsson, þýðandi bókarinnar Sannleikurinn um mál Harrys Quebert, sem kom út hjá Bjarti á dögunum. „Sagan sló strax alveg gjörsamlega í gegn,“ heldur Friðrik áfram. „Fékk tvenn verðlaun það sama haust, annars vegar verðlaun frönsku akademíunnar, sem er einhver virðulegasta stofnun Frakklands og kannski heimsins, og hins vegar verðlaun franskra menntaskólanema, það er að segja ungliðaverðlaun Prix Goncourt sem eru ein virtustu bókmenntaverðlaun Frakklands. Ég held ég megi fullyrða að það sé einsdæmi að sama bókin sé valin besta bók ársins af akademíunni, sem skipuð er íhaldssömum eldri borgurum, og 16 til 19 ára menntaskólanemum og það segir sitt um gæði bókarinnar.“ Annað merki um gæði bókarinnar segir Friðrik vera að hún hafi setið á topp tíu metsölulistanum í Frakklandi í tæpt ár. „Ég hef fylgst vel með sölu bókmennta í Frakklandi í bráðum þrjátíu ár og ég man bara eitt hliðstætt dæmi og það var bókin Óbærilegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera.“ Spurður hvort þessar tvær bækur eigi fleira sameiginlegt dregur Friðrik við sig svarið. „Ég ætla ekkert að fara að bera þær saman, en í báðum tilfellum er höfundurinn að segja mjög spennandi sögu en um leið að velta því fyrir sér hvað það er að segja sögu, þannig að báðar bækurnar eru á tveimur plönum en eru mjög aðgengilegar eigi að síður, þar með lýkur nú líkindunum, held ég.“Höfundurinn Joël Dicker er 28 ára Svisslendingur sem hefur heldur betur slegið í gegn.Sannleikurinn um mál Harrys Quebert er kynnt sem ástar- og glæpasaga og Friðrik segir það vissulega vera þræði í bókinni þótt það segi langt frá því alla söguna. „Þetta er glæpasaga að því leyti að morð kemur við sögu og síðan er ástarsaga annarrar aðalpersónunnar og unglingsstúlku einn af meginþráðunum.“ Friðrik segist yfirleitt vera nokkuð glúrinn í því að spotta plott glæpasagna en sú hafi ekki verið raunin með þessa bók. „Höfundurinn platar lesandann alveg endalaust, það er það sem er svo magnað við þessa bók. Ég gekk í allar gildrurnar hans.“ Sannleikurinn um mál Harrys Quebert hefur rokið beint í toppsæti metsölulista í öllum þeim löndum þar sem hún hefur komið út og Friðrik segir hana svo sannarlega standa undir því orðspori sem af henni fari. „Ég hef þýtt rúmlega þrjátíu bækur og ég held ég geti fullyrt að þessi er sú mest spennandi af þeim. Það var gríðarlega gaman að glíma við hana vegna þess að hún leynir svo á sér. Þetta er alveg stórmerkilegur höfundur sem svíkur engan sem hrífst af góðum bókmenntum.“ Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bókin kom út haustið 2012 samtímis í Frakklandi og Sviss, en höfundurinn, Joël Dicker, er kornungur Svisslendingur, fæddur 1985,“ segir Friðrik Rafnsson, þýðandi bókarinnar Sannleikurinn um mál Harrys Quebert, sem kom út hjá Bjarti á dögunum. „Sagan sló strax alveg gjörsamlega í gegn,“ heldur Friðrik áfram. „Fékk tvenn verðlaun það sama haust, annars vegar verðlaun frönsku akademíunnar, sem er einhver virðulegasta stofnun Frakklands og kannski heimsins, og hins vegar verðlaun franskra menntaskólanema, það er að segja ungliðaverðlaun Prix Goncourt sem eru ein virtustu bókmenntaverðlaun Frakklands. Ég held ég megi fullyrða að það sé einsdæmi að sama bókin sé valin besta bók ársins af akademíunni, sem skipuð er íhaldssömum eldri borgurum, og 16 til 19 ára menntaskólanemum og það segir sitt um gæði bókarinnar.“ Annað merki um gæði bókarinnar segir Friðrik vera að hún hafi setið á topp tíu metsölulistanum í Frakklandi í tæpt ár. „Ég hef fylgst vel með sölu bókmennta í Frakklandi í bráðum þrjátíu ár og ég man bara eitt hliðstætt dæmi og það var bókin Óbærilegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera.“ Spurður hvort þessar tvær bækur eigi fleira sameiginlegt dregur Friðrik við sig svarið. „Ég ætla ekkert að fara að bera þær saman, en í báðum tilfellum er höfundurinn að segja mjög spennandi sögu en um leið að velta því fyrir sér hvað það er að segja sögu, þannig að báðar bækurnar eru á tveimur plönum en eru mjög aðgengilegar eigi að síður, þar með lýkur nú líkindunum, held ég.“Höfundurinn Joël Dicker er 28 ára Svisslendingur sem hefur heldur betur slegið í gegn.Sannleikurinn um mál Harrys Quebert er kynnt sem ástar- og glæpasaga og Friðrik segir það vissulega vera þræði í bókinni þótt það segi langt frá því alla söguna. „Þetta er glæpasaga að því leyti að morð kemur við sögu og síðan er ástarsaga annarrar aðalpersónunnar og unglingsstúlku einn af meginþráðunum.“ Friðrik segist yfirleitt vera nokkuð glúrinn í því að spotta plott glæpasagna en sú hafi ekki verið raunin með þessa bók. „Höfundurinn platar lesandann alveg endalaust, það er það sem er svo magnað við þessa bók. Ég gekk í allar gildrurnar hans.“ Sannleikurinn um mál Harrys Quebert hefur rokið beint í toppsæti metsölulista í öllum þeim löndum þar sem hún hefur komið út og Friðrik segir hana svo sannarlega standa undir því orðspori sem af henni fari. „Ég hef þýtt rúmlega þrjátíu bækur og ég held ég geti fullyrt að þessi er sú mest spennandi af þeim. Það var gríðarlega gaman að glíma við hana vegna þess að hún leynir svo á sér. Þetta er alveg stórmerkilegur höfundur sem svíkur engan sem hrífst af góðum bókmenntum.“
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira