Okkur vantar upplýsingar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Ég verð vonandi seint sakaður um að vera lítill áhugamaður um umhverfis- og náttúruvernd. Þegar kemur að deilunum um veitumannvirki sunnan við Þjórsárver og að lagaumhverfinu, ákvarðanaferlinu og fleiru skyldu, fallast mér þó hendur. Ég átta mig á litlum hluta málefnisins. Mig grunar að þannig fari fyrir flestum. Sérfræðingar um orkumál hafa sín álit á miðlun vatns í virkjanir sem fyrir eru og hagkvæmni framkvæmda á umræddu svæði, jarðvísindamenn hafa sín á afrennsli frá Hofsjökli og verunum í Þjórsá og fleiru skyldu, og lífvísindamenn segja sitt um áhrifin á lífríkið. Svo koma þeir til sem íhuga landslagsheildir og hrein sjónræn áhrif mannvirkja, loks stjórnmálamennirnir og þannig mætti áfram telja. Óháð nýjustu breytingum á friðlandsmörkum og hugsanlegri endurskoðun Rammaáætlunar, tel ég eitt og annað vanta í opinberu umræðuna, þ.e. fyrst og fremst upplýsingar handa öllum þeim er ekki standa djúpum fótum í henni.Staðreyndir á borðið Hvað er veitulónið stórt ef af verður (sennilega mismunandi útfærslur)? Hvar væri það niður komið? Hefur það lítil, miðlungs eða mikil áhrif á tiltekna landslagsheild? Nákvæmlega hvers konar land færi undir vatn; vel gróið, lítt gróið, með öllu gróðurvana? Hvernig mannvirki þarf og hvar (sennilega mismunandi útfærslur sem auðvelt er að sýna)? Hver eru sjónrænu áhrifin (sæmilega sýnd með tölvulíkönum)? Hver eru fyrirsjáanleg áhrif á fossana í Þjórsá (sem innheldur bæði jökulvatn og lindar- og yfirborðsvatn)? Þá á ég ekki við ágiskanir heldur útreiknuð áhrif á sennilegu magnbili og eftir árstíðum. Minnkar rennslið í Dynk um 5%, 15% eða 50%? Er verið að eyðileggja alla fossana, eins og fréttamaður einn komst að orði? Í hverju felst hagkvæmnin? Öllum er til gagns, hver sem afstaða þeirra er nú, að fá staðreyndir á borðið. Þannig verður mikilvæg umræða um friðlýsingar, orkumál, ferðamennsku eða hvaðeina að öðru en þeim loftkenndu skylmingum sem hún er í allt of mörgum tilvikum. Því miður finnst mér því þannig varið nú um stundir og hef raunar áður minnst á skort á upplýsingum og staðreyndum í átökum og umræðum um náttúruvernd og náttúrunytjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég verð vonandi seint sakaður um að vera lítill áhugamaður um umhverfis- og náttúruvernd. Þegar kemur að deilunum um veitumannvirki sunnan við Þjórsárver og að lagaumhverfinu, ákvarðanaferlinu og fleiru skyldu, fallast mér þó hendur. Ég átta mig á litlum hluta málefnisins. Mig grunar að þannig fari fyrir flestum. Sérfræðingar um orkumál hafa sín álit á miðlun vatns í virkjanir sem fyrir eru og hagkvæmni framkvæmda á umræddu svæði, jarðvísindamenn hafa sín á afrennsli frá Hofsjökli og verunum í Þjórsá og fleiru skyldu, og lífvísindamenn segja sitt um áhrifin á lífríkið. Svo koma þeir til sem íhuga landslagsheildir og hrein sjónræn áhrif mannvirkja, loks stjórnmálamennirnir og þannig mætti áfram telja. Óháð nýjustu breytingum á friðlandsmörkum og hugsanlegri endurskoðun Rammaáætlunar, tel ég eitt og annað vanta í opinberu umræðuna, þ.e. fyrst og fremst upplýsingar handa öllum þeim er ekki standa djúpum fótum í henni.Staðreyndir á borðið Hvað er veitulónið stórt ef af verður (sennilega mismunandi útfærslur)? Hvar væri það niður komið? Hefur það lítil, miðlungs eða mikil áhrif á tiltekna landslagsheild? Nákvæmlega hvers konar land færi undir vatn; vel gróið, lítt gróið, með öllu gróðurvana? Hvernig mannvirki þarf og hvar (sennilega mismunandi útfærslur sem auðvelt er að sýna)? Hver eru sjónrænu áhrifin (sæmilega sýnd með tölvulíkönum)? Hver eru fyrirsjáanleg áhrif á fossana í Þjórsá (sem innheldur bæði jökulvatn og lindar- og yfirborðsvatn)? Þá á ég ekki við ágiskanir heldur útreiknuð áhrif á sennilegu magnbili og eftir árstíðum. Minnkar rennslið í Dynk um 5%, 15% eða 50%? Er verið að eyðileggja alla fossana, eins og fréttamaður einn komst að orði? Í hverju felst hagkvæmnin? Öllum er til gagns, hver sem afstaða þeirra er nú, að fá staðreyndir á borðið. Þannig verður mikilvæg umræða um friðlýsingar, orkumál, ferðamennsku eða hvaðeina að öðru en þeim loftkenndu skylmingum sem hún er í allt of mörgum tilvikum. Því miður finnst mér því þannig varið nú um stundir og hef raunar áður minnst á skort á upplýsingum og staðreyndum í átökum og umræðum um náttúruvernd og náttúrunytjar.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun