Spunatónleikar í Landnámssetrinu 6. febrúar 2014 08:30 Voces spontane MYND/Úr einkasafni „Þau langaði að koma og spila aðeins úti á landi, vera ekki bara í Reykjavík, og leyfa landsbyggðinni að njóta krafta sinna,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins, en austurríski spunahópurinn Voces spontane spilar í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 20. „Hópurinn kemur til landsins í tengslum við Myrka músíkdaga, en stofnandi hópsins, Sibyl Urbancic hafði samband og við tókum því fagnandi,“ heldur Sigríður áfram. „Þetta er æðislegt tónlistarfólk og þau eru að gera eitthvað mjög sérstakt,“ segir Sigríður jafnframt. Austurríski spunahópurinn Voces spontane var stofnaður árið 1993 af Sibyl Urbancic. Spunahópurinn hefur áður komið fram á Íslandi á Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju, ásamt Manuelu Wiesler flautuleikara, á MMD í Borgarleikhúsinu, á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, og haldið spunanámskeið í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hópurinn kemur nú frá Vínarborg til Íslands í fjórða sinn, að þessu sinni með klarinettutvennunni Stump-Linshalm, en þau eru bæði kennarar við Tónlistarháskólann í Vín, eins og félagar þeirra í Voces spontane. Fyrir tónleikaferðina til Íslands 2014 á Myrka músíkdaga í Hörpu, Landnámssetrið í Borgarnesi og Vatnasafnið í Stykkishólmi, valdi hópurinn tónsmíðar skrifaðar fyrir klarinettudúóið af diskunum Short Cuts til að byggja spunann á. Þannig geta áheyrendur valið verk, sem þeir vilja heyra flutt og spunnið út frá. Á listanum eru einnig tvö nýsamin verk tileinkuð Stump-Linshalm eftir Atla Heimi Sveinsson og Petru Stump, sem voru frumflutt á tónleikum hópsins á Myrkum músíkdögum í Reykjavík í ár. Spuninn felst í notkun raddar, blokkflautu, klarinettu og látbragðsleiks. Flytjendur eru Johann Leutgeb, bariton, Katharina Lugmayr, blokkflautur og Karin Schneider-Riessner, alt, ásamt klarinettu-dúóinu Stump-Linshalm, sem eru þau Heinz-Peter Linshalm og Petra Stump. Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þau langaði að koma og spila aðeins úti á landi, vera ekki bara í Reykjavík, og leyfa landsbyggðinni að njóta krafta sinna,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins, en austurríski spunahópurinn Voces spontane spilar í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 20. „Hópurinn kemur til landsins í tengslum við Myrka músíkdaga, en stofnandi hópsins, Sibyl Urbancic hafði samband og við tókum því fagnandi,“ heldur Sigríður áfram. „Þetta er æðislegt tónlistarfólk og þau eru að gera eitthvað mjög sérstakt,“ segir Sigríður jafnframt. Austurríski spunahópurinn Voces spontane var stofnaður árið 1993 af Sibyl Urbancic. Spunahópurinn hefur áður komið fram á Íslandi á Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju, ásamt Manuelu Wiesler flautuleikara, á MMD í Borgarleikhúsinu, á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, og haldið spunanámskeið í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hópurinn kemur nú frá Vínarborg til Íslands í fjórða sinn, að þessu sinni með klarinettutvennunni Stump-Linshalm, en þau eru bæði kennarar við Tónlistarháskólann í Vín, eins og félagar þeirra í Voces spontane. Fyrir tónleikaferðina til Íslands 2014 á Myrka músíkdaga í Hörpu, Landnámssetrið í Borgarnesi og Vatnasafnið í Stykkishólmi, valdi hópurinn tónsmíðar skrifaðar fyrir klarinettudúóið af diskunum Short Cuts til að byggja spunann á. Þannig geta áheyrendur valið verk, sem þeir vilja heyra flutt og spunnið út frá. Á listanum eru einnig tvö nýsamin verk tileinkuð Stump-Linshalm eftir Atla Heimi Sveinsson og Petru Stump, sem voru frumflutt á tónleikum hópsins á Myrkum músíkdögum í Reykjavík í ár. Spuninn felst í notkun raddar, blokkflautu, klarinettu og látbragðsleiks. Flytjendur eru Johann Leutgeb, bariton, Katharina Lugmayr, blokkflautur og Karin Schneider-Riessner, alt, ásamt klarinettu-dúóinu Stump-Linshalm, sem eru þau Heinz-Peter Linshalm og Petra Stump.
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira