Minning um nótt á hráum teknóstað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 11:00 "Við Ingólfur lögðum grunninn að þessu verki í fyrravor þegar ég dvaldi hjá honum nokkrar vikur í Berlín,“ segir hann um klarinettukonsertinn Sisyfos. Fréttablaðið/Valli „Við Ingólfur lögðum grunninn að þessu verki í fyrravor þegar ég dvaldi hjá honum nokkrar vikur í Berlín,“ segir Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld um klarinettukonsertinn Sisyfos sem frumfluttur var af Ingólfi Vilhjálmssyni og Kammersveit Reykjavíkur í Norðurljósasal Hörpu í gærkvöldi klukkan 21. Gunnar segir leiðir þeirra Ingólfs oft hafa legið saman á tónlistarbrautinni og tekur fram að verkið Sisyfos tengi þá saman á þrennan hátt. „Við vorum saman í heimspekitímum í MH þar sem við kynntumst fyrst goðsögninni um Sisyfos, sem Albert Camus fjallar um í þekktri heimspekiritgerð. Einnig vorum við saman á námskeiði í indverskum ryþmum við Konservatoríið í Amsterdam fyrir átta árum. Um miðbik konsertsins beiti ég tækninni sem við lærðum þar og gef þannig Ingólfi tækifæri til að rifja upp þessa tíma. Undir lokin dettur verkið svo inn í þrástefjaríkt algleymi og minningin um nótt á hráum teknóstað í gamalli raforkustöð í Berlín – E-Werk, árið 1994, nær að lauma sér inn í verkið á þessum tímapunkti.“ Þessar útskýringar kalla á enn frekari upplýsingar. „Eftir nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og MH fórum við Ingólfur báðir til Hollands, ég til Haag og hann til Amsterdam. Hann heimsótti mig og spilaði verk eftir mig á tónleikum í konunglega tónlistarskólanum í Haag. Svo var hann líka í kammersveitinni Seul og spilaði þar annað verk eftir mig,“ lýsir Gunnar og rifjar líka upp Interrail-ferðalag sem þeir félagar fóru í eftir kórferð með Hamrahlíðarkórnum til Danmerkur 1994. „Við tókum Austur-Evrópu og komum við í Berlín á áhugaverðum tíma, því aðeins nokkur ár voru liðin frá falli múrsins.“ Áður en að flutningi Sisyfosar kom, eða klukkan fimm í gær, var annað verk eftir Gunnar frumflutt. Það nefnist Regradeation og hljómaði líka í Norðurljósasal Hörpu, leikið af Stockholm saxofon kvartett. Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við Ingólfur lögðum grunninn að þessu verki í fyrravor þegar ég dvaldi hjá honum nokkrar vikur í Berlín,“ segir Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld um klarinettukonsertinn Sisyfos sem frumfluttur var af Ingólfi Vilhjálmssyni og Kammersveit Reykjavíkur í Norðurljósasal Hörpu í gærkvöldi klukkan 21. Gunnar segir leiðir þeirra Ingólfs oft hafa legið saman á tónlistarbrautinni og tekur fram að verkið Sisyfos tengi þá saman á þrennan hátt. „Við vorum saman í heimspekitímum í MH þar sem við kynntumst fyrst goðsögninni um Sisyfos, sem Albert Camus fjallar um í þekktri heimspekiritgerð. Einnig vorum við saman á námskeiði í indverskum ryþmum við Konservatoríið í Amsterdam fyrir átta árum. Um miðbik konsertsins beiti ég tækninni sem við lærðum þar og gef þannig Ingólfi tækifæri til að rifja upp þessa tíma. Undir lokin dettur verkið svo inn í þrástefjaríkt algleymi og minningin um nótt á hráum teknóstað í gamalli raforkustöð í Berlín – E-Werk, árið 1994, nær að lauma sér inn í verkið á þessum tímapunkti.“ Þessar útskýringar kalla á enn frekari upplýsingar. „Eftir nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og MH fórum við Ingólfur báðir til Hollands, ég til Haag og hann til Amsterdam. Hann heimsótti mig og spilaði verk eftir mig á tónleikum í konunglega tónlistarskólanum í Haag. Svo var hann líka í kammersveitinni Seul og spilaði þar annað verk eftir mig,“ lýsir Gunnar og rifjar líka upp Interrail-ferðalag sem þeir félagar fóru í eftir kórferð með Hamrahlíðarkórnum til Danmerkur 1994. „Við tókum Austur-Evrópu og komum við í Berlín á áhugaverðum tíma, því aðeins nokkur ár voru liðin frá falli múrsins.“ Áður en að flutningi Sisyfosar kom, eða klukkan fimm í gær, var annað verk eftir Gunnar frumflutt. Það nefnist Regradeation og hljómaði líka í Norðurljósasal Hörpu, leikið af Stockholm saxofon kvartett.
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira