Fjarskiptin þá og nú Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2014 13:00 Sverrir og Eva Magnúsdóttir, forstöðumaður þjónustu hjá Mílu, gerðu með sér samning. Mynd/Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari „Við settum strax upp sýningu á símtækjum þegar við opnuðum árið 2002. Það voru tæki af byggðasafninu í Skógum. Nú er sú sýning orðin að deild sem geymir minjar og sögu fjarskipta á Íslandi frá upphafi til okkar daga,“ segir Sverrir Magnússon, safnstjóri Samgöngusafnsins á Skógum. Hann segir safnið hafa tekið við Síma-og fjarskiptasafni Þjóðminjasafnsins sem var í gömlu loftskeytastöðinni á Melunum. Þannig hafi því áskotnast búnaður og tæki sem tilheyrðu áður Landsímanum. Nú myndi þau tæki kjarnann í fjarskiptadeildinni í Samgöngusafninu. Í framhaldinu segir hann safnið hafa byrjað að safna NMT-símtækjum. „NMT-kerfið var við lýði frá 1986 til 2010 og var aðalfjarskiptatæknin á hálendinu á því tímabili. Símtækin voru klossuð til að byrja með en þróunin var þannig að í lokin voru þau orðin nettari og ekki ólík GSM-tækjunum sem tóku við af þeim,“ útskýrir hann. Talstöðvar eru meðal safngripanna á Skógum, allt frá fyrstu talstöðvum sem komu fyrst til landsins til nýjustu tetrastöðvanna.Svona símar voru á sveitabæjum landsins á síðustu öld.Mynd/Samgöngusafnið á Skógum Samgöngusafnið hefur fengið loforð frá Símanum um að styrkja starfsemi þessarar deildar fjárhagslega og í vikunni var undirritaður ámóta samningur við Mílu sem tók við dreifikerfinu af Landsímanum og byggir því á um 100 ára sögu fjarskipta. „Þetta eru samstarfssamningar þannig að við tökum að okkur að varðveita búnað og tæki um ókomin ár þó þau séu ekki á sýningunni,“ segir Sverrir og upplýsir að safnið hafi nýlega tekið í notkun nýtt 1.750 fermetra hús, áfast við sýningarrýmið. „Við byggðum þetta hús í kreppunni án nokkurra styrkja,“ segir hann. „Það er geymsla fyrir ökutæki og alls konar muni.“ Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við settum strax upp sýningu á símtækjum þegar við opnuðum árið 2002. Það voru tæki af byggðasafninu í Skógum. Nú er sú sýning orðin að deild sem geymir minjar og sögu fjarskipta á Íslandi frá upphafi til okkar daga,“ segir Sverrir Magnússon, safnstjóri Samgöngusafnsins á Skógum. Hann segir safnið hafa tekið við Síma-og fjarskiptasafni Þjóðminjasafnsins sem var í gömlu loftskeytastöðinni á Melunum. Þannig hafi því áskotnast búnaður og tæki sem tilheyrðu áður Landsímanum. Nú myndi þau tæki kjarnann í fjarskiptadeildinni í Samgöngusafninu. Í framhaldinu segir hann safnið hafa byrjað að safna NMT-símtækjum. „NMT-kerfið var við lýði frá 1986 til 2010 og var aðalfjarskiptatæknin á hálendinu á því tímabili. Símtækin voru klossuð til að byrja með en þróunin var þannig að í lokin voru þau orðin nettari og ekki ólík GSM-tækjunum sem tóku við af þeim,“ útskýrir hann. Talstöðvar eru meðal safngripanna á Skógum, allt frá fyrstu talstöðvum sem komu fyrst til landsins til nýjustu tetrastöðvanna.Svona símar voru á sveitabæjum landsins á síðustu öld.Mynd/Samgöngusafnið á Skógum Samgöngusafnið hefur fengið loforð frá Símanum um að styrkja starfsemi þessarar deildar fjárhagslega og í vikunni var undirritaður ámóta samningur við Mílu sem tók við dreifikerfinu af Landsímanum og byggir því á um 100 ára sögu fjarskipta. „Þetta eru samstarfssamningar þannig að við tökum að okkur að varðveita búnað og tæki um ókomin ár þó þau séu ekki á sýningunni,“ segir Sverrir og upplýsir að safnið hafi nýlega tekið í notkun nýtt 1.750 fermetra hús, áfast við sýningarrýmið. „Við byggðum þetta hús í kreppunni án nokkurra styrkja,“ segir hann. „Það er geymsla fyrir ökutæki og alls konar muni.“
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira