Tónleikar í bílageymslu RÚV Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. janúar 2014 11:00 Strengjasveitin Skark hefur áður spilað í bílakjallara Hörpu þar sem Suzuki-jeppar léku stórt hlutverk í tónleikunum. „Við förum örugglega bráðum að kalla okkur bílskúrsband,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, einn meðlima strengjasveitarinnar Skarks, sem í dag verður með tónleika í bílageymslu RÚV þaðan sem sent verður út beint bæði á Rás 1 og heimasíðu RÚV. „Þannig var að því miður var stúdíóið í Efstaleiti upptekið á þeim tíma sem tónleikarnir voru planaðir og bílageymslan var það sem þeir gátu boðið okkur upp á svo að einhvern veginn virðumst við og nútímatónlistin hafa fundið einhvern hljómgrunn í bílakjöllurum.“ Hér vísar Guðný í tónleika sem Skark hélt í bílastæðahúsi Hörpu síðastliðið sumar. Þar blönduðu hljómlistarmennirnir saman tónlist og gjörningi með fjóra Suzuki-jeppa og Guðný segir sveitina hafa verið að færast nær gjörningalist smátt og smátt, þótt auðvitað sé hún fyrst og fremst tónleikasveit. Skark er skipuð tólf tónlistarmönnum og stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason. Á tónleikunum í RÚV verða frumflutt verk eftir þrjú íslensk tónskáld; Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur, Óttar Sæmundsen og Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem öll sömdu verkin sérstaklega fyrir Skark. Auk þess verður flutt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson frá árinu 1982. „Við erum að vinna með ákveðið konsept á þessum tónleikum og skoða tengsl tónlistar og myndlistar,“ segir Guðný. „Við vísum í þekkt málverk, en ég ætla ekki að gefa meira upp um það til að svipta ekki væntanlega áhorfendur forvitninni.“Tónleikarnir og útsendingin hefjast klukkan 16 í dag og eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við förum örugglega bráðum að kalla okkur bílskúrsband,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, einn meðlima strengjasveitarinnar Skarks, sem í dag verður með tónleika í bílageymslu RÚV þaðan sem sent verður út beint bæði á Rás 1 og heimasíðu RÚV. „Þannig var að því miður var stúdíóið í Efstaleiti upptekið á þeim tíma sem tónleikarnir voru planaðir og bílageymslan var það sem þeir gátu boðið okkur upp á svo að einhvern veginn virðumst við og nútímatónlistin hafa fundið einhvern hljómgrunn í bílakjöllurum.“ Hér vísar Guðný í tónleika sem Skark hélt í bílastæðahúsi Hörpu síðastliðið sumar. Þar blönduðu hljómlistarmennirnir saman tónlist og gjörningi með fjóra Suzuki-jeppa og Guðný segir sveitina hafa verið að færast nær gjörningalist smátt og smátt, þótt auðvitað sé hún fyrst og fremst tónleikasveit. Skark er skipuð tólf tónlistarmönnum og stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason. Á tónleikunum í RÚV verða frumflutt verk eftir þrjú íslensk tónskáld; Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur, Óttar Sæmundsen og Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem öll sömdu verkin sérstaklega fyrir Skark. Auk þess verður flutt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson frá árinu 1982. „Við erum að vinna með ákveðið konsept á þessum tónleikum og skoða tengsl tónlistar og myndlistar,“ segir Guðný. „Við vísum í þekkt málverk, en ég ætla ekki að gefa meira upp um það til að svipta ekki væntanlega áhorfendur forvitninni.“Tónleikarnir og útsendingin hefjast klukkan 16 í dag og eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum.
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira