Vaxtabætur skornar niður við trog! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 28. janúar 2014 11:00 Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ræða stöðu þeirra sem bera byrðar vegna íbúðaskulda á Íslandi. Einn er þó sá þáttur þeirra mála sem furðu litla athygli hefur fengið og það er beinn stuðningur ríkisins við tekjulágar fjölskyldur í þessari stöðu gegnum vaxtabótakerfið. Til að skilja þetta mál betur er rétt að gefa stutt yfirlit um þróun undangenginna ára og núverandi stöðu mála. Ein af fyrstu ráðstöfunum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við þrotabúi nýfrjálshyggjunnar 1. febrúar 2009, var að stórhækka vaxtabætur strax á því ári. Var það gert þrátt fyrir erfiða stöðu ríkissjóðs. Þessi hækkun vaxtabóta var ein hin fyrsta af viðamiklum aðgerðum, bæði almennum og sértækum, til stuðnings þeim fjölmörgu fjölskyldum sem lentu í erfiðleikum og áttu um sárt að binda vegna hrunsins. Vaxtabætur eru ein skilvirkasta leiðin til að aðstoða tekjulægra fólk með þunga greiðslubyrði af íbúðarlánum. Eftir því sem leið á kjörtímabilið var aukið verulega við þennan stuðning og náði hann hámarki á árunum 2011 og 2012 m.a. með tilkomu sérstakra vaxtaniðurgreiðslna. Staðreyndirnar tala sínu máli, samanber meðfylgjandi töflu.Stuðningur við fjölskyldur lækkar Eins og sést á þessum tölum þá vex stuðningurinn verulega strax á árinu 2009, eða um rúma 3 milljarða króna á verðlagi ársins 2013. Þá er varið tæplega 12,5 milljörðum króna til greiðslu vaxtabóta eða 4 milljörðum meira en gert var árin 2006 og 2007 á sambærilegu verðlagi. Með tilkomu sérstöku vaxtaniðurgreiðslunnar árin 2011 og 2012 verða þetta svo mjög háar fjárhæðir eða 20,7 milljarðar króna þegar best lét. Þá lét nærri að þriðjungur vaxtakostnaðar heimilanna vegna íbúðarlána væri endurgreiddur. Árin 2012 og 2013 dró svo nokkuð úr kostnaði vegna almennra vaxtabóta þrátt fyrir óbreyttar reglur sem skýrist af lækkun skulda. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi að árið 2013 var sett í forgang að hækka barnabætur umtalsvert eða um 2,5 milljarða króna. En nú ber svo við að ríkisstjórn framsóknar- og sjálfstæðismanna fer með vaxtabæturnar sérstaklega undir niðurskurðarhnífinn. Til greiðslu vaxtabóta í heild verður samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum ársins 2014 varið 8.925 milljónum króna. Frá þeirri fjárhæð dragast 500 milljónir til greiðslu sérstakra vaxtabóta vegna lánsveða sem fyrri ríkisstjórn ákvað en koma til útgreiðslu nú. Þá standa eftir 8.425 milljónir á verðlagi fjárlaga ársins 2014. Sé það gert samanburðarhæft við verðlag ársins 2013 og þar með töfluna hér að ofan lætur nærri að talan sé 8.150 milljónir króna. Sem sagt lægsta fjárhæð að raungildi sem runnið hefur til greiðslu vaxtabóta í 9 ár. Bíddu nú við; átti ekki að standa með heimilunum sem aldrei fyrr í aðdraganda kosninga og ekki vantaði að fallega var talað til lágtekjufólks um áramótin? Samt er þetta svona með vaxtabæturnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ræða stöðu þeirra sem bera byrðar vegna íbúðaskulda á Íslandi. Einn er þó sá þáttur þeirra mála sem furðu litla athygli hefur fengið og það er beinn stuðningur ríkisins við tekjulágar fjölskyldur í þessari stöðu gegnum vaxtabótakerfið. Til að skilja þetta mál betur er rétt að gefa stutt yfirlit um þróun undangenginna ára og núverandi stöðu mála. Ein af fyrstu ráðstöfunum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við þrotabúi nýfrjálshyggjunnar 1. febrúar 2009, var að stórhækka vaxtabætur strax á því ári. Var það gert þrátt fyrir erfiða stöðu ríkissjóðs. Þessi hækkun vaxtabóta var ein hin fyrsta af viðamiklum aðgerðum, bæði almennum og sértækum, til stuðnings þeim fjölmörgu fjölskyldum sem lentu í erfiðleikum og áttu um sárt að binda vegna hrunsins. Vaxtabætur eru ein skilvirkasta leiðin til að aðstoða tekjulægra fólk með þunga greiðslubyrði af íbúðarlánum. Eftir því sem leið á kjörtímabilið var aukið verulega við þennan stuðning og náði hann hámarki á árunum 2011 og 2012 m.a. með tilkomu sérstakra vaxtaniðurgreiðslna. Staðreyndirnar tala sínu máli, samanber meðfylgjandi töflu.Stuðningur við fjölskyldur lækkar Eins og sést á þessum tölum þá vex stuðningurinn verulega strax á árinu 2009, eða um rúma 3 milljarða króna á verðlagi ársins 2013. Þá er varið tæplega 12,5 milljörðum króna til greiðslu vaxtabóta eða 4 milljörðum meira en gert var árin 2006 og 2007 á sambærilegu verðlagi. Með tilkomu sérstöku vaxtaniðurgreiðslunnar árin 2011 og 2012 verða þetta svo mjög háar fjárhæðir eða 20,7 milljarðar króna þegar best lét. Þá lét nærri að þriðjungur vaxtakostnaðar heimilanna vegna íbúðarlána væri endurgreiddur. Árin 2012 og 2013 dró svo nokkuð úr kostnaði vegna almennra vaxtabóta þrátt fyrir óbreyttar reglur sem skýrist af lækkun skulda. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi að árið 2013 var sett í forgang að hækka barnabætur umtalsvert eða um 2,5 milljarða króna. En nú ber svo við að ríkisstjórn framsóknar- og sjálfstæðismanna fer með vaxtabæturnar sérstaklega undir niðurskurðarhnífinn. Til greiðslu vaxtabóta í heild verður samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum ársins 2014 varið 8.925 milljónum króna. Frá þeirri fjárhæð dragast 500 milljónir til greiðslu sérstakra vaxtabóta vegna lánsveða sem fyrri ríkisstjórn ákvað en koma til útgreiðslu nú. Þá standa eftir 8.425 milljónir á verðlagi fjárlaga ársins 2014. Sé það gert samanburðarhæft við verðlag ársins 2013 og þar með töfluna hér að ofan lætur nærri að talan sé 8.150 milljónir króna. Sem sagt lægsta fjárhæð að raungildi sem runnið hefur til greiðslu vaxtabóta í 9 ár. Bíddu nú við; átti ekki að standa með heimilunum sem aldrei fyrr í aðdraganda kosninga og ekki vantaði að fallega var talað til lágtekjufólks um áramótin? Samt er þetta svona með vaxtabæturnar.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun