Nálgast Mozart sem vin Ugla Egilsdóttir skrifar 25. janúar 2014 11:00 Domenico Codispoti hefur komið margoft til Íslands. Mynd/Gettyimages Ítalski píanistinn Domenico Codispoti spilar á minningartónleikum í tilefni af afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozart á Kjarvalsstöðum á mánudaginn klukkan 18, ásamt strengjakvartett. „Ég reyni að nálgast verk Mozarts eins og hann sé vinur minn,“ segir Domenico. „Oft er sagt að aðeins börn og gamalmenni geti spilað lög eftir Mozart og ég er hvorugt,“ segir hann. „Ég er mitt á milli.“ Domenico segist reyna að draga fram það vinalega í tónlist Mozarts í sinni túlkun, sem hann vill meina að sé eins konar millivegur á milli þungans sem einkenndi síðustu tónverk Mozarts og léttleikans í tónlistinni sem Mozart samdi snemma á ferlinum. „Þannig upplifi ég tónlist hans um þessar mundir, sem vinalega,“ segir Domenico. Spilaðir verða tveir píanókonsertar eftir Mozart á tónleikunum, kv-414 og 415. „Mozart samdi þessa konserta snemma á ferlinum og þeir einkennast af léttleika og galsa,“ segir Domenico. „Undantekningin á því eru miðjukaflarnir.“ Þetta er sjöunda eða áttunda heimsókn Domenico til Íslands. „Ég vonast til að sjá norðurljósin í þetta skiptið, en ég veit ekki hvort heppnin verður með mér,“ segir hann. Eftir Íslandsheimsóknina flýgur Domenico heim til Rómar. „Þaðan held ég rakleiðis í heimabæinn minn til að hitta systur mína. Hún var að eignast barn og verður í vikuheimsókn á Ítalíu, en hún býr í Burkina Faso. Þið losnið samt ekki við mig svo auðveldlega,“ segir Domenico. „Ég kem aftur til Íslands í lok júlí til að spila á Reykholtshátíðinni. Það verður í fyrsta sinn sem ég kem yfir sumartímann.“ Með Domenico á Kjarvalsstöðum spila Laufey Sigurðardóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir á strengjahljóðfæri. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ítalski píanistinn Domenico Codispoti spilar á minningartónleikum í tilefni af afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozart á Kjarvalsstöðum á mánudaginn klukkan 18, ásamt strengjakvartett. „Ég reyni að nálgast verk Mozarts eins og hann sé vinur minn,“ segir Domenico. „Oft er sagt að aðeins börn og gamalmenni geti spilað lög eftir Mozart og ég er hvorugt,“ segir hann. „Ég er mitt á milli.“ Domenico segist reyna að draga fram það vinalega í tónlist Mozarts í sinni túlkun, sem hann vill meina að sé eins konar millivegur á milli þungans sem einkenndi síðustu tónverk Mozarts og léttleikans í tónlistinni sem Mozart samdi snemma á ferlinum. „Þannig upplifi ég tónlist hans um þessar mundir, sem vinalega,“ segir Domenico. Spilaðir verða tveir píanókonsertar eftir Mozart á tónleikunum, kv-414 og 415. „Mozart samdi þessa konserta snemma á ferlinum og þeir einkennast af léttleika og galsa,“ segir Domenico. „Undantekningin á því eru miðjukaflarnir.“ Þetta er sjöunda eða áttunda heimsókn Domenico til Íslands. „Ég vonast til að sjá norðurljósin í þetta skiptið, en ég veit ekki hvort heppnin verður með mér,“ segir hann. Eftir Íslandsheimsóknina flýgur Domenico heim til Rómar. „Þaðan held ég rakleiðis í heimabæinn minn til að hitta systur mína. Hún var að eignast barn og verður í vikuheimsókn á Ítalíu, en hún býr í Burkina Faso. Þið losnið samt ekki við mig svo auðveldlega,“ segir Domenico. „Ég kem aftur til Íslands í lok júlí til að spila á Reykholtshátíðinni. Það verður í fyrsta sinn sem ég kem yfir sumartímann.“ Með Domenico á Kjarvalsstöðum spila Laufey Sigurðardóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir á strengjahljóðfæri.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira