Ráðdeild í rekstri Eva Magnúsdóttir skrifar 22. janúar 2014 06:00 Kæri Mosfellingur, ég heillaðist af Mosfellsbæ árið 1998 og hef verið búsett hér síðan ásamt fjölskyldu minni. Dásamleg lega bæjarins felur í sér að hann er eitt allsherjar útivistarsvæði á milli fjalls og fjöru. Bærinn er náttúruperla í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem allir þekkja alla, stutt er í skóla, íþróttir og útiveru og frábært að ala upp börn. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og varðveita hana fyrir komandi kynslóðir. Þá er nauðsynlegt að skipulag taki mið af því að viðhalda því sem gerir Mosfellsbæ eftirsóttan; einstakt aðgengi að útivist þar sem náttúran er alls staðar í göngufæri, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og valfrelsi í skólamálum.Stórt heimili Sveitarfélag er eins og risastórt heimili eða fyrirtæki og á að rekast sem slíkt. Að ráðstafa fé annarra á ekki að vera auðveldara en að ráðstafa sínu eigin. Að mínu mati er ráðdeild í rekstri sveitarfélags gríðarlega mikilvæg en einnig að sköttum og öðrum álögum verði haldið í lágmarki þar sem barnafjölskyldur eru margar í Mosó. Við þurfum af virðingu að forgangsraða því hvernig við ráðstöfum fé til hinna ýmsu málaflokka. Sanngirnissjónarmiðin þurfa að vera í hávegum höfð og við þurfum að huga að komandi kynslóðum.Íbúalýðræði í skólamálum Ég er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar og hef setið í nefndinni undanfarin 5 ár. Fræðslumálin eru stærsti einstaki útgjaldaliður bæjarins því þar erum við að leggja drög að byggingu tveggja nýrra skóla. Núverandi skólar eru orðnir yfirfullir vegna fjölgunar í bæjarfélaginu og það ýtir undir mikilvægi þess að vanda ákvarðanir. Í heilt ár hefur meirihluti Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna leitt þetta verkefni í nánu samstarfi við foreldra, skólasamfélagið og ráðgjafa og hefur það verið afar lærdómsríkt ferli. Mörg sjónarmið hafa komið fram og mun sú ákvörðun sem tekin verður því byggja á ítarlegri greiningu á stöðunni og sannkölluðu íbúalýðræði. Almennt tel ég að við þurfum að vera meðvituð um að bæta skólastarfið, vera opin og raunsæ hvað varðar skóla án aðgreiningar og hafa valfrelsi að leiðarljósi. Við þurfum að bæta grunnfærni barna á yngri stigum og samfella í skólastarfi er mikilvæg frá leikskóla til framhaldsskóla. Þá tel ég að sveitarfélög ættu að hafa val um að taka yfir framhaldsskólana til að þjóna því markmiði.Fjölbreytt tómstundastarf Mosfellsbær býður upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf þar sem hægt er að stunda fjölbreytta hreyfingu, jafnt útihlaup og göngur í dásamlegu umhverfi, fimleika, fótbolta, hestamennsku, akstur krossara, skátastarfs, tónlist, myndlist eða söngnám. Ég er hlynnt því að halda í það valfrelsi sem boðið er upp á. Ég sat í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af í 8 ár sem formaður, og leiddi þar uppbyggingu og stækkun deildarinnar ásamt því að vinna að bættri aðstöðu fimleikabarna í bæjarfélaginu. Þessi ár eru mér dýrmæt og ég þekki vel hversu gefandi það er að leiða sjálfboðastarf innan íþróttafélags og vil standa við bakið á því. Ég hef á undanförnum árum fengið tækifæri til þess að koma að margvíslegum málum í bænum okkar, aðallega er snúa að íþrótta og fræðslustarfi barna. Jafnframt hef ég setið í stjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ sl. ár og verið varaþingmaður Suðvestur kjördæmis 2009-2013. Ég er með MBA í Viðskiptafræði og stjórnun og hef starfað sem forstöðumaður hjá Mílu ehf. og setið þar í framkvæmdastjórn sl. 7 ár auk þess að hafa verið forstöðumaður almannatengsla til fjölda ára hjá Símanum. Ég er reiðubúin til að nýta mína reynslu áfram í þágu Mosfellsbæjar. Ég óska eftir stuðningi þínum í 4. sætið til þess að halda áfram að taka þátt í uppbyggingu í þessu fallega bæjarfélagi. Ég hef mikla ánægju af þeim verkefnum sem mér hafa verið falin og tekst auðveldlega á við nýjar áskoranir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Kæri Mosfellingur, ég heillaðist af Mosfellsbæ árið 1998 og hef verið búsett hér síðan ásamt fjölskyldu minni. Dásamleg lega bæjarins felur í sér að hann er eitt allsherjar útivistarsvæði á milli fjalls og fjöru. Bærinn er náttúruperla í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem allir þekkja alla, stutt er í skóla, íþróttir og útiveru og frábært að ala upp börn. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og varðveita hana fyrir komandi kynslóðir. Þá er nauðsynlegt að skipulag taki mið af því að viðhalda því sem gerir Mosfellsbæ eftirsóttan; einstakt aðgengi að útivist þar sem náttúran er alls staðar í göngufæri, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og valfrelsi í skólamálum.Stórt heimili Sveitarfélag er eins og risastórt heimili eða fyrirtæki og á að rekast sem slíkt. Að ráðstafa fé annarra á ekki að vera auðveldara en að ráðstafa sínu eigin. Að mínu mati er ráðdeild í rekstri sveitarfélags gríðarlega mikilvæg en einnig að sköttum og öðrum álögum verði haldið í lágmarki þar sem barnafjölskyldur eru margar í Mosó. Við þurfum af virðingu að forgangsraða því hvernig við ráðstöfum fé til hinna ýmsu málaflokka. Sanngirnissjónarmiðin þurfa að vera í hávegum höfð og við þurfum að huga að komandi kynslóðum.Íbúalýðræði í skólamálum Ég er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar og hef setið í nefndinni undanfarin 5 ár. Fræðslumálin eru stærsti einstaki útgjaldaliður bæjarins því þar erum við að leggja drög að byggingu tveggja nýrra skóla. Núverandi skólar eru orðnir yfirfullir vegna fjölgunar í bæjarfélaginu og það ýtir undir mikilvægi þess að vanda ákvarðanir. Í heilt ár hefur meirihluti Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna leitt þetta verkefni í nánu samstarfi við foreldra, skólasamfélagið og ráðgjafa og hefur það verið afar lærdómsríkt ferli. Mörg sjónarmið hafa komið fram og mun sú ákvörðun sem tekin verður því byggja á ítarlegri greiningu á stöðunni og sannkölluðu íbúalýðræði. Almennt tel ég að við þurfum að vera meðvituð um að bæta skólastarfið, vera opin og raunsæ hvað varðar skóla án aðgreiningar og hafa valfrelsi að leiðarljósi. Við þurfum að bæta grunnfærni barna á yngri stigum og samfella í skólastarfi er mikilvæg frá leikskóla til framhaldsskóla. Þá tel ég að sveitarfélög ættu að hafa val um að taka yfir framhaldsskólana til að þjóna því markmiði.Fjölbreytt tómstundastarf Mosfellsbær býður upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf þar sem hægt er að stunda fjölbreytta hreyfingu, jafnt útihlaup og göngur í dásamlegu umhverfi, fimleika, fótbolta, hestamennsku, akstur krossara, skátastarfs, tónlist, myndlist eða söngnám. Ég er hlynnt því að halda í það valfrelsi sem boðið er upp á. Ég sat í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af í 8 ár sem formaður, og leiddi þar uppbyggingu og stækkun deildarinnar ásamt því að vinna að bættri aðstöðu fimleikabarna í bæjarfélaginu. Þessi ár eru mér dýrmæt og ég þekki vel hversu gefandi það er að leiða sjálfboðastarf innan íþróttafélags og vil standa við bakið á því. Ég hef á undanförnum árum fengið tækifæri til þess að koma að margvíslegum málum í bænum okkar, aðallega er snúa að íþrótta og fræðslustarfi barna. Jafnframt hef ég setið í stjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ sl. ár og verið varaþingmaður Suðvestur kjördæmis 2009-2013. Ég er með MBA í Viðskiptafræði og stjórnun og hef starfað sem forstöðumaður hjá Mílu ehf. og setið þar í framkvæmdastjórn sl. 7 ár auk þess að hafa verið forstöðumaður almannatengsla til fjölda ára hjá Símanum. Ég er reiðubúin til að nýta mína reynslu áfram í þágu Mosfellsbæjar. Ég óska eftir stuðningi þínum í 4. sætið til þess að halda áfram að taka þátt í uppbyggingu í þessu fallega bæjarfélagi. Ég hef mikla ánægju af þeim verkefnum sem mér hafa verið falin og tekst auðveldlega á við nýjar áskoranir.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun