Listaverk ofin úr tískufatnaði gnægtasamfélagsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2014 11:00 „Ég lærði í vefnaðarskóla í Finnlandi fyrir mörgum árum. Hætti í háskóla og fór í vefnaðarskóla,“ segir Anna María Lind Geirsdóttir sem síðar tók gráðu í textíllist við háskóla í Bretlandi. „Það er svolítill leikur í sýningunni, hún er unnin út frá pælingum um gallabuxur og boli sem voru fatnaður verkamanna en þróuðust síðan í að verða föt uppreisnargjarnra ungmenna með Marlon Brando og James Dean í fararbroddi. Síðar urðu gallabuxur og bolir tískufatnaður og eru enn,“ segir Anna María Lind Geirsdóttir myndlistarmaður um efniviðinn í listaverkum sem hún sýnir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 um þessar mundir. Anna María er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður. Hún vinnur í vefstól og stundar spunagjörninga og kveðst hafa ofið verkin í SÍM-salnum sérstaklega inn í það rými. Hún klippir og sker niður notuð föt og vefur úr lengjunum. Gallabuxurnar eru bláar en bolirnir í mismunandi litum og draga verkin heiti sín af litunum.Verkin eru ofin með aðferð sem nefnist skekkt brekán.Fréttablaðið/ValliEn hvar lærði Anna María að vefa? „Ég lærði í vefnaðarskóla í Finnlandi fyrir mörgum árum. Hætti í háskóla og fór í vefnaðarskóla. Seinna útskrifaðist ég svo með MA-gráðu í textíllist frá háskólanum í Southampton í Bretlandi og hef tekið þátt í mörgum samsýningum á Norðurlöndunum og í Bretlandi.“ Síðast var Anna María með í útimyndlistarsýningunni Undir berum himni í Reykjavík síðasta sumar og á sama tíma sýndi hún á samsýningunni Muu maa/Another country í Finnlandi. Hún mun eiga verk á stórri samsýningu sem nefnist What is textil? og opnuð verður í Edinborg í byrjun febrúar. „Framlag mitt þar er tuskuveggteppi með rósabandi og annað úr ljósmyndum sem ég spann,“ lýsir hún. Hún er enn með rósabandsuppsetningu í vefstólnum sem hún kveðst ætla að halda áfram með en ekki enn hafa ákveðið hvert ívafið verður. „Annars er ég að hekla húfur fyrir þá sem hjálpuðu mér að setja upp sýninguna,“ segir hún að lokum.Sýningin verður opin alla virka daga frá klukkan 10 til 16 fram til 24. janúar. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er svolítill leikur í sýningunni, hún er unnin út frá pælingum um gallabuxur og boli sem voru fatnaður verkamanna en þróuðust síðan í að verða föt uppreisnargjarnra ungmenna með Marlon Brando og James Dean í fararbroddi. Síðar urðu gallabuxur og bolir tískufatnaður og eru enn,“ segir Anna María Lind Geirsdóttir myndlistarmaður um efniviðinn í listaverkum sem hún sýnir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 um þessar mundir. Anna María er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður. Hún vinnur í vefstól og stundar spunagjörninga og kveðst hafa ofið verkin í SÍM-salnum sérstaklega inn í það rými. Hún klippir og sker niður notuð föt og vefur úr lengjunum. Gallabuxurnar eru bláar en bolirnir í mismunandi litum og draga verkin heiti sín af litunum.Verkin eru ofin með aðferð sem nefnist skekkt brekán.Fréttablaðið/ValliEn hvar lærði Anna María að vefa? „Ég lærði í vefnaðarskóla í Finnlandi fyrir mörgum árum. Hætti í háskóla og fór í vefnaðarskóla. Seinna útskrifaðist ég svo með MA-gráðu í textíllist frá háskólanum í Southampton í Bretlandi og hef tekið þátt í mörgum samsýningum á Norðurlöndunum og í Bretlandi.“ Síðast var Anna María með í útimyndlistarsýningunni Undir berum himni í Reykjavík síðasta sumar og á sama tíma sýndi hún á samsýningunni Muu maa/Another country í Finnlandi. Hún mun eiga verk á stórri samsýningu sem nefnist What is textil? og opnuð verður í Edinborg í byrjun febrúar. „Framlag mitt þar er tuskuveggteppi með rósabandi og annað úr ljósmyndum sem ég spann,“ lýsir hún. Hún er enn með rósabandsuppsetningu í vefstólnum sem hún kveðst ætla að halda áfram með en ekki enn hafa ákveðið hvert ívafið verður. „Annars er ég að hekla húfur fyrir þá sem hjálpuðu mér að setja upp sýninguna,“ segir hún að lokum.Sýningin verður opin alla virka daga frá klukkan 10 til 16 fram til 24. janúar.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira