Kunnáttan kom frá Danmörku Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 11:00 Guðjón ætlar að miðla fróðleik um þá sögu sem rakin er í tveimur bindum um Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands. Fréttablaðið/Stefán „Ég ætla að taka fyrir tvö atriði sem segja má að séu nýjungar í söguskoðun,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um erindi sitt á fræðslufundi Minja og sögu klukkan 17 á morgun þar sem hann fjallar um tilurð og efni bókanna Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, eftir hann og Jón Þ. Þór sagnfræðing. Dönsku kaupmennirnir og einokunarverslunin verður fyrra umræðuefni Guðjóns. Hann segir ítök hollenskra og þýskra kaupmanna hafa verið mun meiri hér en áður hafi fram komið. „Danakonungur var svo háður lánardrottnum, sérstaklega í Amsterdam og Hamborg, útaf alls konar stríðsrekstri, að hann neyddist til að láta þá hafa meiri ítök í Íslandsversluninni en hann hefði kosið. Oft voru því dönsku kaupmennirnir hér bara leppar hollenskra og þýskra aðila, sérstaklega á það við um 17. öldina þegar þessi Íslandsverslun stóð með hvað mestum blóma,“ segir hann. Hann segir til dæmis markaðinn fyrir íslenska skreið, sem var aðalútflutningsvara Íslendinga, hafa verið mestan í Hamborg. „Þar var skreiðinni skipað upp og þaðan var hún flutt suður í Evrópu,“ upplýsir hann. Guðjón segir ýmsa hópa Íslendinga hafa verið í Kaupmannahöfn fyrr á öldum, umfram þá stúdenta sem alltaf er talað um, til dæmis konur sem fóru þangað til að mennta sig í ýmsum greinum og einnig handverksmenn við nám og störf. „Við vitum um Hallgrím Pétursson sem fór til Danmerkur að læra járnsmíði en þeir voru miklu, miklu fleiri. Í rauninni kemur öll handverkskunnátta okkar frá Danmörku, trésmíði og allt mögulegt,“ segir hann. „Ég leitaði heimilda um iðnaðarmenn sem fóru ýmist í framhaldsnám í Danmörku eða lærðu þar alveg frá upphafi og fann 270 trésmiði á tímabilinu frá 1814 til 1918. Þeir eru örugglega ekki nærri allir upp taldir. Þannig að öll þessi danskættuðu gömlu timburhús hér byggjast á handverki sem er lært í Danmörku.“Að loknum fyrirlestrinum í Þjóðminjasafninu mun Guðjón svara fyrirspurnum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég ætla að taka fyrir tvö atriði sem segja má að séu nýjungar í söguskoðun,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um erindi sitt á fræðslufundi Minja og sögu klukkan 17 á morgun þar sem hann fjallar um tilurð og efni bókanna Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, eftir hann og Jón Þ. Þór sagnfræðing. Dönsku kaupmennirnir og einokunarverslunin verður fyrra umræðuefni Guðjóns. Hann segir ítök hollenskra og þýskra kaupmanna hafa verið mun meiri hér en áður hafi fram komið. „Danakonungur var svo háður lánardrottnum, sérstaklega í Amsterdam og Hamborg, útaf alls konar stríðsrekstri, að hann neyddist til að láta þá hafa meiri ítök í Íslandsversluninni en hann hefði kosið. Oft voru því dönsku kaupmennirnir hér bara leppar hollenskra og þýskra aðila, sérstaklega á það við um 17. öldina þegar þessi Íslandsverslun stóð með hvað mestum blóma,“ segir hann. Hann segir til dæmis markaðinn fyrir íslenska skreið, sem var aðalútflutningsvara Íslendinga, hafa verið mestan í Hamborg. „Þar var skreiðinni skipað upp og þaðan var hún flutt suður í Evrópu,“ upplýsir hann. Guðjón segir ýmsa hópa Íslendinga hafa verið í Kaupmannahöfn fyrr á öldum, umfram þá stúdenta sem alltaf er talað um, til dæmis konur sem fóru þangað til að mennta sig í ýmsum greinum og einnig handverksmenn við nám og störf. „Við vitum um Hallgrím Pétursson sem fór til Danmerkur að læra járnsmíði en þeir voru miklu, miklu fleiri. Í rauninni kemur öll handverkskunnátta okkar frá Danmörku, trésmíði og allt mögulegt,“ segir hann. „Ég leitaði heimilda um iðnaðarmenn sem fóru ýmist í framhaldsnám í Danmörku eða lærðu þar alveg frá upphafi og fann 270 trésmiði á tímabilinu frá 1814 til 1918. Þeir eru örugglega ekki nærri allir upp taldir. Þannig að öll þessi danskættuðu gömlu timburhús hér byggjast á handverki sem er lært í Danmörku.“Að loknum fyrirlestrinum í Þjóðminjasafninu mun Guðjón svara fyrirspurnum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira