Þá er ljóðið svo hollt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2014 16:00 Á æfingu heima hjá Jónasi. Kristbjörg mun lesa ljóðin á efnisskránni og Þóra syngja þau. Fréttablaðið/Valli „Maður verður að gera eitthvað til að réttlæta þessa vitleysu alla,“ segir Jónas Ingimundarson píanóleikari glettnislega um samkomurnar sem hann heldur í Salnum á næstunni í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því hann byrjaði að spila opinberlega fyrir þjóðina. Þær bera yfirskriftina Við slaghörpuna í hálfa öld. Fyrstu tónleikarnir eru nú um helgina, á sunnudag klukkan 12, og daginn áður eru þeir endurteknir, eins og Jónas orðar það, klukkan 10.45 fyrir langt komna söng- og tónlistarnemendur. Dagskráin felst í söng við píanóið og ljóðalestri. Þóra Einarsdóttir söngkona og Kristbjörg Kjeld leikkona koma fram með Jónasi á fyrstu tónleikunum. „Það er glæsilegt listafólk sem ég hef fengið með mér, þú getur ímyndað þér hvort ég finni mig ekki stoltan,“ segir Jónas kampakátur. „Ég vona bara að fólk sjái sér fært að njóta þessa með okkur. Er ekki alveg búið með sunnudagssteikina hvort sem er?“ En hvar skyldi Jónas hafa komið fyrst fram fyrir fimmtíu árum? „Það var nú austur í sveitum í tengslum við kórastarf hjá karli föður mínum í Þorlákshöfn og Hveragerði,“ upplýsir hann og það líka að hann sé fæddur á Bergþórshvoli. Því er hann stoltur af. „Ég er svo heppinn að vera fæddur eftir brennu,“ segir hann glaðlega. Á hádegistónleikunum í Salnum segir Jónas verða blaðað í sönglagastafla heimsins, bæði íslensku og erlendu efni og tekur fram að Reynir Axelsson stærðfræðingur hafi þýtt fyrir hann erlendu ljóðin og gert það vel. „Ljóðin verða lesin á undan hverjum söng,“ útskýrir Jónas. „Núna á sunnudaginn verðum við með kippu af Mozart, við verðum með Þorkel Sigurbjörnsson, æðislega gullmola frá Frakklandi og nokkur Schubertslög í lokin þannig að það er víða leitað fanga. En það er engin krafa um að leikarinn og söngvarinn skilji ljóðið sama skilningi heldur ríkir algert frjálsræði í túlkun. Við ætlum að skapa stemningu og koma bæði flytjendum og áheyrendum inn í heim texta og tóna sem er heillandi. Í nútímanum gengur allt svo hratt fyrir sig. Þá er ljóðið svo hollt.“ Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Maður verður að gera eitthvað til að réttlæta þessa vitleysu alla,“ segir Jónas Ingimundarson píanóleikari glettnislega um samkomurnar sem hann heldur í Salnum á næstunni í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því hann byrjaði að spila opinberlega fyrir þjóðina. Þær bera yfirskriftina Við slaghörpuna í hálfa öld. Fyrstu tónleikarnir eru nú um helgina, á sunnudag klukkan 12, og daginn áður eru þeir endurteknir, eins og Jónas orðar það, klukkan 10.45 fyrir langt komna söng- og tónlistarnemendur. Dagskráin felst í söng við píanóið og ljóðalestri. Þóra Einarsdóttir söngkona og Kristbjörg Kjeld leikkona koma fram með Jónasi á fyrstu tónleikunum. „Það er glæsilegt listafólk sem ég hef fengið með mér, þú getur ímyndað þér hvort ég finni mig ekki stoltan,“ segir Jónas kampakátur. „Ég vona bara að fólk sjái sér fært að njóta þessa með okkur. Er ekki alveg búið með sunnudagssteikina hvort sem er?“ En hvar skyldi Jónas hafa komið fyrst fram fyrir fimmtíu árum? „Það var nú austur í sveitum í tengslum við kórastarf hjá karli föður mínum í Þorlákshöfn og Hveragerði,“ upplýsir hann og það líka að hann sé fæddur á Bergþórshvoli. Því er hann stoltur af. „Ég er svo heppinn að vera fæddur eftir brennu,“ segir hann glaðlega. Á hádegistónleikunum í Salnum segir Jónas verða blaðað í sönglagastafla heimsins, bæði íslensku og erlendu efni og tekur fram að Reynir Axelsson stærðfræðingur hafi þýtt fyrir hann erlendu ljóðin og gert það vel. „Ljóðin verða lesin á undan hverjum söng,“ útskýrir Jónas. „Núna á sunnudaginn verðum við með kippu af Mozart, við verðum með Þorkel Sigurbjörnsson, æðislega gullmola frá Frakklandi og nokkur Schubertslög í lokin þannig að það er víða leitað fanga. En það er engin krafa um að leikarinn og söngvarinn skilji ljóðið sama skilningi heldur ríkir algert frjálsræði í túlkun. Við ætlum að skapa stemningu og koma bæði flytjendum og áheyrendum inn í heim texta og tóna sem er heillandi. Í nútímanum gengur allt svo hratt fyrir sig. Þá er ljóðið svo hollt.“
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira