
Stóra verkefnið
Ein ástæðan fyrir ástandinu er sú að hér var byggt upp kerfi sem umbunaði fjármálaöflum og verktökum sem byggðu stórar og dýrar íbúðir. Afraksturinn blasir við í lúxusíbúðaturnunum við Skúlagötu.
Kannski er það skýringin á því að margir borgarbúar hafa illan bifur á „þéttingu“ byggðarinnar. Þeir sjá fyrir sér uppbyggingu rándýrra íbúða á miðborgarsvæðinu þar sem almenningur á enga möguleika á að búa. Reynslan sýnir að einmitt það mun gerast verði ekkert að gert. Það er meðal annars þess vegna að nú er verið að vinna að róttækri stefnubreytingu í Reykjavík.
Ný húsnæðisstefna kveður á um að byggðar verði 2.500 til 3.000 nýjar leigu- og búseturéttaríbúðir í Reykjavík næstu 3–5 árin. Gert er ráð fyrir samvinnu við traust húsnæðis- og byggingarsamvinnufélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig hefur verið sett af stað hönnun svokallaðra Reykjavíkurhúsa, hagkvæmra fjölbýlishúsa þar sem félagsleg blöndun er tryggð. Stefnt er að byggingu 400 til 800 íbúða í 15–30 húsum á næstu 3 til 5 árum.
Húsnæðisstefnan er byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er lögð áhersla á að húsagerðir og búsetukostir henti öllum félagshópum og allt að fjórðungur nýrra íbúða í borginni verði leiguíbúðir. Slíkar íbúðir eiga einkum að byggjast á miðlægum svæðum þar sem almenningssamgöngur eru góðar. Reykjavíkurborg mun leggja fram lóðir og lönd og annað sem til þarf til að þessi stefna verði að veruleika.
Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu í borginni í góðri samvinnu við Besta flokkinn. Samfylkingin hefur líka verið leiðandi á Alþingi í húsnæðisumræðunni. Undirbúningsvinnan hefur verið vönduð og mikil. Nú er kominn tími til að láta verkin tala. Það er stóra verkefni Samfylkingarinnar Jafnaðarmannaflokks Íslands næstu árin.
Skoðun

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar