Framkalla léttleika í sálinni í Salnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2014 10:00 Þær Guðrún, Petrea, Kristrún og Karen Erla voru að æfa Kettina þegar ljósmyndarann bar að garði. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru fyrstu hádegistónleikar ársins í Salnum og það sem einkennir þá er gleði,“ segir Guðrún Birgisdóttir, ein þeirra flautuleikara sem spila í Salnum í hádeginu í dag. Hún grínast með að ekki veiti af að framkalla léttleika í sálinni í sykurfallinu eftir hátíðarnar. „Það er víða mikið spilað af Vínarmúsík í tilefni nýja ársins, við erum bara með eina syrpu af henni á okkar tónleikum, eftir Johann Strauss yngri en svo erum við með eitt franskt verk, Ketti eftir Marc Berthomieu og annað ítalskt eftir Vivaldi sem heitir Gullfuglinn. Svo það snýst allt um dýr hjá okkur, leðurblöku, gullfugl og ketti!“ Í Flautukórnum eru tólf flautuleikarar sem taka virkan þátt í íslensku tónlistarlífi bæði með kennslu og tónleikum. Hann skipa að þessu sinni auk Guðrúnar þau Hafdís Vigfúsdóttir sem flytur einleik í Gullfuglinum, Jón Guðmundsson, Karen Erla Karólínudóttir, Kristrún H. Björnsdóttir, Margrét Stefánsdóttir og Petrea Óskarsdóttir. „Þeir koma fram sem eru lausir á hverjum tíma og þetta er hópurinn sem var tilkippilegur núna. Hafdís er nýkomin úr löngu framhaldsnámi og það er gaman að hún skuli vilja spila fyrir okkur Gullfuglinn,“ segir Guðrún og er ánægð með að hópurinn skyldi komast í þessa tónleikaröð, enda segir hún mikið flautað í Kópavogi.Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15 og gestum er boðið upp á te og kaffi áður en þeir byrja. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta eru fyrstu hádegistónleikar ársins í Salnum og það sem einkennir þá er gleði,“ segir Guðrún Birgisdóttir, ein þeirra flautuleikara sem spila í Salnum í hádeginu í dag. Hún grínast með að ekki veiti af að framkalla léttleika í sálinni í sykurfallinu eftir hátíðarnar. „Það er víða mikið spilað af Vínarmúsík í tilefni nýja ársins, við erum bara með eina syrpu af henni á okkar tónleikum, eftir Johann Strauss yngri en svo erum við með eitt franskt verk, Ketti eftir Marc Berthomieu og annað ítalskt eftir Vivaldi sem heitir Gullfuglinn. Svo það snýst allt um dýr hjá okkur, leðurblöku, gullfugl og ketti!“ Í Flautukórnum eru tólf flautuleikarar sem taka virkan þátt í íslensku tónlistarlífi bæði með kennslu og tónleikum. Hann skipa að þessu sinni auk Guðrúnar þau Hafdís Vigfúsdóttir sem flytur einleik í Gullfuglinum, Jón Guðmundsson, Karen Erla Karólínudóttir, Kristrún H. Björnsdóttir, Margrét Stefánsdóttir og Petrea Óskarsdóttir. „Þeir koma fram sem eru lausir á hverjum tíma og þetta er hópurinn sem var tilkippilegur núna. Hafdís er nýkomin úr löngu framhaldsnámi og það er gaman að hún skuli vilja spila fyrir okkur Gullfuglinn,“ segir Guðrún og er ánægð með að hópurinn skyldi komast í þessa tónleikaröð, enda segir hún mikið flautað í Kópavogi.Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15 og gestum er boðið upp á te og kaffi áður en þeir byrja.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira