Ástríða að koma á og viðhalda samtalinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. janúar 2014 16:00 Jón Páll segist ekki vera leikstjóri sem geri ein-hverja ákveðna tegund af sýningum, aðferðir hans séu í stöðugri þróun. Fréttablaðið/GVA Þegar Hamlet var velt upp í umræðunni um verkefnaval Borgarleikhússins stóðst ég ekki freistinguna að takast á við það verkefni,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri spurður hvort uppsetningin á Hamlet hafi verið hans hugmynd. „Íslenski leikhúsheimurinn er lítill og það líður oft langur tími milli þess sem þessi klassísku verk eru sett upp hér. Þannig að þegar slíkt tækifæri gafst þá var það kall sem mér var ófært að svara ekki.“Er uppfærslan mjög ólík því sem áður hefur verið gert hér?„Ja, við erum ekki að leika okkur með neina óra um Hamlet. Þetta er þekktasta verk Shakespeares og mest leikna leikverk allra tíma sem þýðir að fólk hefur fyrirfram gefnar hugmyndir um verkið. Það hafa nánast allir séð eða upplifað Hamlet á einhvern hátt, jafnvel þeir sem aldrei hafa séð hann á leiksviði. Sá sem segir söguna hverju sinni notar ákveðnar myndir eða vísanir í sinn samtíma þannig að úr verður einhvers konar klippimynd. Nálgunin hjá okkur var að losna undan þessari óraplágu. Við búum í þannig samfélagi að ég sem listamaður get ekki vísað í sameiginlegan menningarheim eins og hægt var að gera fyrir tíu árum. Ég get ekki reitt mig á að öll þjóðin hafi séð sama sjónvarpsþátt eða sömu kvikmynd, það er úr sögunni. Þannig að með sumar tilvísanir getur þú lent í því að níutíu prósent af áhorfendum skilji ekkert hvað þú ert að fara. Við settum því dæmið þannig upp að við skulduðum áhorfendum það að taka ekki eitthvert vegið meðaltal af Hamlet og segja að svona ætti hann að vera heldur tókum þeirri áskorun að rannsaka verkið upp á nýtt. Fórum í grunninn á verkinu, sem er náttúrulega frumtexti Shakespeares og Helga Hálfdanarsonar, og skerptum á meiningunni án þess að fara í lægsta mögulega samnefnarann. Við höfum þann skýra ásetning að áhorfendur komi á sýningu, skilji verkið, finni til með persónunum og taki afstöðu í þeirri baráttu sem þær eiga í sín á milli.“Það hefur vakið töluverða athygli og umræðu að velja Ólaf Darra í hlutverk Hamlets, hvað hefurðu um það að segja?„Það er fyrsti áreksturinn við órana um Hamlet. Það er engin neðanmálslýsing í frumtexta Shakespeares um það hvernig Hamlet lítur út. Ég bara blæs á þessa umræðu. Við getum ekki birt þann heim sem áhorfandinn býst við, það er dautt leikhús. Ef fólk vill fá óra sína um eitthvað ákveðið staðfesta þá ætti það sennilega að gera eitthvað annað en mæta á þessa sýningu. Leikhús á að vera hugvíkkandi og gefa fólki færi á að rannsaka nýjar hliðar á mannlegu eðli.“Jón Páll hefur gert ýmsar ögrandi sýningar með mikilli þjóðfélagsgagnrýni með Mindgroup en einnig leikstýrt klassískum stykkjum eins og Músum og mönnum og nú Hamlet, hvernig fer það saman?„Það er sami ásetningurinn með þessu öllu; að eiga samtal við fólk. Ég er svo heppinn að vera í þeirri stöðu að geta með list minni átt samtal við áhorfendur. Þú vilt væntanlega ekki að sá sem á samtal við þig segi þér alltaf sömu söguna á sama hátt. Ég er ekki leikstjóri sem gerir „svona“ sýningar, með ákveðna fagurfræði og ákveðna aðferðafræði, ég er stöðugt að þróa hana. Í þessari sýningu settum við það skilyrði að skilnings áhorfenda væri krafist og þeir fengju að upplifa þessa frásögn og þetta verk Shakespeares þegar búið er að ýta í burtu því sem hefur fallið á það í aldanna rás. Eftir stendur kjarni verksins, án þess að við sem leikhópur höfum ákveðið það fyrirfram hver sá kjarni er. Við höfum skrælt utan af verkinu og leyft því að birtast sem hefur komið fram við þá skrælingu. Síðan verðum við að leggja það í dóm áhorfandans hver sá kjarni er. Við erum ekkert að segja þeim að verkið sé um þetta eða hitt.“Þú ert menntaður leikari, hvernig lá leiðin í leikstjórnina?„Ég lærði úti í London og lék um tíma hjá leikhúsum hér heima áður en ég fór að leikstýra. En ég hef alltaf haft þörf fyrir að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og hafa áhrif á þær breytingar sem verða á þjóðfélaginu. Var í pólitík þegar ég var yngri, bauð mig fram bæði í bæjarstjórnar- og alþingiskosningum. Við náum ekki árangri nema með samvinnu og samvinna næst ekki nema við tölum saman. Það er mín ástríða að koma á og viðhalda samtalinu.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þegar Hamlet var velt upp í umræðunni um verkefnaval Borgarleikhússins stóðst ég ekki freistinguna að takast á við það verkefni,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri spurður hvort uppsetningin á Hamlet hafi verið hans hugmynd. „Íslenski leikhúsheimurinn er lítill og það líður oft langur tími milli þess sem þessi klassísku verk eru sett upp hér. Þannig að þegar slíkt tækifæri gafst þá var það kall sem mér var ófært að svara ekki.“Er uppfærslan mjög ólík því sem áður hefur verið gert hér?„Ja, við erum ekki að leika okkur með neina óra um Hamlet. Þetta er þekktasta verk Shakespeares og mest leikna leikverk allra tíma sem þýðir að fólk hefur fyrirfram gefnar hugmyndir um verkið. Það hafa nánast allir séð eða upplifað Hamlet á einhvern hátt, jafnvel þeir sem aldrei hafa séð hann á leiksviði. Sá sem segir söguna hverju sinni notar ákveðnar myndir eða vísanir í sinn samtíma þannig að úr verður einhvers konar klippimynd. Nálgunin hjá okkur var að losna undan þessari óraplágu. Við búum í þannig samfélagi að ég sem listamaður get ekki vísað í sameiginlegan menningarheim eins og hægt var að gera fyrir tíu árum. Ég get ekki reitt mig á að öll þjóðin hafi séð sama sjónvarpsþátt eða sömu kvikmynd, það er úr sögunni. Þannig að með sumar tilvísanir getur þú lent í því að níutíu prósent af áhorfendum skilji ekkert hvað þú ert að fara. Við settum því dæmið þannig upp að við skulduðum áhorfendum það að taka ekki eitthvert vegið meðaltal af Hamlet og segja að svona ætti hann að vera heldur tókum þeirri áskorun að rannsaka verkið upp á nýtt. Fórum í grunninn á verkinu, sem er náttúrulega frumtexti Shakespeares og Helga Hálfdanarsonar, og skerptum á meiningunni án þess að fara í lægsta mögulega samnefnarann. Við höfum þann skýra ásetning að áhorfendur komi á sýningu, skilji verkið, finni til með persónunum og taki afstöðu í þeirri baráttu sem þær eiga í sín á milli.“Það hefur vakið töluverða athygli og umræðu að velja Ólaf Darra í hlutverk Hamlets, hvað hefurðu um það að segja?„Það er fyrsti áreksturinn við órana um Hamlet. Það er engin neðanmálslýsing í frumtexta Shakespeares um það hvernig Hamlet lítur út. Ég bara blæs á þessa umræðu. Við getum ekki birt þann heim sem áhorfandinn býst við, það er dautt leikhús. Ef fólk vill fá óra sína um eitthvað ákveðið staðfesta þá ætti það sennilega að gera eitthvað annað en mæta á þessa sýningu. Leikhús á að vera hugvíkkandi og gefa fólki færi á að rannsaka nýjar hliðar á mannlegu eðli.“Jón Páll hefur gert ýmsar ögrandi sýningar með mikilli þjóðfélagsgagnrýni með Mindgroup en einnig leikstýrt klassískum stykkjum eins og Músum og mönnum og nú Hamlet, hvernig fer það saman?„Það er sami ásetningurinn með þessu öllu; að eiga samtal við fólk. Ég er svo heppinn að vera í þeirri stöðu að geta með list minni átt samtal við áhorfendur. Þú vilt væntanlega ekki að sá sem á samtal við þig segi þér alltaf sömu söguna á sama hátt. Ég er ekki leikstjóri sem gerir „svona“ sýningar, með ákveðna fagurfræði og ákveðna aðferðafræði, ég er stöðugt að þróa hana. Í þessari sýningu settum við það skilyrði að skilnings áhorfenda væri krafist og þeir fengju að upplifa þessa frásögn og þetta verk Shakespeares þegar búið er að ýta í burtu því sem hefur fallið á það í aldanna rás. Eftir stendur kjarni verksins, án þess að við sem leikhópur höfum ákveðið það fyrirfram hver sá kjarni er. Við höfum skrælt utan af verkinu og leyft því að birtast sem hefur komið fram við þá skrælingu. Síðan verðum við að leggja það í dóm áhorfandans hver sá kjarni er. Við erum ekkert að segja þeim að verkið sé um þetta eða hitt.“Þú ert menntaður leikari, hvernig lá leiðin í leikstjórnina?„Ég lærði úti í London og lék um tíma hjá leikhúsum hér heima áður en ég fór að leikstýra. En ég hef alltaf haft þörf fyrir að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og hafa áhrif á þær breytingar sem verða á þjóðfélaginu. Var í pólitík þegar ég var yngri, bauð mig fram bæði í bæjarstjórnar- og alþingiskosningum. Við náum ekki árangri nema með samvinnu og samvinna næst ekki nema við tölum saman. Það er mín ástríða að koma á og viðhalda samtalinu.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira