Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa til margra ára verið allravinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar og nú verða haldnir þrennir tónleikar í Eldborgarsal Hörpu. Fyrstu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar voru haldnir árið 1972 en frá árinu 1981 hafa þeir verið fastur liður í tónleikahaldi hljómsveitarinnar í upphafi nýs árs.
Að þessu sinni hljómar sígild Vínartónlist undir stjórn Peters Guth sem er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur margsinnis stjórnað og leikið á fjörugum Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, síðast í janúar 2013. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hanna Dóra Sturludóttir og Gissur Páll Gissurarson.
Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld og verða þeir síðan endurteknir annað kvöld og á laugardaginn.
Vínartónleikar þrisvar í röð
