Hugmyndirnar bak við innsigli ábótanna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2014 10:00 Guðrún Harðardóttir "Til að sjá íslensku innsiglin í skýrara ljósi er nauðsynlegt að skoða bakgrunn þeirra,“ segir Guðrún sem er sérfræðingur við Þjóðminjasafn Íslands. „Ég er að fjalla um myndefnið í innsiglum kirkjunnar manna sem aðgengileg eru í bókinni Sigilla Islandica. Áherslan er á að skoða innsigli ábóta Benediktsklaustranna og kapítulainnsiglin en það eru innsigli klaustursamfélaganna,“ segir Guðrún Harðardóttir sem heldur fyrirlestur í Árnagarði í dag klukkan 16.30 sem hún nefnir Hvað segja innsiglin? Þar kveðst hún skoða hvort myndirnar birti almennar hefðir viðkomandi klausturreglu eða hvort um einhver séríslensk afbrigði sé að ræða. Guðrún segir að áhugaverðir þættir hafi komið í ljós við athugun á því. Erindi Guðrúnar er liður í röð fyrirlestra sem Miðaldastofa gengst fyrir í vetur um klausturmenningu á Íslandi og Norðurlöndum á miðöldum en á Íslandi störfuðu níu klaustur fyrir siðaskipti. En hvað eru innsigli? „Jú, innsiglin voru staðfestingartákn sem undirskriftir tóku síðar við af við skjalagerð. Á fornbréfum á skinni voru ekki undirskriftir manna heldur voru innsigli úr vaxi hengd við bréfin með innsiglisreimum. Á þeim var mynd eða tákn með texta umhverfis en myndin var á einhvern hátt táknræn fyrir innsigliseigandann,“ útskýrir Guðrún. „Til að sjá íslensku innsiglin í skýrara ljósi er nauðsynlegt að skoða bakgrunn þeirra og hvort þau séu lík eða ólík því sem tíðkaðist innan hinnar alþjóðlegu miðaldakirkju, einkum innan Niðarósserkibiskupsdæmis,“ segir hún enn fremur. Spurð hvort hún telji innsiglin hafa verið unnin hér á landi eða erlendis verst hún allra frétta en segir stríðnislega: „Það er eitt af því sem ég velti fyrir mér í þessum fyrirlestri.“ Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er að fjalla um myndefnið í innsiglum kirkjunnar manna sem aðgengileg eru í bókinni Sigilla Islandica. Áherslan er á að skoða innsigli ábóta Benediktsklaustranna og kapítulainnsiglin en það eru innsigli klaustursamfélaganna,“ segir Guðrún Harðardóttir sem heldur fyrirlestur í Árnagarði í dag klukkan 16.30 sem hún nefnir Hvað segja innsiglin? Þar kveðst hún skoða hvort myndirnar birti almennar hefðir viðkomandi klausturreglu eða hvort um einhver séríslensk afbrigði sé að ræða. Guðrún segir að áhugaverðir þættir hafi komið í ljós við athugun á því. Erindi Guðrúnar er liður í röð fyrirlestra sem Miðaldastofa gengst fyrir í vetur um klausturmenningu á Íslandi og Norðurlöndum á miðöldum en á Íslandi störfuðu níu klaustur fyrir siðaskipti. En hvað eru innsigli? „Jú, innsiglin voru staðfestingartákn sem undirskriftir tóku síðar við af við skjalagerð. Á fornbréfum á skinni voru ekki undirskriftir manna heldur voru innsigli úr vaxi hengd við bréfin með innsiglisreimum. Á þeim var mynd eða tákn með texta umhverfis en myndin var á einhvern hátt táknræn fyrir innsigliseigandann,“ útskýrir Guðrún. „Til að sjá íslensku innsiglin í skýrara ljósi er nauðsynlegt að skoða bakgrunn þeirra og hvort þau séu lík eða ólík því sem tíðkaðist innan hinnar alþjóðlegu miðaldakirkju, einkum innan Niðarósserkibiskupsdæmis,“ segir hún enn fremur. Spurð hvort hún telji innsiglin hafa verið unnin hér á landi eða erlendis verst hún allra frétta en segir stríðnislega: „Það er eitt af því sem ég velti fyrir mér í þessum fyrirlestri.“
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira