Tómas Guðbjartsson maður ársins: Heiður fyrir heilbrigðisstéttina alla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2014 11:52 „Ég er mjög hrærður og þakklátur,“ sagði Tómas Guðbjartsson læknir sem var af hlustendum Vísis og Bylgjunnar kjörinn maður ársins 2014. Þegar Reykjavík árdegis náði af Tómasi tali var hann staddur í Ölpunum með fjölskyldu sinni í tilefni af afmæli sínu en hann verður fimmtugur 11.janúar næstkomandi. Hann sagðist vera afar þakklátur og sagði þetta ekki einungis viðurkenningu fyrir hann sjálfan, eða hans persónu, heldur heilbrigðiskerfið allt. „Samstarfsfólk mitt á mjög stóran, ef ekki stærstan hlut í þessu. Það má ekki gleyma heilbrigðiskerfinu öllu og velvilja fólks, og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Tómas er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið ótrúlegt björgunarafrek á Landspítalanum eftir karlmaður var stunginn með hnífi í gegnum hjartað. Það þrekvirki sem Tómas og aðrir starfsmenn Landspítalans unnu er talið kraftaverki líkast og hefur vakið gríðarlega athygli. Fleiri hundruð tilnefningar hafa borist Vísi og Bylgjunni undanfarnar vikur og því nokkuð ljóst að enginn skortur er á Íslendingum sem unnið hafa glæsileg afrek og hetjudáðir á árinu sem er að líða. Velja þurfti úr þá tíu sem flestar tilnefningar fengu og stóð Tómas uppi sem sigurvegari, og vann hann kosninguna með yfirburðum enda vel að titlinum kominn. Hér má sjá aðra sem tilnefndir voru í kosningunni:Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson. Tómas var gestur Reykjavík árdegis í dag og ræddi hann meðal annars störf sín á Landspítalanum, læknaverkfall og landflótta lækna. Hlýða má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35 Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53 „Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
„Ég er mjög hrærður og þakklátur,“ sagði Tómas Guðbjartsson læknir sem var af hlustendum Vísis og Bylgjunnar kjörinn maður ársins 2014. Þegar Reykjavík árdegis náði af Tómasi tali var hann staddur í Ölpunum með fjölskyldu sinni í tilefni af afmæli sínu en hann verður fimmtugur 11.janúar næstkomandi. Hann sagðist vera afar þakklátur og sagði þetta ekki einungis viðurkenningu fyrir hann sjálfan, eða hans persónu, heldur heilbrigðiskerfið allt. „Samstarfsfólk mitt á mjög stóran, ef ekki stærstan hlut í þessu. Það má ekki gleyma heilbrigðiskerfinu öllu og velvilja fólks, og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Tómas er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið ótrúlegt björgunarafrek á Landspítalanum eftir karlmaður var stunginn með hnífi í gegnum hjartað. Það þrekvirki sem Tómas og aðrir starfsmenn Landspítalans unnu er talið kraftaverki líkast og hefur vakið gríðarlega athygli. Fleiri hundruð tilnefningar hafa borist Vísi og Bylgjunni undanfarnar vikur og því nokkuð ljóst að enginn skortur er á Íslendingum sem unnið hafa glæsileg afrek og hetjudáðir á árinu sem er að líða. Velja þurfti úr þá tíu sem flestar tilnefningar fengu og stóð Tómas uppi sem sigurvegari, og vann hann kosninguna með yfirburðum enda vel að titlinum kominn. Hér má sjá aðra sem tilnefndir voru í kosningunni:Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson. Tómas var gestur Reykjavík árdegis í dag og ræddi hann meðal annars störf sín á Landspítalanum, læknaverkfall og landflótta lækna. Hlýða má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35 Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53 „Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35
Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45
Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53
„Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04