Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2014 14:07 Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina. Vísir/Vilhelm Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. Sjö hestanna voru í eigu Íshesta en fimm félaga í Hestamannafélaginu Sóti. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. „Við vorum með 24 hesta á svokallaðri haustbeit hjá hestamannafélaginu Sóta og búin að vera með beitina þarna úti á Álftanesi í tugi ára. Þetta voru hestar sem við ætluðum að taka inn núna til að bæta við þá hesta sem við erum með í Hafnarfirði. Svo verið er að smala Bessastaðalandið í gær og þá kemur í ljós að það vantar þrettá hesta og þar af sjö hesta frá okkur. Þeir voru bara horfnir.“ Einar segir að menn hafi byrjað leitina aftur í birtingu í morgun. „Þeir fengu þyrluna frá Landhelgisgæslunni með sér í lið. Þetta var náttúrulega einn af möguleikunum að hestarnir hefðu farið út á ísinn á Bessastaðatjörn og farið niður þó það hafi aldrei nokkurn tímann gerst áður. Það var raunin. Þarna voru þeir allir í einni kös. Höfðu farið út á ísinn, hann gefið eftir, og þeir ekki náð að krafla sig aftur upp. Þetta er rétt frá landi.“ Hestarnir fundust með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hitamæli þyrlunnar var beitt til að finna hestana. „Það er ekki nema rúm vika síðan menn voru að gá að hestunum, þar af starfsmaður frá okkur, og allt var í toppstandi. Þannig að þetta hefur gerst einhvern síðustu daga.“Ung stúlka hafi misst báða reiðhestana sína í slysinuEinar segist ekki geta lýst því með orðum hvernig honum líður. „Menn bindast sterkum böndum við þessa hesta. Þetta er milli 80 og 90 sem fyrirtækið á, en það er náttúrulega unnið með á annað þúsund hestum yfir sumarið, en það er í sumarferðum þar sem bændur eru í raun verktakar fyrir okkur. Sumir af þessum hestum er búið að vera í okkar eigu í um fimmtán ár. Þú getur rétt ímyndað þér tengslin við starfsfólkið. Eins og ég sagði við mína starfsmenn þá má þakka guði fyrir að þetta séu ekki börnin okkar, en næsta skref við.“ Einar segir að ung stúlka hafi misst báða reiðhestana sína í slysinu. „Þú getur rétt ímyndað þér hvílíkt tjón það er. Þetta er svo svakalegt að maður veit ekkert hvað á að segja. Þetta er alveg skelfilegt.“ Atvinnutæki og vinirEinar segir hina hestana tilheyra ýmsum félögum í Sóta. „Meðal annars var verðlaunameri frá dóttur minni og tengdasyni sem þau stefndu hátt með. Þau fengu risatilboð síðastliðið sumar sem þau höfnuðu. Þú getur rétt ímyndað þér tjónið sem þau verða fyrir. Þetta eru okkar atvinnutæki en vinir okkar um leið en það er ekki síðra tjónið sem hinn almenni félagi í þessu hestamannafélagi verður fyrir. Missa kannski alla sína hesta, eða hvernig sem það lítur út.“Uppfært kl. 14:40. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Gæslan hafi verið í almennu gæsluflugi í morgun en frétt af málinu og því ákveðið að fljúga yfir svæðið. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að að gefnu tilefni vilji Landhelgisgæslan benda á að þyrla hennar hafi ekki þátt í skipulagðri leit að hrossum á Álftanesi í morgun. „Hið rétta er að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vissi af leitinni og þegar þyrlan var á leið í reglubundið eftirlits- og gæsluflug var ákveðið að fljúga yfir svæðið. Áhöfn þyrlunnar kom fljótt auga á hrossinn í Bessastaðatjörn og tilkynnti það til stjórnstöðvar sem gerði lögreglu viðvart. Var síðan áfram haldið í fyrirhugað flug.“ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. Sjö hestanna voru í eigu Íshesta en fimm félaga í Hestamannafélaginu Sóti. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. „Við vorum með 24 hesta á svokallaðri haustbeit hjá hestamannafélaginu Sóta og búin að vera með beitina þarna úti á Álftanesi í tugi ára. Þetta voru hestar sem við ætluðum að taka inn núna til að bæta við þá hesta sem við erum með í Hafnarfirði. Svo verið er að smala Bessastaðalandið í gær og þá kemur í ljós að það vantar þrettá hesta og þar af sjö hesta frá okkur. Þeir voru bara horfnir.“ Einar segir að menn hafi byrjað leitina aftur í birtingu í morgun. „Þeir fengu þyrluna frá Landhelgisgæslunni með sér í lið. Þetta var náttúrulega einn af möguleikunum að hestarnir hefðu farið út á ísinn á Bessastaðatjörn og farið niður þó það hafi aldrei nokkurn tímann gerst áður. Það var raunin. Þarna voru þeir allir í einni kös. Höfðu farið út á ísinn, hann gefið eftir, og þeir ekki náð að krafla sig aftur upp. Þetta er rétt frá landi.“ Hestarnir fundust með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hitamæli þyrlunnar var beitt til að finna hestana. „Það er ekki nema rúm vika síðan menn voru að gá að hestunum, þar af starfsmaður frá okkur, og allt var í toppstandi. Þannig að þetta hefur gerst einhvern síðustu daga.“Ung stúlka hafi misst báða reiðhestana sína í slysinuEinar segist ekki geta lýst því með orðum hvernig honum líður. „Menn bindast sterkum böndum við þessa hesta. Þetta er milli 80 og 90 sem fyrirtækið á, en það er náttúrulega unnið með á annað þúsund hestum yfir sumarið, en það er í sumarferðum þar sem bændur eru í raun verktakar fyrir okkur. Sumir af þessum hestum er búið að vera í okkar eigu í um fimmtán ár. Þú getur rétt ímyndað þér tengslin við starfsfólkið. Eins og ég sagði við mína starfsmenn þá má þakka guði fyrir að þetta séu ekki börnin okkar, en næsta skref við.“ Einar segir að ung stúlka hafi misst báða reiðhestana sína í slysinu. „Þú getur rétt ímyndað þér hvílíkt tjón það er. Þetta er svo svakalegt að maður veit ekkert hvað á að segja. Þetta er alveg skelfilegt.“ Atvinnutæki og vinirEinar segir hina hestana tilheyra ýmsum félögum í Sóta. „Meðal annars var verðlaunameri frá dóttur minni og tengdasyni sem þau stefndu hátt með. Þau fengu risatilboð síðastliðið sumar sem þau höfnuðu. Þú getur rétt ímyndað þér tjónið sem þau verða fyrir. Þetta eru okkar atvinnutæki en vinir okkar um leið en það er ekki síðra tjónið sem hinn almenni félagi í þessu hestamannafélagi verður fyrir. Missa kannski alla sína hesta, eða hvernig sem það lítur út.“Uppfært kl. 14:40. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Gæslan hafi verið í almennu gæsluflugi í morgun en frétt af málinu og því ákveðið að fljúga yfir svæðið. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að að gefnu tilefni vilji Landhelgisgæslan benda á að þyrla hennar hafi ekki þátt í skipulagðri leit að hrossum á Álftanesi í morgun. „Hið rétta er að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vissi af leitinni og þegar þyrlan var á leið í reglubundið eftirlits- og gæsluflug var ákveðið að fljúga yfir svæðið. Áhöfn þyrlunnar kom fljótt auga á hrossinn í Bessastaðatjörn og tilkynnti það til stjórnstöðvar sem gerði lögreglu viðvart. Var síðan áfram haldið í fyrirhugað flug.“
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira