Jóhann Páll forviða vegna velgengni Ófeigs Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2014 13:06 Gamli refurinn Jóhann Páll man ekki eftir öðru eins, en handagangur er í öskjunni hjá Odda sem nú prentar 5. prentun bókar Ófeigs Sigurðssonar. Óvæntasti smellur jólabókaflóðsins er skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi. Hún selst og selst og var Forlagið að panta 5. prentun bókarinnar. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hjá Forlaginu man ekki annað eins og er hann eldri en tvævetur. „Þetta eru stórtíðindi! Oddi prentar 5. prentun á sólarhring. Sennilega hefur það aldrei gerst að endurprentun sé pöntuð á hádegi 22. og afgreidd á hádegi á Þorláksmessu,” segir Jóhann Páll. Og þó þeir sem þekkja til viti að Jóhann Páll er í útgáfunni af lífi og sál, þá er það nú svo að hann er óvenju spenntur fyrir þessu sem má heita óvænt. „Okkur grunaði ekki að hægt væri að fá endurprentun en þegar Oddinn sá að 4 . prentun hvarf í hvelli þá höfðu þeir samband og buðu þetta.“ Það sem gerir þetta sérstakt er að hér er um að ræða höfund sem skrifar það sem flokkast sem fagurbókmenntir. Öræfi eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hún var á dögunum verið valin besta íslenska skáldsagan af starfsfólki bókaverslana víða um land og kaupendur hafa nánast slegist um bókina. Jóhann Páll segir að prentun sé komin upp í 11 þúsund eintök sem eru mjög sérstakt þegar um fagurbókmenntir er að ræða. Vísir greindi frá þessari sigurgöngu bókarinnar síðast í gær, en hér á bæ hafa menn vart undan að uppfæra fréttir af velgengni spútnikks þessarar jólavertíðar: hans Ófeigs. Og Jóhann Páll kann að segja af þessum undrum: „Þegar ég las handritið að Öræfum heillaðist ég gjörsamlega og átti mér þann draum að mér tækist að brjótast í gegn með þessa bók á markaðnum. Það er ekki sjálfgefið að þó bók sé firnagóð að það takist að ná henni í toppsölu en draumur minn rættist. Þetta var stærsti draumur minn á þessari vertíð en ég varast þó almennt að vera með mikla drauma vegna þess að ég þoli illa vonbrigði. Samt bærast þeir auðvitað alltaf í undirmeðvitundinni. Mesta gleði útgefandans er ævinlega þegar tekst að sameina útgáfu á góðri bók og ná henni í metsölu.“ Að öðru leyti þá er það sem helst einkennir þessi bókajól er góð sala barnabóka, og því fagna þeir sem hafa áhyggjur af læsi ungmenna. Ævisögurnar og matreiðslubækurnar, sem voru áberandi í fyrra, eru ekki eins áberandi nú. Og, ekki er hægt að segja annað en glæpasögurnar haldi sínu, því efst á bóksölulista útgefenda tróna svo þau Arnaldur og Yrsa með sína krimma.Meðfylgjandi á hljóðskrá er útvarpsfrétt fréttastofu Bylgjunnar, þar sem rætt er við Bryndísi Loftsdóttur framkvæmdastjóra Félags íslenskra útgefanda um bóksölu almennt, fyrir þessi jólin. Jólafréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Óvæntasti smellur jólabókaflóðsins er skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi. Hún selst og selst og var Forlagið að panta 5. prentun bókarinnar. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hjá Forlaginu man ekki annað eins og er hann eldri en tvævetur. „Þetta eru stórtíðindi! Oddi prentar 5. prentun á sólarhring. Sennilega hefur það aldrei gerst að endurprentun sé pöntuð á hádegi 22. og afgreidd á hádegi á Þorláksmessu,” segir Jóhann Páll. Og þó þeir sem þekkja til viti að Jóhann Páll er í útgáfunni af lífi og sál, þá er það nú svo að hann er óvenju spenntur fyrir þessu sem má heita óvænt. „Okkur grunaði ekki að hægt væri að fá endurprentun en þegar Oddinn sá að 4 . prentun hvarf í hvelli þá höfðu þeir samband og buðu þetta.“ Það sem gerir þetta sérstakt er að hér er um að ræða höfund sem skrifar það sem flokkast sem fagurbókmenntir. Öræfi eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hún var á dögunum verið valin besta íslenska skáldsagan af starfsfólki bókaverslana víða um land og kaupendur hafa nánast slegist um bókina. Jóhann Páll segir að prentun sé komin upp í 11 þúsund eintök sem eru mjög sérstakt þegar um fagurbókmenntir er að ræða. Vísir greindi frá þessari sigurgöngu bókarinnar síðast í gær, en hér á bæ hafa menn vart undan að uppfæra fréttir af velgengni spútnikks þessarar jólavertíðar: hans Ófeigs. Og Jóhann Páll kann að segja af þessum undrum: „Þegar ég las handritið að Öræfum heillaðist ég gjörsamlega og átti mér þann draum að mér tækist að brjótast í gegn með þessa bók á markaðnum. Það er ekki sjálfgefið að þó bók sé firnagóð að það takist að ná henni í toppsölu en draumur minn rættist. Þetta var stærsti draumur minn á þessari vertíð en ég varast þó almennt að vera með mikla drauma vegna þess að ég þoli illa vonbrigði. Samt bærast þeir auðvitað alltaf í undirmeðvitundinni. Mesta gleði útgefandans er ævinlega þegar tekst að sameina útgáfu á góðri bók og ná henni í metsölu.“ Að öðru leyti þá er það sem helst einkennir þessi bókajól er góð sala barnabóka, og því fagna þeir sem hafa áhyggjur af læsi ungmenna. Ævisögurnar og matreiðslubækurnar, sem voru áberandi í fyrra, eru ekki eins áberandi nú. Og, ekki er hægt að segja annað en glæpasögurnar haldi sínu, því efst á bóksölulista útgefenda tróna svo þau Arnaldur og Yrsa með sína krimma.Meðfylgjandi á hljóðskrá er útvarpsfrétt fréttastofu Bylgjunnar, þar sem rætt er við Bryndísi Loftsdóttur framkvæmdastjóra Félags íslenskra útgefanda um bóksölu almennt, fyrir þessi jólin.
Jólafréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira