Jón Gnarr „volgur“ fyrir forsetaframboði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2014 14:05 vísir/ernir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, segist „volgur“ fyrir því að bjóða sig fram til forseta Íslands. Honum finnst þó ekki tímabært að spá í framboði eða tjá sig um málið af virðingu við embætti forseta Íslands og sitjandi forseta. Þetta sagði hann í þættinum Vikulok á Rás 2 í morgun. „Það er mikið hringt og mikið spurt. Fólk spyr um þetta eiginlega á hverjum einasta degi,“ sagði Jón. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jón segist hafa íhugað framboð en í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC í júní sagðist hann ekki útiloka forsetaframboð. Í nóvember framkvæmdi Fréttablaðið könnun þar sem fram kom að Jón nýtur mests stuðnings Íslendinga sem næsti forseti Íslands. Hann sagði í kjölfarið að hann væri snortinn yfir niðurstöðunum en að þær komi honum þó ekkert sérstaklega á óvart. „Þegar ég er spurður hvort ég útiloki ekki framboð vefst mér tunga um tönn. Fólk gæti alveg eins spurt hvort ég útiloki að verða kafari. Ég hef aldrei kafað og aldrei spáð sérstaklega í því en ég útiloka það alls ekki að verða kafari,“ sagði Jón í samtali við Fréttablaðið í nóvember. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni Jón Gnarr, Ólafur Ragnar Grímsson og Ragna Árnadóttir eru þau nöfn sem fólk nefnir helst þegar það er spurt hvern það vilji helst sjá sem næsta forseta Íslands. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að Jón er vinsælli á meðal karla en kvenna. 1. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, segist „volgur“ fyrir því að bjóða sig fram til forseta Íslands. Honum finnst þó ekki tímabært að spá í framboði eða tjá sig um málið af virðingu við embætti forseta Íslands og sitjandi forseta. Þetta sagði hann í þættinum Vikulok á Rás 2 í morgun. „Það er mikið hringt og mikið spurt. Fólk spyr um þetta eiginlega á hverjum einasta degi,“ sagði Jón. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jón segist hafa íhugað framboð en í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC í júní sagðist hann ekki útiloka forsetaframboð. Í nóvember framkvæmdi Fréttablaðið könnun þar sem fram kom að Jón nýtur mests stuðnings Íslendinga sem næsti forseti Íslands. Hann sagði í kjölfarið að hann væri snortinn yfir niðurstöðunum en að þær komi honum þó ekkert sérstaklega á óvart. „Þegar ég er spurður hvort ég útiloki ekki framboð vefst mér tunga um tönn. Fólk gæti alveg eins spurt hvort ég útiloki að verða kafari. Ég hef aldrei kafað og aldrei spáð sérstaklega í því en ég útiloka það alls ekki að verða kafari,“ sagði Jón í samtali við Fréttablaðið í nóvember.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni Jón Gnarr, Ólafur Ragnar Grímsson og Ragna Árnadóttir eru þau nöfn sem fólk nefnir helst þegar það er spurt hvern það vilji helst sjá sem næsta forseta Íslands. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að Jón er vinsælli á meðal karla en kvenna. 1. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni Jón Gnarr, Ólafur Ragnar Grímsson og Ragna Árnadóttir eru þau nöfn sem fólk nefnir helst þegar það er spurt hvern það vilji helst sjá sem næsta forseta Íslands. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að Jón er vinsælli á meðal karla en kvenna. 1. nóvember 2014 08:00