

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson segist vera létt að ákæra hafi loksins verið gefin út í Stím málinu, enda hafi hann gegnt stöðu sakbornings í þrjú og hálft ár.
Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir.
Gamli Glitnir átti þriðjung í félaginu Stím sem var búið til kringum fjárfestingar í bankanum sjálfum og FL-Group. Bréfin sem Stím keypti í Glitni og FL-Group keypti það að mestu leyti af Glitni sjálfum og fyrir lán sem það fékk frá Glitni.
Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einn stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir umboðssvik.
Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stíms sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna umfjöllunar um félagið og hann. Hann segir félagið ekki leynifélag, og að afar frjálslega hafi verið farið með staðreyndir í umfjöllun um félagið og persónu sína.
Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis samkvæmt álagningarskrá sem birt var í morgun. Jakob Valgeir greiðir rúmar 34,4 milljónir króna en Sigurður Guðjónsson, Þingeyri greiðir tæpar 28,4 milljónir króna. Einar Guðmundsson, Bolungarvík, greiðir rúmar 24 milljónir króna.
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding.
Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta.